Guðjón Þórðarson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari, hefur stundum slegið um sig með orðatiltækjum og málsháttum. Einhverntíma átti hann að hafa sagt, þegar hann var þjálfari hjá Stoke; "They fish who row", og leikmennirnir urðu stóreygir og skilningsvana greyin
Ég var sjómaður á frystitogara í 9 ár, frá 1989-1998 og er búinn að skila mínu í þeim geiranum. Þegar ég byrjaði, hafði ég lítið verið til sjós, en hafði þó farið tvær vertíðar á síldveiðar þegar ég var 17 og 18 ára og svo í fraktsiglingar í 3 mánuði þegar ég var 21 árs. Þetta var auðvitað lærdómsríkur tími, eins og öll lífsreynsla, en ég óska samt engum svona frystitogaralíf. Fjarverurnar frá konu og börnum alveg skelfilega langar og börnin voru feimin við mig þegar ég kom í land eins og ég væri gestur á heimilinu. Fyrst þegar ég byrjaði voru túrarnir 17-21 dagur, en svo fóru túrarnir að lengjast smátt og smátt og um það leiti sem ég hætti voru þeir aldrei færri en 30 dagar. Lengstu túrarnir urðu um 60 dagar þegar við vorum í "Smugunni" í Barensthafi. Þá fengum við olíu og matarkost frá norskum skipum sem komu gagngert þarna út í ballarhaf til að þjónusta okkur.
Þarna norðurfrá eru gjarnan háþrýstisvæði viðvarandi og oft stafalogn og spegilsléttur sjór og þá var gaman að sjá hvali, stóra og smáa leika sér í kringum skipið. En svo komu auðvitað líka óveður og þá var siglt aðeins í norður til þess að komast í norðurpólsísinn. Þar var hægt að bíða af sér óveðrið í kyrrum sjó vegna íssins. Eitt sinn kom ísbjörn að skipinu þegar við vorum í ísnum og það náðist á videoupptöku. Það hefði ekki verið skemmtilegt ef hann hefði labbað upp skutrennuna til okkar Á videóinu mátti sjá greinilega hvernig hann rak trýnið í átt til skipsins og sennilega hefur hann fundið matrlyktina úr eldhúsinu hjá Svenna kokki.
Það er talað um sjóveiki í Mbl. fréttinni. Þegar nýliðar slæddust um borð, var þeim lítil miskun sýnd ef þeir voru sjóveikir. Ég man eftir einum sem var búinn að vera grænn í framan í einhvern tíma og af kvikindisskap sínum gekk einn af gömlu sjóhundunum reglulega til hans, horfði á hann rannsakandi augum og kúgaðist svo fyrir framan hann. Okkur fannst þetta drepfyndið.
Þeir fiska sem róa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hringrásarslef
- Hvergi talað um að banna hvalveiðar
- Hin ljúfsáru jól
- Næsti landlæknir kemur ekki til með að búa að reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hótanir, Málsbætur??????
- Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins 2024
- 48 dagar
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
Athugasemdir
Sæll þjáningabróðir.
Ég var skipverji á frystitogaranum Örvari HU 21, sem var fyrsti frystitogari íslendinga. Var þar frá upphafi, í apríl 1982 fram á haust 1995 og fór þá í land síðastur af upphaflegu áhöfninni.
Túrarnir voru yfirleitt bundnir við olíubyrgðir sem dugðu 21 dag í norminu.
Smugan var punkturinn yfir i-ið hjá mér. Það var að vísu ekki "nema" 34 daga túr. Eftir þann túr fór ég í 3ja mánaða frí. Þegar fríið var á enda gat ég ekki hugsað mér að fara aftur um borð og hætti.
Ég deili með þér upplifuninni af fjölskyldulífinu. Þetta helvíti er ekki á nokkra fjölskyldu leggjandi. Þetta starf er bara fyrir einhleypa.
Það er ekkert grín að vera sjóveikur. Ég var þegar ég byrjaði svo veikur fyrsta sólarhringinn að ég ældi lifur og lungum og hefði skriðið yfir borðstokkinn hefði ég haft til þess mátt. Fann eftir það aldrei til sjóveiki. Minnigin um sjóveikina líður mér aldrei úr minni og kenndi mér að hæðast ekki að sjóveiku fólki.
Kveðja,
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.10.2008 kl. 10:02
Ég gekk reyndar í gegnum það sama þegar ég var 17 ára en var svo heppinn að ég gat legið í koju allan tíma, það var verið að sigla frá Keflavík og austur á land. Það hefur engin drepist úr sjóveki held ég. "Það sem ekki drepur mann, herðir mann"
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.