Ég fékk afar ánægjulegt símtal í gær frá Mats Wibe Lund, ljósmyndara og átti við hann um 20 mínútna langt samtal. Ástæðan fyrir símtalinu var sú að hann rakst inn á blogg-síðuna mína og sá þá að hausmyndin á blogginu, af Vattarnesi í utan- og sunnanverðum Reyðarfirði er eftir hann. Ég hafði reyndar ekki hugmynd um það, ég hafði nappað henni af einhverri austfirskri ferðamálasíðu.
Hann tók það strax fram að hann væri ekki að hringja í mig til þess að rukka mig fyrir afnot af myndinni, heldur sárnaði honum að sjá hana þarna í svona lélegri upplausn. Hann væri alveg til í að lána mér afnot af myndinni, en þá vildi hann helst að ég fengi hana frá honum í þeirri upplausn sem myndinni sæmdi. Ég þakkaði honum kærlega fyrir þetta og síðan spjölluðum við um ýmislegt í sambandi við ljósmyndun og fyrir mig, amatör -ljósmyndarann og áhugamann um slíkt til margra ára, var þetta eins og fyrir unglings grúpp-píu að fá að tala við poppgoðið sitt.
Heimasíða meistarans: http://www.mats.is/fotoweb/ er sérlega vel úr garði gerð, með aðgengilegt viðmót til leitar að stöðum sem hann hefur myndað á undanförnum áratugum.
Þegar ég skoðaði forsíðuna á heimasíðunni, vakti athygli mína mynd af skjannhvítri strönd í mynni dals sem ég kannaðist ekkert við. Þegar ég færði bendilinn yfir myndina, sá ég að þetta var Hvestudalur fyrir Vestan, dalnum sem fyrirhuguð olíuhreinsistöð á að vera í. Almennt séð er ég hlyntur því að fólk fái að nýta þau atvinnutækifæri sem í boði eru, sérstaklega á landsbyggðinni, en þegar ég horfði á þessa hvítu strönd og umgjörð hennar, þá gat ég ekki varist þeirri hugsun að það hlyti nú að vera einhver annar staður fyrir vestan sem mætti koma slíkri atvinnustarfsemi fyrir.
Ég tók þessa mynd af heimasíðu Mats með góðfúslegu leyfi hans.
Hvað verður um þetta dásamlega listaverk ef þarna rís olíuhreinsistöð? Þarna virðist vera aðdjúpt við sandströndina og væntanlega yrði þessi hvíta perla eyðilögð með hafnarframkvæmdum. Vestfirðingar verða að finna annan stað en þennan fyrir olíuhreinsistöð sína. Orðin "ómetanleg náttúruperla" hafa löngum verið vanvirt af öfgasinnuðum náttúruverndarsinnum, en mér dettur samt engin önnur orð í hug.
Mats Wibe Lund er klárlega einn besti og afkastamesti ljósmyndari þjóðarinnar og engin er svikin af heimsókn á síðuna hans.
Flokkur: Menning og listir | 17.10.2008 (breytt 18.10.2008 kl. 14:54) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trumps vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
Athugasemdir
Hehe, ~reyðferzgi~ álfurstinn beygður til náttúruverndar.
Svona gera nú bara eðalmenni einz & Mats.
Steingrímur Helgason, 17.10.2008 kl. 23:49
Það er nú ekki hægt annað en að dást að þessu, sammála?
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 23:54
Flestir staðir eru náttúruperlur þegar sjónarhornið og birtan er rétt. Myndin er flott, ég hef ekki komið þarna en vestfirðingar hljóta að hafa tilfinningu fyrir sínu umhverfi.
Sú náttúrperla sem mér finnst hafa verið eyðilögð við stóriðjuframkvæmdirnar á austurlandi er að svipuðum toga og myndin, það er liturinn sem var á Lagarfljótinu.
Magnús Sigurðsson, 18.10.2008 kl. 08:57
Vertu velkominn í hóp fólk með athygli fyrir umhverfi sínu Gunnar.
Ég hef aldrei skilgreint mig í neinn öfgahóp og er oft ósammála öðrum sem berjast fyrir náttúruernd vegna alhæfinga og tilfinningabyggðra yfirlýsinga.
En svona er bara málið, við hrífumst af einhverju og erum tilbúin til að leggja það á okkur að berjast fyrir tilvist þess.
Hvort sem að það er náttúra eða ál. Auður gegn auði?
Baldvin Jónsson, 18.10.2008 kl. 10:32
Mats er flottur og hef ég notað myndir frá honum í bæklinga þó svo að það séu orðin mörg ár síðan. Hann á heiðurinn af því að mynda landið kerfisbundið úr lofti lengur en elstu menn muna :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.10.2008 kl. 10:44
Flott af Mats!
Auðvitað er enginn til í að fórna algjörum náttúruperlum og vissulega er fallegt í þessum firði. Síðastliðið sumar ók ég til Ísafjarðar og var bergnuminn af fegurð Vestfjarða.
En ansi eru þeir margir firðirnir á Vestfjörðum og má ég hundur heita ef ekki finnst einhver brúklegur fjörður fyrir olíuhreinsunarstöð, ef það er það sem Vestfirðingar vilja! Við verðum einnig að skilja að fólk úti á landi lifir ekki af loftinu og það gerir reyndar ekki heldur fólk á Akranesi, Hafnarfirði eða á Reykjanesinu, þótt stutt sé í höfuðborgina!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.10.2008 kl. 11:36
Baldvin, ég hef alltaf talið mig hafa ágæta tilfinningu fyrir umhverfinu. Svona hlutir eru auðvitað smekksatriði og ekkert annað. Það sem einum finnst ómetanlegt, finnst e.t.v. öðrum ómerkilegt.
Þó það sé mín skoðun að þessu megi ekki fórna, þá dettur mér samt ekki í hug að reyna að troða þeirri skoðun minni upp á aðra. En það er samt einlæg og persónuleg skoðun MÍN að þessu eigi að hlífa. Ef meirihluti Vestfirðinga, sem væntanlega þekkja þetta svæði manna best, og/eða meirihluti þjóðarinnar er sammála um að þarna megi rísa olíuhreinsistöð, þá mun ég sennilega ekki mæta á Austurvöll til að mótmæla því.
Ég trúi ekki öðru en finna megi annan stað undir starfsemina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 14:43
Velkominn í hóp þeirra sem finnst fráleitt að setja upp olíuhreinsistöð í Ketildölum. Ég hef farið margsinnis um Noreg endilangan og einnig um stóran hluta stranda Grænlands. Vestfirðir eru ekki jafnokar þessara fjarða að stærð en mér sýnist þrennt á Vestfjörðum geta verið einstakt á heimsvísu: Fuglabjörgin þrjú, Ketildalir og Drangaskörð.
Að velja olíuhreinsistöð stað í Hvestudal er til marks um algert skeytingarleysi fyrir því hverju menn ætla að fórna. Svona álíka eins og að setja upp risajarðvarmavirkjun á Þingvöllum.
Ég er nýkominn úr sérstakri myndatökuferð til Ketildala vegna olíuhreinsistöðvarinnar og þakka þér fyrir að upplýsa um þessa góðu ljósmynd Mats, vinar míns.
Ómar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 21:16
Mats hefur alltaf haft auga fyrir umhverfinu og veit hvers virði það er.
Haraldur Bjarnason, 19.10.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.