Andri Snær Magnason, rithöfundur skrifar bullgrein í fréttablaðið í dag. Sjá HÉR
Í greinninni heldur skáldið fram þeirri fullyrðingu að tekjur af sjávarútvegi og ferðamennsku verði nánast allar eftir í landinu, gagnstætt tekjum af virkjana og áliðnaði. Fullyrðinguna rökstyður hann með því að benda á að tekjur orkufyrirtækjanna fari allar í að borga skuldir. Ég hefði reyndar haldið að fyrirtæki í rekstri sem getur borgað skuldir sínar af fjárfestingum sínum og fasteignum og sýnt jafnframt hagnað í langtímarekstri, væru "góð" fyrirtæki og öðrum til fyrirmyndar.
Samkvæmt orðum skáldsins, þá eru fyrirtæki í sjávarútvegi og í ferðamannaiðnaði skuldlaus. En það er auðvitað ekki svo og mörg fyrirtæki í ferðamannaiðnaði eru skuldum vafin og rekin með stórfelldu tapi, þó að sem betur fer séu ágætar undantekningar á því. Fyrirtæki í greininni koma og fara og skilja eftir sig skuldahala sem einhver borgar auðvitað á endanum, þó það séu ekki þeir sem stofnuðu til þeirra í upphafi.
Staða sjávarútvegsfyrirtækja er með betra móti akkúrat núna, þegar staða krónunnar er svona veik, en því miður dugar það ekki öllum vegna mikils fjármagnskostnaðar og flestir vænta þess að gengisstaðan muni breytast í náinni framtíð, innflutningi í vil. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru einnig mikið skuldsett og mörg þeirra í erlendri mynt. Við þekkjum erfiðleika í sjávarútvegi og sveiflur í þeim iðnaði, eru ekki bara fyrirtækjunum erfið, heldur auðvitað ekki síður fólkinu sem vinnur við greinina.
Andri Snær, rithöfundur, setur upp skáldagleraugun, þegar hann ritarar um stóriðju og virkjanamál, en einnig þegar hann ritar um sjávarútvegs og ferðamannaiðnaðinn. (Myndirnar eru af afurðum úr áliðnaði)
Fylgjast náið með niðursveiflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 18.10.2008 (breytt kl. 21:49) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Íslenskum álhausum væri hollt að fara að hugsa útfyrir málminn. Innkoman af álframleiðslunni er háð álverði. Það að auka hlut álsins í útflutningi er ekki skynsamlegt. Ég er ekki fjallagrasafræðimaður en ferðamennska, hrein náttúra og fyrst og fremst VATN eru sóknarfæri Íslendinga. Ekki kannski á morgun en á næstunni. Og tannlausar rollur útaf flúormengun álvera passa illa inn í þá mynd.
Ævar Rafn Kjartansson, 18.10.2008 kl. 22:22
Inntakið er að hann talar um álfyrirtækin eins og þau séu að lauma út úr landinu því fé sem þau afla með framleiðslu sinni. Þessi fyrirtæki eru ekki íslensk né fjárfestingar þeirra hérlendis. Það eina sem er íslenskt er orkan og vinnuaflið. Hvern ættu stjórnvöld að blekkja með því að tala um útflutningsverðmæti þessara fyrirtækja? Ég þekki engan svo "grænan" að halda að álverðmætin séu íslensk... tja nema kannski helst Andra Snæ.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 22:22
Gunnar:sendi þessa á Rúnar vin okkar og líka hér. Andri gleymir að minnast á það að, lánin sem tekin eru til að gera eitthvað þeim er eitt, eins og í að byggja orkuver eða byggja höfn,vegagerð, álverið sjálft, það verður mikið af peningum eftir í landinu, í formi atvinu fólks við þessar framkvæmdir, þeir fara ekki á bálköst, flutningar aukast til landsins og frá því, allt telur en það hentar sennilega ekki þeim sem ætlar að reka áróður gegn virkjunum og stórfyrirtækjum, og sennilega skemma svona greinar eins og Andri er að skrifa fyrir málstaðnum sem barist er fyrir, vegna þess að ekki er bent á nokkurn skapaðan hlut til að vinna við, enda ekki von á því frá manni sem vinnur fyrir sér með skrifum.....
Magnús Jónsson, 18.10.2008 kl. 22:32
Svonasvona, Gunnar minn Th. það er vita vonlaust fyrir þig að berjast við að verja útflutningsblekkingu álverssjúklinganna. Það er svona álíka vonlaust og að halda því fram að alúmíníum sé gull. Þegar allt kemur til alls, þá gefur álverabjargræðið eitthvað svipað af sér og glópagull og ekki fimmeyring umfram það.
En mikið asskoti fer Andri Snær illa með álverssinnana. Hann blátt áfram brytjar þá í spað og saltar ofaní (alúmíníum)tunnu.
Jóhannes Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 22:33
auðvitað eru álfyrirtækin ekki að láta féið sitt dvelja of lengi hér á landi... þau eru alþjóðlegir auðhringir, Tómas er rólegur núna, því launakostnaður hefur lækkað um 50% eða meir (í alvörupeningum), verð á rafmagni hefur lækkað um einhvern helling (bundið við lækkandi álverð), sem sé,
liprir snillingar í öllum hornum, sem selja auðlindir okkar fyrir slikk og okkur þjóðina í skuldaþrlædóm,
þetta sökkar.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:33
Okkur kemur ekkert við hvort launakostnaður álfyrirtækjanna hækkar eða lækkar. Launin eru samningsatriðið milli fyrirtækjanna og verkalýðshreyfinganna.
Allt þetta ár hefur álverð verið miklu hærra en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kemur Landsvirkjun til góða. Og þrátt fyrir að álverð lækkaði enn meir, sem útlit virðist vera fyrir, þá er arðsemi vegna Kárahnjúka langt í frá að vera í hættu, enda er "gólf" í raforkuverðinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 22:57
Guðjón, segðu bændum þetta með flúormengunina! Og ég er ekki að skilja þetta með vatnsútflutninginn hjá þér.
Ævar Rafn Kjartansson, 18.10.2008 kl. 23:16
Hér koma 2 spurningar fyrir mig fáfróðan pjakkinn, fékk alcoa og hvernig var það réttlætt ef satt er 2.6 miljarða í gjöf frá okkur í upphafi? hvað verður mikið eftir hér á landi af þessum 70 milljarða "útflutningstekjum"
Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 23:17
Þetta er alveg rétt hjá Guðjóni. Þetta hefur breyst hratt til batnaðar á undanförnum árum Ævar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 23:19
Ég veit ekki alveg hvað Andri á við með þessa 2,6 miljarða. Sjálfsagt finnur hann þetta út í gegnum skatta og gjöld varðandi álverið.
En andstæðingar álvera á Íslandi eru voða fljótir að reikna út á puttunum hvað situr eftir af fjármagni við svona umsýslu. En puttarnir virðast ekki nógu margir til að fá út rétta útkomu. Það er gjarnan reiknað út frá 400 störfum í álverinu, en staðreyndin er sú að störfin eru helmingi fleiri þegar allt er reiknað. Ekki veit ég hvar hann hefur fengið þá tölu að aðföng til álversins séu 1 miljarður, ég hef grun um að það sé verulega vanreiknað hjá honum. Bara mötuneytiskostnaður er að mig minnir um 100 miljónir.
Svo koma hafnargjöld sem eru umtalsverð og mikil og ótrúlega fjölbreytt þjónusta úr flestum geirum atvinnulífsins, með tilheyrandi virðisauka og launatengdum gjöldum. Satt að segja veit ég ekki þessar tölur nákvæmlega.
En það sem er mikilvægast er, er það að heilt samfélag hér fyrir austan er í nokkuð góðum og öruggum málum hvað atvinnu og tekjuöryggi varðar um ókomin ár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 23:33
Hagfræðingarnir Þorsteinn Siglaugsson og dr. Sigurður Jóhannesson Zoëga, hjá Hagfræðistofnun HÍ sá síðarnefndi, hafa báðir komist að þeirri niðurstöðu út frá forsendum og framlögðum gögnum Landsvirkjunar að þegar orkusamningar voru gerðir vegna Kárahnjúkavirkjunar þá var fyrirséð, þrátt fyrir hátt álverð á heimsmarkaði þá, að virkjunin myndi ekki standa undir sér. Ljóst var að almenningur yrði að borga brúsann vegna atvinnusköpunargæluverkefna framsóknarmanna í bland við þingmenn austurlands.
Nú þegar álverð hrapar þá er ljóst að við munum borga enn meir en áður með raforkunni til álveranna - gleðilegar fréttir fyrir heimilisbókhald íslendinga ekki satt ? Sendum Halldóri Ásgrímssyni þakkarbréf.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2008 kl. 23:42
Landvernd (aðal mótmælandi Kárahnjúkavirkjunarinnar) lét Þorstein Siglaugsson rekstrarráðgjafa og hagfræðing gera fyrir sig arðsemismat á framkvæmdinni við Kárahnjúka og skýrsla hans var vistuð lengi á heimasíðu Landverndar en virðist horfin þaðan núna. Sem er ekki skrýtið, því leitun er að vitlausara plaggi og ég var búinn að spá því að skýrslan yrði látin hverfa þegar sannleikurinn um rangfærslurnar kæmi í ljós. En svo rakst ég á hana, á ensku!, á heimasíðu Saving Iceland hópsins. Í skýrslu Þorsteins segir m.a.
"Looking at the exponential long-term price trend a realistic estimate might be a price of $1350/ton in 2008, falling by approximately 1,1% annually after that".
Þarna er áltonnið semsagt á 1.350 dollara en er í dag um 800 dollurum hærra, þrátt fyrir mikla lækkun undanfarna mánuði.
Ég bloggaði um þessa vitleysu í Þorsteini á sínum tíma, sjá HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 00:15
Þetta er náttúrlega algjör fíflagangur að álframleiðsla eða önnur stóriðja í eigu erlendra aðila skili miklum tekjum inn í þjóðarbúið. Það eina sem situr eftir er laun og skattar. Allur arður fer úr landi og tekjur af orkusölu fara í að borga skuldir fyrstu 20-40 árin. Hugmyndir um að selja tekjustrauma eða virkjanir í heilu lagi til útlendinga eru síðan dæmi um algjöra heimsku. Þá fyrst verður ekkert eftir nokkurn tíma, hvorki eftir 20 eða 40 ár.
Það getur vel verið rétt hjá Gunnari að hann og fjölskylda hans henti ágætlega til vinnu í álverum og ekki skal ég gera lítið úr því. En please ekki fullyrða að ég eða Siggi litli tveggja ára græðum eitthvað líka á þessu. Íslenska þjóðin er eins og svartar rappstjörnur. Kaupandi bíla og halda flottustu partíin um leið og smá peningur kemur í kassann. Þannig verður ekki til auður sem gengur í arf, kynslóð eftir kynslóð.
Björn Heiðdal, 19.10.2008 kl. 02:23
-Erum við ekki komin aðeins of langt frá ebbninu? Zem c zkáldagleraugum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.10.2008 kl. 04:35
Það var tekið lán fyrir arðbærri fjárfestingu og fasteign. Að sjálfsögðu þarf að borga lánið, en þeir peningar koma ekki úr ríkissjóði eða úr vösum almennings á nokkurn hátt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 05:18
Bara að skjóta því að að ég átti samtal við menn frá fjármáladeild Landsvirkjunar haustið 2007 þar sem þeir viðurkenndu að væri verið að virkja við Kárahnjúka "í dag" myndu þeir vilja fá mun meira fyrir orkuna og sögðu jafnframt að farið hefði verið full geyst í þessa framkvæmd. Og þetta eru menn frá Landsvirkjun, ekki æstir náttúruverndarsinnar. Þær tölur sem Andri snær kemur með eru mestanpart réttar. Og það er jafnframt rétt að launakostnaður lækkar með fallandi gengi þar sem laun eru greidd út í íslenskum krónum. Fallandi gengi er þ.a.l. hagur framleiðanda svo merkilegt sem það er fyrir fyrirtæki í útflutningi. Það er einnig rétt að einungis lítill hluti verðmæta verður eftir í landi. Þ.e. laun og orkukostnaður. Það er einnig rétt að orkusalan fer beint upp í skuld. Ef ég man rétt þá er líftími Kárahnjúkavirkjunar um 60 ár, þ.e. hún er 60 ár að borga sig upp og því er langur tími þar til að við förum að sjá hreinan arð af þessari fjárfestingu. Það þýðir ekki bara að horfa á álverðið, það verður að reikna dæmið til enda og Andri, með hjálp fyrrnefndar Sigurðar og félaga, hefur komist nær því en ég hef séð aðra gera.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 10:04
Hvernig í fjandanum er hægt að bölsóttast út í Kárahnjúkavirkjum og álverið á Reyðarfirði vegna þess,að það sé ekkert nema tap á þessu helvítis " mengunnar" bákni eins og mótmælendur segja, í sömu setningu og talað er um að þessir "andskotar" flytji allan arðinn úr landi og skilji ekkert eftir handa okkur. Hér er eitthvað sem passar ekki.
Finnst þetta svona eins og útrásarhagfræði, eða aulahagfræði 101 eins og einn góður bloggari sagði.
(IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 10:40
Sæl
Samkvæmt Andra Snæ sjálfum er arðsemi Kárahnjúka 4 milljarðar á 40 árum, ásamt því sem virkjunin verður skuldlaus. Þetta mat er bara byggt á samningnum við álverið.
Nú framleiðir virkjunin 30-40% meira en samningurinn byggir á og álverð er miklu hærra en útreikningarnir gerðu ráð fyrir. Ekki er þetta rafmagn bara sett út í loftið? Það er væntalega selt. Það er því hrein viðbót við tekjur því allt rafmagn selst núna hér á landi.
Einnig er þumaputtaregla við störf tengdum stóriðjum 2 störf í stoðgreinum á móti hverju einu í störiðju. Þ.a.l. verða til 1200 störf ef álverið er með 400 manns við störf. Þetta eru t.t. vel launuð störf í flestum tilfellum.
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn Kristjánsson, 19.10.2008 kl. 12:40
Þórður Ingi: Innlegg þitt um samtal við "einhverja Landsvirkjunarmenn" er ómarktækt, auk þess sem þú ert í raun nafnlaus hér.
Og þessi orð þín: "Fallandi gengi er þ.a.l. hagur framleiðanda svo merkilegt sem það er fyrir fyrirtæki í útflutningi", ber vott um að þú ert ekki að skilja hlutina, eins og ég hélt að allir fullorðnir einstaklingar gerðu.
Og hvernig í fjandanum er hægt að komast að þeirri niðurstöðu ekki sé arður af því það er verið að borga fjárfestingu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 13:29
Hvað hefur það með eitt eða neitt að gera að þér finnist ég vera nafnlaus hérna? Ég er bara að vitna í það sem Landsvirkjunarmenn sjálfir sögðu mér. Ég skil hlutina mætavel, fallandi gengi lækkar launakostnað fyrir Alcoa, einnig lækkar fallandi álverð raforkukostnað og einhverra hluta vegna er samningur Landsvirkjunar við Alcoa leyndarmál. Þjóðin s.s. hefur ekki aðgang að upplýsingum um það hvað hún fær út úr þessari fjárfestingu sem hún þó fór út í öll í sameiningu.
Sveinbjörn, 2 störf í stoðgreinum á móti hverju starfi í stóriðju segir ekki nema hálfa söguna. Það þarf að skoða vinnumarkaðinn í heild sinni. Það er staðreynd að álverið býður nokkuð góð launakjör og önnur fyrirtæki á svæðinu hafa ekki náð að keppa um mannaflan. Því hefur álverið með þeim hætti rutt út öðrum framleiðslugreinum s.s. matvinnslu. Best er að skoða tölur um íbúafjölda en þær munu ekki verða marktækar fyrr en eftir nokkur ár þar sem áhrifa uppbyggingarinnar sjálfrar gætir enn. Í raun er mikil fólksfækkun á Austurlandi þessa stundina þar sem farandverkamenn flytja í stórum stíl af svæðinu núna þegar byggingaframkvæmdum er að ljúka.
Það sem ég á við með að fallandi gengi vænki hag Alcoa er að það lækkar launakostnað og orkukostnað fyrir Alcoa. Við sem þjóð erum ekki að hagnast á auknum útflutningsverðmætum sem sumpart skapast við fallandi gengi eins og við gerum í fiskvinnslu þar sem einu fjármunirnir sem verða eftir er raforkusalan og launakostnaður. Það er nefnilega ekki nóg að skoða bara tölur yfir veltu þegar útflutningsverðmætin eru skoðuð. Það þarf að horfa á heildarmyndina.
Einnig, ef ég man rétt var aðalrökstuðningurinn við álver á Reyðarfirði að þetta myndi skapa aukna atvinnu á svæðinu og var því fyrst og fremst byggðaaðgerð, aukin útflutningsverðmæti voru sáralítið nefnd í aðdraganda þessara framkvæmda. Endilega skoðið gögn aftur í tímann, ég er nefnilega nýbúinn að því.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:44
Það eru of margar vitleysur í þessu hjá þér þórður
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 15:00
Ég hef lesið nokkrar skýrslur eftir hagfræðinga þ.á.m. seðlabankanum, sem segja að 30% tekna sem koma til landsins úr álframleiðslu erlendra álframleiðenda er greitt í laun og arðgreiðslur á meðan 70-90% tekna af ferðaþjónustu og fiskvinnslu fá að velta um í íslenska hagkerfinu. Auk þess sem afleidd störf og margfaldaraáhrifin sem verða í ferðaþjónustu og fiskvinnslu eru miklu meiri en af álframleiðslu.Álframleiðsla er orkufrek og kostar mikið af peningum en skilur lítið eftir sig.
Álframleiðsla byggist á því að nota íslenska raforku til að vinna ál úr innfluttu súráli. Álið er síðan flutt út en lítið sem ekkert nýtt til frekari framleiðslu hérlendis. Lítill virðisauki verður hlutfallslega til við framleiðslu á áli og fyrir vikið vegur álframleiðsla tiltölulega létt í vergri landsframleiðslu. Svipaða sögu er að segja af framleiðslu á járnblendi. Lítill virðisauki verður einnig til við þá framleiðslu. Á árunum 1973–2003 var framlag áls- og kísiljárnsframleiðslu til vergrar landsframleiðslu að jafnaði 1–1,5%. Beint
framlag stóriðju til landsframleiðslu við upphaf nýrrar aldar var því heldur minna en framlag landbúnaðar. Svo sem bent var á hér að framan getur einnig verið gagnlegt að líta til þeirra margfeldisáhrifa sem tiltekin atvinnustarfsemi hefur í för með sér þegar meta á mikilvægi greinarinnar. Aðföng við stóriðju eru einkum hráefni, rafmagn og vinnuafl og því má einnig telja hluta af framlagi rafveitna til landsframleiðslu stóriðjunni til tekna. Um aldamótin 2000 var framlag veitustarfsemi, þ.e. hita-, raf- og vatnsveitna, til vergrar landsframleiðslu ríflega 3,5%. Hér vega rafveitur langþyngst, líklega tvo þriðju, og með því að láta helming af þeim virðisauka á reikning stóriðjunnar má áætla að þetta viðbótarframlag ál- og kísiljárnsframleiðslu geti numið 1,2%. Með þessari grófu nálgun má því ætla að stóriðja standi nú á bak við um 2,5% af vergri landsframleiðslu. Önnur innlend baktengsl eru væntanlega lítil ogþar sem framleiðslan er öll nýtt við framleiðsluerlendis eru svonefnd framvirk tengsl einnig óveruleg.Stóriðja hefur ekki heldur skapað mörg störf. Svo sem sjá má á mynd 4 hefur hlutfall starfa í stóriðju sem hlutfall af heildarfjölda starfa hæst farið í þrjá fjórðu hluta úr prósenti árið 1976. Hin síðustu ár hefur þetta hlutfall verið um hálft prósent.Því verður hvorki ráðið af framlagi stóriðju til vergrar landsframleiðslu né af þeim fjölda starfa sem myndast hafa í greininni að stóriðja hafi skipt einhverju höfuðmáli fyrir hagvöxt á Íslandi. Það
er einna helst ef litið er til útflutnings sem mikilvægi stóriðju verður áþreifanlegt. Fram undir 1970 voru sjávarafurðir fyrirferðarmestar í útflutningi landsmanna og enda þótt þær hafi haldið sínu sem mikilvægasta útflutningsvara landsmanna hefur útflutningur á áli dregið úr þýðingu
sjávarútvegsins. Hér verður þó að hafa í huga að útflutningur alls segir ekki nema hálfa söguna vegna þess að verulegur hluti aðfanga er einnig
fluttur inn. Við lok aldarinnar voru sjávarafurðir um 41% af útfluttum vörum og þjónustu landsmanna, þjónusta stóð á bak við 35% og hlutur áls
var tæp 12%. Fyrirsjáanlegt er að hlutur áls í útflutningi muni aukast verulega á næstu árum þegar Reyðarál verður komið í gagnið og hin
álverin tvö hafa verið stækkuð. Í grein, sem birtist í Fjármálatíðindum árið
1998, benti Páll Harðarson á að stærstan hluta þess þjóðhagslega ávinnings, sem stóriðja hefði haft í för með sér, mætti rekja til notkun vannýtra framleiðsluþátta í efnahagslægðum. Síldarkreppan skall á skömmu eftir að framkvæmdir hófust við byggingu Búrfellsvirkjunar og álversins í Straumsvík árið 1966 og þegar álverið var síðan
stækkað árin 1996–97 og nýtt álver reist á Grundartanga ríkti stöðnun í íslensku hagkerfi. Til að glöggva sig betur á mikilvægi þessara framkvæmda kann að vera rétt að skoða frekar sambandið á milli fjárfestinga í stóriðju og hagvaxtar. Svo sem sjá má á mynd 6 komu framkvæmdirnar á 7. áratugnum til á besta hugsanlega tíma og yfirleitt má segja að stórfjárfestingar í stóriðju hafi átt sér stað þegar illa áraði að öðru leyti í hagkerfinu. Þessar miklu fjárfestingar hafa þannig náð að vega á móti þeirri niðursveiflu sem ríkti á öðrum sviðum hagkerfisins á þeim tíma sem framkvæmdirnar stóðu yfir.(Að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum“
rafmagn og hagvöxtur á 20. öld
Sveinn Agnarsson, 2004)
Þrátt fyrir að heildaráhrif álbræðslu á íslenska hagkerfið séu fremur lítil,
þegar framkvæmdum sleppir eru svæðisbundin áhrif á Austurlandi um 8
milljarða króna virðisauki á ári þegar Fjarðaál tekur til starfa. Afleidd
störf frá stóriðju teljast ekki til þjóðhagslegs ábata vegna þess að þau mynduskapast hvort sem er í kringum aðrar greinar þrátt fyrir að stóriðjunnar nyti ekki við og fólkið sem flytur til staðarins til þess að vinna við störf tengd stóriðju kemur einhvers staðar frá og úr öðrum störfum.
Hreinar útflutningstekjur af einu tonni af þorski nema 10 tonnum af áli og
hver ferðamaður virðisauka á við þrjú tonn af áli. Þrátt fyrir að virðisaukningin sé fremur lág á hvert áltonn er þó um að ræða þreföldun á núverandi framleiðslugetu(við opnun fjarðaráls) en útflutningstekjur af 490 þúsund tonn af áli jafngilda útflutningstekjum af 42 þúsundum tonnum af þorski og um 145 þúsundum ferðmönnum. (frá einni af greiningardeildum bankanna)
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:48
Það er augljóst að þessi athugasemd "bjögga" er copy/paste úr a.m.k 6 ára gömlum plöggum sem ekkert er vísað í nánar. Hver notaði þessar skýrslur?
Svona athugasemdir gera það að verkum að manni langar helst til að krefjast fulls nafns athugasemdarfólks.
"bjöggi" sem ekki þorir að koma fram undir nafni hér og dembir hér inn copy/paste án þess að vísa í hvaðan það er komið, er vinsamlega beðinn um að sleppa athugasemdum hérna framvegis, á þessum nótum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 17:41
Er þetta: http://torduringi.blog.is/blog/torduringi/about/ þú Þórður Ingi?
Af hverju gerir þú ekki athugasemdir sem innskráður??
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 17:53
Nei þetta er ekki ég. Ég er Guðmundsson og er ekki með moggablogg. Byrjaði á því einu sinni en hætti svo fyrir margt löngu.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:06
Elsta heimildin er 4 ára gömul, vísa líka í það sem ég er að copy pasta, en það skiptir ekki máli. Álframleiðsla hefur ekki breyst það mikið hér á landi að það breyti eitthverju, lítil áhrif sem álframleiðslan hefur haft fyrir þjóðarbúið, hefur að vísu gert góða hluti svæðisbundið eins og kemur fram þarna hjá mér.
Hættu svo að vera svona gay út af því að þú færð ekki fullt nafn, það er bara asnalegt og breytir engu um að það sem ég var að koma á framfæri eru staðreyndir.
Það á ekki að skipta máli hver segir hlutina heldur hvað er sagt, ég var ekki dónalegur, aðeins að koma fram með staðreyndir.
En til að skapa jafn miklar útflutningstekjur af áli og við erum að fá frá ferðamönnum þurfum við að framleiða 1,5 milljón tonna á álverði fyrir 2 árum. álverð hefur verið að lækka um ca. þriðjung þannig að það er líklegt að við þyrftum að framleiða 2,25 milljón tonn af áli til að fá sömu tekjur í þjóðarbúið. Svo eru afleidd stöf og áhrif álframleiðslu lítil sem engin. Þetta hafa hagfræðingar út um allan heim verið að benda á.
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:21
Svo vísaði ég víst í heimildir, fullt nafn, ártal og nafn greinar. Að vísu vísa ég ekki í heimildna frá greiningardeildinni enda finnst mér ekki skipta máli frá hvaða greiningardeilt þetta kemur eða hvenær, þetta á að vera almenn þekking sem kemur fram þar.
Sorry en ég veit að það er fúllt að láta sýna sér svart á hvítu að maður hefur rangt fyrir sér. Ég byðst hér með afsökunnar á því að láta þér líða illa yfir því. Ég skal sleppa að benda þér á staðreyndir næst.
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:26
...er ekki allt í lagi þó það séu bara laun, skattar og önnur gjöld sem verða eftir? Allt eru það tekjur fyrir þjóðarbúið.
Páll Geir Bjarnason, 19.10.2008 kl. 19:11
Þú kannt greinilega ekki að vísa í heimildir. En það myndi svo sem ekki breyta innihaldi athugasemdar þinnar, sem er bæði grunnhyggin og röng. Það skiptir nefnilega ekki máli hvaða titil ummælandi ber, því eins og þú segir sjálfur, þá er það innihaldið sem skiptir máli.
Í þessum copy/paste pistli þínum, er talað um Reyðarálsverkefnið, en það lagðist af fyrir 6 árum síða. Gamlar og vitlausar fullyrðingar hafa tilhneigingu til að eldast illa.
Hver eru afleiddu störfin í ferðaþjónustu og fiskvinnslu? Geturðu ekki flett því upp fyrir okkur úr heimildum þínum, okkur til upplýsingar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 22:45
Aumingja Gunnar Th, og aðrir álskallar, þessi grein sagði bara frá því að allir þessir miljarðar sem álverssinnar hafa verið að margræða um og segja að væri svo gott fyrir Ísland, er tómt píp, og tími til kominn að þið farið að elska landið ykkar meira en smáaura.
Valsól (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 07:25
Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !
Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:19
Sælir. Það er greinilega þörf á að kynna til sögunnar grein úr Morgunblaðinu sem fjallar einmitt um og sýnir fram á mikið tap af þessari oflofuðu virkjun. Greinin er eftir Marínó G Njálsson sem er með blogsíðu hér. Þessi grein styður einmitt við niðurstöðu hagfræðinganna Þorsteins Siglaugssonar, dr. Sigurð Jóhannesson Zoëga hjá Hagfræðistofnun HÍ og GuðmundÓlafsson hagfræðing einnig hjá HÍ. Marinó G. Njálsson Af hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar Birt í Morgunblaðinu sunnudaginn 13. febrúar, 2000 Af hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar Fyrir 11 árum komst ég að þeirri niðurstöðu, segir Marinó G. Njálsson, að raforkusala frá Fljótsdalsvirkjun til stóriðju borgar sig ekki. ÍSLAND er óvenju ríkt af góðum virkjunarkostum. Þeir kostir, sem hafa verið í umræðunni vegna fyrirhugaðs álvers við Reyðarfjörð eru allir stórbrotnir og kalla á umtalsverða röskun á náttúru landsins. Flytja á stórfljót dala á milli, grafa göng í gegnum holt og hæðir og dreifa möl um heiðar og dalverpi. Allt á að gera þetta í nafni byggðastefnu og til að tryggja um 500 manns atvinnu og 2000 til viðbótar lífsviðurværi. Heildarkostnaðurinn við þessar virkjunarfræmkvæmdir hleypur á milljarða tugum ef ekki hundruðum. Þegar slíkar tölur eru uppi á borðinu vaknar sú spurning hvort þetta borgi sig yfir höfuð. Hver er arðsemin af þessari framkvæmd? Landsvirkjun hefur sagt að tekjur umfram rekstrarkostnað virkjananna séu áætlaðar á bilinu 2 til 3 milljarðar króna. Ekki er tekinn inn í útreikninga Landsvirkjunar kostnaður vegna annarra þátta eða tekjutap vegna skerðingar á útivistargildi svæðanna og minnkandi aðdráttarafli fyrir ferðamenn. Ekki allt gull sem glóir Ekki eru allir sammála því að hagnaður verði af þessu brölti. Nýlega birtist í Frjálsri verslun grein eftir Sigurð Jóhannesson, hagfræðing, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að 13 milljarða króna tap verði af Fljótsdalsvirkjun. Í útreikningum sínum notar Sigurður tölur úr ársreikningum Landsvirkjunar og setur sér ákveðnar arðsemiskröfur og gengur út frá tilteknu raforkuverði til stóriðju. Líkt og Landsvirkjun tekur hann ekki inn í útreikninga sína kostnað eða tekjutap vegna landsgæða sem tapast. Landsvirkjun hefur mótmælt niðurstöðum Sigurðar. Forstjóri Landsvirkjunar þorir að vísu ekki að segja annað en að Sigurður reikni rétt en noti bara vitlausar forsendur. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur kemst að líkri niðurstöðu í útreikningum sem hann birtir á heimasíðu sinni. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið 16. desember að hann hafi byrjað útreikninga sína með það í huga að Fljótsdalsvirkjun væri arðbær, en honum til mikillar furðu varð niðurstaðan á allt annan veg. Ég var mjög glaður að sjá skrif Sigurðar og Guðmundar vegna þess að fyrir 11 árum komst ég að sambærilegri niðurstöðu, þ.e. að raforkusala frá Fljótsdalsvirkjun til stóriðju borgar sig ekki. Á þeim árum var ég við nám við Stanford háskóla í Kaliforníu í fræðum sem heita aðgerðarannsóknir (operations reserach). Lokaverkefni mitt var reiknilíkan sem var ætlað að líkja eftir virkjanakerfi landsins. Líkanið tók á samspili framboðs og eftirspurnar á raforku og áhrif þess á raforkuverð. Í heilt ár velti ég fyrir mér öllu mögulegu og ómögulegu varðandi áform Landsvirkjunar. Á þeim árum var verið að virkja Blöndu og hafði hún verið tekin fram yfir Fljótsdalsvirkjun í mikilli óþökk við Austfirðinga. Búið var að fullhanna virkjanir kenndar við Sultartanga, Fljótsdal, Vatnsfell og Villingarnes, stækkun á Búrfellsvirkjun og fimm stig Kvíslaveitna. Einnig voru vangaveltur um útflutning á raforku um sæstreng og umfangsmikla uppbyggingu orkufreksiðnaðar. Allar upplýsingar um stofnkostnað, rekstrarkostnað, raforkuverð, rennsli fallvatna, burðargetu raforkukerfisins og spár um raforkunotkun voru fengnar frá Landsvirkjun og Orkustofnun. Ég gat því tekið inn í líkanið allar helstu stærðir sem þurfti til að reikna út hagkvæmni og arðsemi virkjananna, þó svo að það hafi ekki verið aðalmarkmiðið heldur að finna út hagkvæmustu virkjunarröð. Ég hafði mér til ráðgjafar prófessor Allan Manne við Stanford háskóla, sem hefur meðal annars verið ráðgjafi Alþjóðabankans í orkumálum sem og ríkisstjórna víða um heim. Meginforsendur líkans míns, fyrir utan ofangreindar tölulegar upplýsingar og spár, voru að raforkuverð ákvarðaðist af langtímajaðarkostnaði afls (MW) og orku (GW stundir) og að það verð sem kaupendur voru tilbúnir greiða liti sambærilegri verðteygni og viðgekkst í Noregi á þessum árum. Verðteygni lýsir vilja orkukaupandans að greiða uppsett verð þó forsendur breytast hjá honum. Þannig er í flestum samningum við stóriðju sett inn ákvæði um að raforkuverð breytist með heimsmarkaðsverði á afurðum. Út úr þessu öllu kom það sem heitir ólínulegt bestunarlíkan sem túlkaði tengsl framboðs og eftirspurnar á þremur tímapunktum, þ.e. 1995, 2005 og 2015, miðað við ólíkar spár um orkueftirspurn og röð virkjana. Niðurstöður útreikninga minna komu mér virkilega á óvart. Mér hafði alltaf fundist sjálfgefið að virkjanir væru með því hagkvæmasta sem við Íslendingar leggðum fyrir okkur. Líkan mitt sýndi því miður að ýmsar nýjar virkjanir reyndust vera á mörkunum að borga sig. Kvað svo rammt við, að oft sýndi líkanið að eini hagur ríkisins af virkjunum og stóriðjuverum tengdum þeim væru skattar starfsmanna og uppsöfnunaráhrif vegna launa þeirra. Tekið skal fram að líkan mitt reyndi ekki að taka á uppsöfnunaráhrifum vegna þjónustu við stóriðjuverin. Ein af þeim virkjunum sem fékk falleinkunn var Fljótsdalsvirkjun. Ég sendi Landsvirkjun afrit af ritgerðinni minni, en einu viðbrögðin þaðan voru"að alltaf eru þessir háskólanemar að rífa sig" Á þeim tíma fannst mér það ekki vera í mínum verkahring að reyna frekar að opna augu Landsvirkjunar eða ráðamanna fyrir þessum staðreyndum. Auk þess voru þessi áform lögð til hliðar einu sinni sem oftar vegna skorts á áhuga erlendra fjárfesta. Tekið skal skýrt fram að mjög margar forsendur hafa breyst frá því ég lauk verkefni mínu árið 1988. Hönnun Fljótsdalsvirkjun hefur verið breytt, þannig að í dag er miðað við 210 MW virkjun í stað 252 MW. Stofn- og rekstrarkostnaður hefur hækkað sem og gengi Bandaríkjadals (úr um 36 kr í 73 kr). Stækkun Búrfellsvirkjunar hefur verið tekin frá, ef svo má segja, til að uppfylla aukna eftirspurn á almennum markaði. Uppbygging orkufreksiðnaðar hefur verið hraðari en áætlanir gerðu ráð fyrir og fyrirhugað álver á Reyðarfirði gæti orðið mun stærra en mestu stórhuga dreymdi á þessum árum. Arðsemi er lykilorðið Ég er ekki að segja, að við eigum ekki að reisa stórar virkjanir og freista þess að fá til landsins erlenda fjárfesta sem vilja nýta þá orku sem við höfum upp á að bjóða. Langt því frá. Við eigum endilega að leita eins margra leiða til að styrkja stoðið efnahagslífs okkar og kostur er. Ég tel aftur á móti eðlilegt, að sá aðili, sem nýtir auðlindir landsins, greiði sanngjarnt gjald fyrir raforkuna og að stjórnvöld setji það háar kröfur um arðsemi, að tekjur fari ekki eingöngu í að greiða niður lán á afskriftartíma heldur skili líka viðunandi tekjum í ríkissjóð. Einnig, að hver virkjun fyrir sig beri sig án tekna frá öðrum hluta raforkukerfisins. Með þessu er tryggt, að kaupendur raforku til stóriðju fái hana ekki niðurgreidda af eldri virkjunum, sem hafa verið að fullu greiddar upp. Umhverfisáhrif Það er önnur hlið á virkjunaráformum Landsvirkjunar. Það eru hin neikvæðu áhrif, sem fyrirhugaðar vatnsaflsvirkjanir hafa á náttúru landsins. Ósnortnar víðáttur eiga að skerðast mikið, mynda á uppistöðulón, sem breyta ásýnd landsins og sökkva friðlendum fugla og dýra svo eitthvað sé nefnt. Ekki eru allir eins hrifnir af þessari hlið og telst ég til þeirra. Náttúra Íslands er of dýrmæt til að leggja hana í fljótfærni undir virkjanir sem auk þess er vafasamt að skili okkur viðunandi arði. Ég fór um sum þessara svæða með foreldrum mínum sem barn og vonast til að geta farið þangað með mín börn innan fárra ára. Það er réttur allra Íslendinga, óháður búsetu. Norðmenn hafa komist að því, að þeir gengu of langt með vatnsaflsvirkjanir sínar. Í Morgunblaðinu 11. október 1998 er haft eftir Erlend Grimstad, pólitískum ráðgjafa orku- og olíumálaráðherra Noregs, að það hafi orðið hugarfarsbreyting hjá Norðmönnum. Þar í landi vilja menn ekki lengur virkja virkjananna vegna, heldur verði að gæta hófs og viðurkenna verðmæti náttúrunnar. Áður voru virkjanir reistar eins og pólitískir minnisvarðar, en bæði Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forstætisráðherra og Eivind Reiten fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs hafa viðurkennt að of langt hafi verið gengið og þegar hafi verið búið að eyðileggja of mikið af fallegum fossum. Lærum af reynslu Norðmanna og forðumst mistök þeirra. Við eigum einnig ýmsa fleiri kosti eins og jarðhita, vindafl og sjávarföllin. Á Reykjanesi einu eru lítið nýtt háhitasvæði með virkjanlega orku upp á margar Fljótsdalsvirkjanir. Aðrar leiðir til að styrkja byggð Ég þykist vita að stjórnvöld bera hag landsmanna fyrir brjósti þegar þau vinna að áformum um virkjanir og stóriðju. En fyrst að hægt er að setja milljarðatugi í virkjanir, sem samkvæmt útreikningum Landsvirkjunar sýna ekki arðsemi upp á nema 4 - 5 % má velta því fyrir sér hvaða arðsemi væri hægt að fá út úr ferðaþjónustu, ef hún fengi sömu milljarðatugi til afnota. Hvað með hugbúnaðariðnaðinn eða líftæknistarfsemi? Líklegt er að allir þessir þrír geirar gefi mun meira af sér fyrir mun minni pening. Fyrrverandi viðskiptaráðherra kynnti á síðasta ári hugmyndir um alþjóða viðskiptastofnun á Íslandi. Hvernig væri að iðnaðarráðherra semji við viðskiptaráðherra um að láta miðstöð þessarar stofnunar vera á Austurlandi eða fara í samstarf við viðskiptabankana um að opna útibú verðbréfafyrirtækja sinna þar? Viðskiptaráðherra stjórnar ennþá meirihluta hlutafjár í Landsbanka og Búnaðarbanka og það tekur stuttan tíma og þarf ekkert umhverfismat til að opna slíka starfsemi. Óhófleg áhætta Með álveri í Reyðarfirði á að stofna til 250 starfa við álverið og kannski annað eins í þjónustu við það. Bera Austfirðir svona mikla fjölgun starfa á stuttum tíma? Hvað gerist ef Norsk Hydro dregur lappirnar í þessu máli eins og Atlantsál-hópurinn gerði á sínum tíma? Verður þá tap á Fljótsdalsvirkjun í fleiri ár eins og Blönduvirkjun? Hver borgar það tap aðrir en almennir notendur? Landsvirkjun mun þegar hafa lagt út 3 milljarða vegna undirbúnings virkjunarinnar og hún muni vilja þá peninga til baka. Var ekki stofnað til þess kostnaðar vegna væntanlegrar kísilmálmverksmiðju, sem aldrei varð, eða var það vegna álvers Atlantsáls-hópsins sem leist ekkert á Austfirðina. Iðnaðarráðherra talar um að Landsvirkjun eigi skaðabótakröfu á ríkið verði hætt við Fljótsdalsvirkjun. Hvort er væntur skaði meiri fyrir skattgreiðendur eða raforkunotendur? Vel á minnst: Lög um Landsvirkjun meina fyrirtækinu að greiða raforku til stóriðju niður með of háu verði til almennings. Hvernig gengur það upp ef virkjað verður vegna álvers sem aldrei kemur eða verður lokað eftir 15 ár eins og iðnaðarráðherra hefur gefið í skyn? Vöndum vinnubrögð Alþingi hefur þegar samþykkt þingályktunartillögu fyrrverandi iðnaðarráðherra og þingmenn eru búnir að missa af tækifærinu til að krefja ráðherra og Landsvirkjun um ítarlegri upplýsingar. Ég er sammála formanni Framsóknarflokksins að skipulagsstjóri á ekki að taka ákvörðun um hvort virkjað verði eða ekki. Það er pólitísk ákvörðun. En skipulagsstjóri hefur faglega þekkingu til að tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar um umhverfisáhrif virkjunar og álvers verði dregnar fram í dagsljósið. Gefið honum tækifæri til að vinna sitt verk og takið síðan pólitíska ákvörðun í framhaldi af því. Ef Norsk Hydro gefst upp á biðinni, þá hefur þegar komið fram að eigendur Norðuráls eru tilbúnir til viðræðna. Er það stefna núvernandi ríkisstjórnar að virkja hvað sem það kostar? Austfirðingar vilja ekki ölmusu úr höndum Bjarkar Guðmundsdóttur og félaga. Nei, það skal setja hundruð milljarða í að tryggja búsetu á svæði sem hefur spjarað sig ágætlega til þessa. Mun ódýrara væri að styrkja við bakið á þeim fyrirtækjum, sem eru á staðnum, stuðla að uppbyggingu smáfyrirtækja og notfæra sér veðursæld og útvistargildi svæðisins til að laða þangað fleiri ferðamenn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.10.2008 kl. 10:53
Hættið nú þessu copy/paste úr eldgömlum greinum sem fjalla ekki einu sinni um Kárahnjúka né verksmiðju Alcoa. Reynið nú aðeins að
"upp date-a"ykkur
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 11:49
Þessi sýnir svo vel blekkingarleik Landsvirkjunar og er því í fullu gildi hvað það varðar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.10.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.