Lögregluofbeldi

Ef lögreglan tekur óróaseggi föstum tökum, þá hrópa fjölmiðlar og almenningur hneykslast og talar um óþarfa lögregluofbeldi. Þessi afstaða bitnar á lögreglumönnunum og jafnvel fjölskyldum þeirra, því fjölmiðlar hika ekki við að birta myndir af atburðum til að sýna lögregluna í neikvæðu ljósi. Afleiðingarnar eru þær að lögreglan þorir ekki að taka óeirðaseggina þeim tökum sem nauðsynlegt er.

Svipað vandamál virðist vera í sumum nágrannalöndum okkar, t.d. í Danmörku. Almenningur og fjölmiðlar verða að breyta afstöðu sinni til þessara mála. Ef lögreglumenn ganga of langt í athöfnum sínum, þá ber auðvitað að skoða slíkt af innra eftirliti lögreglunnar og láta svo dómstóla um að útkljá slík mál. Auk þess mætti hækka refsirammann við ofbeldi og mótþróa gegn lögreglu og nýta hann af fullri hörku. Við meigum ekki gleyma því að hlutverk lögreglunnar er að vernda almenning. Gerum henni kleyft að sinna þeirri skyldu sinni.

show

Óvirðing í garð lögreglunnar eru engin takmörk sett Grin


mbl.is Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband