Ég spila stundum bridge á BBO (Bridge Base Online) Það er ókeypis að spila þar og margir góðir spilarar þar á ferðinni, en reyndar voðalega lélegir líka. En það er hægt að velja sér spilafélaga við hæfi, því með því að setja bendilinn á nafn þess sem er inni, þá sérðu ca. styrkleika hans, (þ.e. Beginner, Novice, Intermediate, Advanced, Expert og World Class) Einnig er hægt að sjá frá hvaða landi menn eru, því fáni viðkomandi heimalands, skreytir uppl.borðið. Sá sem er "Host" við spilaborðið hverju sinni, getur stjórnað því hverjir fá að spila við borðið og hann getur einnig sparkað mönnum út ef honum sýnist svo, en það gerist afar sjaldan að slíkt sé gert. Það er þá helst ef menn eru lengi að spila, eru dónalegir við borðið, eða villa á sér heimildir. T.d. með því að segjast vera Expert, en vera í raun Beginner.
Ég var að leita mér að lausu borði og sá þá sæti laust þar sem "Host" var frá Bretlandi. Ég smellti á lausa sætið og var hleyp inn. Ef maður smellir á annan hvorn andstæðinginn við borðið, þá er hægt að eiga "Private chat" við hann, en að sjálfsögðu ekki við makkerinn (samherjann). Ég stóðst ekki mátið og smellti á Bretann og sagði: "Beware, Im a terrorist" og setti broskarl fyrir aftan. Þá svaraði gaurinn: (á ensku auðvitað) "Já, ég veit! Fyrst stelið þið þorskinum okkar á 7. áratugnum og nú stelið þið peningunum okkar.
Ég sagðist nú vera saklaus af þjófnaði, en spurði hann svo hvernig við áttum að stela þorskinum "In our waters?" Þá sagði hann að að fiskurinn hrygndi við England en sveimaði svo norður á bóginn þegar hann stækkaði Þá sagði ég að einhver væri nú að ljúga þessu að honum. Hann svaraði eitthvað á þá leið að ég væri sjálfur þjófóttur lygari og svo vissi ég ekki fyrr en ég var farinn út úr spilinu. Karlhelvítið sparkaði mér út
Kæru samlandar, fariði varlegu elskurnar í samskiptum við Tjallana. Það er aldrei að vita hverju þeir kunna að taka upp á. En ég er að hugsa um að heimta bætur, þegar við tætum Tjallann í okkur fyrir dómstólum. Ég varð fyrir árás og leiðinda áreiti, og það er allt Brown/Darling að kenna
Bretar selja eignir Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | 24.10.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 946015
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hótanir, Málsbætur??????
- 48 dagar
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
Athugasemdir
Þetta er bara lögreglumál, ekki spurning!
Ævar Rafn Kjartansson, 24.10.2008 kl. 22:48
Ekki spurning. Mamamamama maður bara áttar sig ekki á þessu!
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 22:51
Næst þú fer út það getur þú sagt vera norskur. Bóndinn mín mun segja það á næstunni. Bara til að forðast leiðindi.
Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 22:57
Ég var félagi þar Benedikt, í 8 eða 9 ár, frá 1994. Fór hæst í tæp 2100 stig
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 23:01
Ætli það samsvari ekki ca. 1800 ELO?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 23:04
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 23:07
Ekkert verður mér ljúfara en að mala þá AFTUR.
Þeir hafa ekkert í þjóð sem notar vitsmuni sína og samstöðu sem vopn.
Þjóðernistilfinning Breta er á mjög lágu plani en hins vega mjög sterk hér. Á því munum við sigra þá, sem og, á almennt háu greindarstigi og dugnaði sem einkennir okkur Íslendinga. Nokkuð sem þeir hafa, sömuleiðis, afar lítið af.
Halla Rut , 24.10.2008 kl. 23:56
Heidi, frekar finnst mér það rislítið að ljúga til um þjóðerni sitt, til að forðast leiðindi. Kannski örlítið norskt?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2008 kl. 00:10
Einn kunningi minn fékk svipaða afgreiðslu í skák á netinu. Byrjaði að tefla við Breta sem fór að spyrja í framhjáhlaupi hvort kunninginn væri ekki óheiðarlegur bragðarefur eins og aðrir Íslendingar. Eitthvað óx þetta og varð að orðaskaki sem endaði á því að Bretinn kvaddi snöggt með yfirlýsingu um að kunninginn væri blóðugur þjófur og síðustu kveðjuorðin voru "Fuck you" og hann slökkti á skákinni ókláraðri.
Jens Guð, 25.10.2008 kl. 01:03
Spurði í framhjáhlaupi... hehe
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2008 kl. 01:13
hvað er að gerast????
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.10.2008 kl. 01:31
Tillaga frá Krissa46 athugandi:force major,heitir færslan
Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2008 kl. 02:02
Það er von þú spyrjir, Anna
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2008 kl. 02:22
Svörum í sömu mynt.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.10.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.