Þeir Vilhjálmur Egilsson og Ögmundur Jónasson deildu í Kastljósi um daginn, um lántöku og skilyrði sem IFM myndu setja okkur varðandi aðstoð. Vilhjálmur sagði að allt sem Ögmundur væri að segja um málið væri vitleysa og að hann ætlaðist til þess að Kastljósið tæki viðtal við hann um málið að nýju og það mjög fljótlega, þegar sannleikurinn kæmi í ljós.
Samkvæmt þessari Mbl. fétt, eða réttara sagt Financial Times frétt, verður Ögmundur boðaður í Kastljósið á næstu dögum til þess að éta ofan í sig allt sem hann sagði. Ég bíð spenntur.
Óska eftir 6 milljörðum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.10.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Gott ef það þarf ekki meira til að fólk verði spennt, reyndar er þessi umræða að verða verri en lélegustu framhaldsþættir. Hef ekki nokkra trú á Ögmundi og hans flokki. Það eina sem þeir hafa fram að færa eru ádeilur á aðra flokka. Hef aldrei heyrt talað um varanlega lausn á neinu það er alltaf það sama verið að setja út á aðra og finnst mér það ekki vera vera neinum til góðs.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:14
Það fer að rofa til hjá Ögmundi og maðurinn hlýtur að fara að koma inn í nútíðina hvað úr hverju. Svo er að aukast þrýstingurinn á Ögmund, Steingrím og Jón Bjarnason... sérstaklega eftir að sonur Jóns, Ásgeir hjá Kaupþingi lýsti því yfir vafningalaust í Fréttablaðinu um helgina, að IFM væri fyrsta skrefið og ESB það næsta áður en við gætum tekið upp evruna í framhaldinu.
Atli Hermannsson., 20.10.2008 kl. 14:14
Varla bera þessir kommar ábyrgð á ummælum afhvæma sinna, er það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 16:58
Nákvæmlega Benedikt. Ef þeir segja þetta nógu oft, þá endar með að þeim ratast satt orð á munn. En þetta er slæm taktík, svona "úlfur!úlfur" dæmi.
Það má segja að Íslendingar hafi fallið á þessu, þegar fáir vildu hlusta á varnaðarorð í sambandi við bankana og ég viðurkenni fúslega að ég var einn þeirra sem ekki hlustaði En bílalánið minnir mig illþyrmilega á það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 18:17
Mér sýnist Ömmi vera í djúpum........núna.
Haraldur Bjarnason, 20.10.2008 kl. 23:06
Ég þurfti ekki kommana til þess að fatta að það var eitthvað óeðlilegt í gangi enda seldi ég mín hlutabréf fyrir u.þ.b. 5 árum og flutti lífeyrissjóðssparnaðinn minn út. Mínar röksemdir fyrir þessu voru þær að mér fannst óeðlilegt að verslanir eins og bónus skyldu vaxa þannig að þær geti keypt upp allar tískuverslanir í bretlandi og fleira og fannst ekkert rétt við ofurlaunastefnu bankanna hérna sem er í engu hlutfalli við smæð þeirra.
Þetta heitir common sense.
Pétur Kristinsson, 21.10.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.