10 menn fóru á bar og fengu sér bjór og reikningurinn hljóðaði samtals upp á 10.000 kr. Þeir ákváðu að skipta reikningnum á milli sín í samræmi við tekjur þeirra. Útkoman varð svona:
- Fjórir fyrstu (þeir tekjuminnstu) borguðu ekkert.
- Sá 5. borgaði 100 kr.
- Sá 6. borgaði 300 kr.
- 7. borgaði 700 kr.
- 8. borgaði 1.200 kr.
- 9. borgaði 1.800 kr.
- Og 10. (sá tekjuhæsti) borgaði 5.900 kr
Allir voru sáttir við þetta fyrirkomulag og þeir hittust á barnum á hverju kvöldi alla vikuna. Barþjónninn var ánægður með viðskiptin og ákvað að gefa þeim 2.000 kr. afslátt, þannig að heildar reikningurinn hljóðaði upp á 8.000 kr. Hópurinn vildi halda borgunarsysteminu áfram, þannig að afslátturinn hafði engin áhrif á fyrstu fjóra. Þeir drukku áfram frítt. En hvað með hina sex - þá sem borguðu? Hvernig áttu þeir að skipta á milli sín 2.000 kr. afslætti, þannig að allir fengju réttlátan hlut?
Þeir áttuðu sig á því að 2.000 deilt með 6 var 333 kr. á mann, en ef þeir drægju þá upphæð frá, þá myndu fimmti og sjötti maðurinn fá borgað fyrir að drekka bjór!
Barþjónninn hlustaði á mennina rökræða þetta og kom þá með hugmynd, að réttlátast væri að draga frá reikningi hvers og eins sem borgaði, í svipuðu hlutfalli og í upphaflega samkomulaginu.
Þannig að:
- 5. maðurinn, eins og fyrstu fjórir, borgaði ekkert (100% sparnaður)
- 6. maðurinn borgar 200 kr.í stað 300 (33% sparnaður)
- 7. maðurinn 500 í stað 700 (28% sparnaður)
- 8. maðurinn 900 í stað 1.200 (25% sparnaður)
- 9. maðurinn 1.400 í stað 1.800 (22% sparnaður)
- 10. maðurinn 4.900 í stað 5.900 (16% sparnaður)
Allir sex græddu á þessari tilhögun og fyrstu fjórir héldu áfram að drekka frítt. En þegar þeir komu út af barnum eftir bjórinn, fóru mennirnir að bera saman sparnað sinn.
"Ég fékk bara 100 kr. af þessum 2.000 kr.", sagði 6. maðurinn. Hann benti á 10. manninn og sagði "En hann fékk 1000 kr.!"
"Já, það er rétt!", sagði 5. maðurinn, "Ég fékk líka bara 100 kall! Það er ósanngjarnt að hann fái 10 sinnum meira en ég.
"Þetta er rétt!", segir þá 7. maðurinn, "Hví ætti hann að fá 1.000 kr. til baka þegar ég fæ bara 200 kall!? Þessir ríku hirða alltaf gróðan!".
"Hei, bíðið nú rólegir", sögðu þá fyrstu fjórir. "Við fengum ekki krónu. Þetta kerfi er að sniðganga þá fátæku!".
Níu menn umkringdu nú þann tíunda og börðu hann til óbóta.
Kvöldið eftir mættu allir á barinn, nema sá tíundi, hann sást hvergi svo hinir níu settust niður og fengu sér bjór. En þegar borga átti reikninginn, uppgötvuðu þeir mikilvægt atriði. Þeir áttu ekki fyrir reikningnum.
Og þessi dæmisaga, herrar mínir og frúr, er nákvæmlega eins og skattkerfið okkar virkar. Þeir sem borga hæstu skattana, fá mest út úr skattalækkunum. Ef við skattleggjum hina tekjuháu of mikið, er hættan sú að þeir drekki bara erlendis, þar sem andrúmsloftið er vinalegra í þeirra garð.
Þeir sem skilja þessa dæmisögu, þurfa ekki frekari útskýringar.
Þeir sem ekki skilja hana, fá ekki frekari útskýringar.
Jói pípari heitir Samuel og skuldar skattinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
Athugasemdir
Mjög góð dæmisaga! Á vel við ákkúrat núna, segi ég.
Lady Elín, 17.10.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.