Ég hélt ég ætti ekki eftir að segja þetta:

Mikið er ég fegin að Samfylkingin er í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, en ekki Framsókn. Ekki það endilega að þeir hefðu ekki verið starfi sínu vaxnir við þessar aðstæður, heldur vegna þess að um og yfir 90% þjóðarinnar ber ekki traust til flokksins. Hér væri stjórnmálakreppa í ofanálag, ef Framsókn væri í ríkisstjórn, það er næsta víst. Ég ber traust til beggja ríkisstjórnarflokkanna og Samfylkingin hefur vaxið verulega í áliti hjá mér, ekki síst Ingibjörg og Björgvin G.

Hjáróma garg Steingríms Joð um að IFM-aðstoðin sé aumt útspil ríkisstjórnarinnar segir mér enn og aftur að maðurinn er ekki stjórntækur né flokkur hans.

steingr.j.


mbl.is Skorar á útflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undanfarin vika hefur farið í það hjá mér að innheimta viðskiptakröfur erlendis.  Það er ekki hægt!

innflytjandi gjaldeyris (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Steingrímur er andvígur láni frá IMF. Í fréttum í kvöld nánast vonaðist hann til þess að fulltrúar Breta og Hollendinga í stjórn IMF næðu að koma að óaðgengilegum kröfum, sem skilyrði fyrir láni!!!!!

Nánar um Steingrím.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, hann er ótrúlegur

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband