Ögmundur Jónasson sagði um daginn að nú heyrðist ekkert í Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, nú þegar kapitalisminn riðar til falls. Jæja, Ögmundur getur tekið gleði sína á ný því Hannes var í Mbl. viðtali þann 4. okt. sl. og það er fróðlegt að vanda, sjá HÉR En það er sjálfsagt eins og að skvetta vígðu vatni á kölska að sýna sumum kremlarkommum þetta viðtal.
Hannes segir m.a. í viðtalinu:
"Það er fáránlegt að dæma heilt hagkerfi eftir því hvort nokkrum kapítalistum hlekkist á. Við þurfum að gera greinarmun á kapítalismanum og kapítalistunum sem eru auðvitað mistækir, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þegar hann er spurður hvort heimurinn horfi nú upp á skipbrot kapítalismans í alþjóðakreppunni sem skellur á heimsbyggðinni".
Er kreppan núna kapítalistum heimsins að kenna?
"Ég held að það sé ekki beinlínis hægt að kenna þeim öllum um. Þeir eru mistækir eins og gengur. En kapítalisminn snýst ekki um kapítalistana, heldur árangur sjálfs kerfisins. Margir eru núna með réttu að hneykslast á græðginni. Sumir kapítalistar hafa vissulega sýnt græðgi. En græðgi er þáttur í mannlegu eðli sem við getum ekki breytt með predikunum heldur eigum við miklu heldur að tryggja að græðgin verði öðrum til góðs og það gerir hún við frjálsa samkeppni þar sem menn þurfa að leggja sig fram um að fullnægja þörfum annarra betur og ódýrar en keppinautar þeirra. Græðgin er ekkert að hverfa. Aðalatriðið er að nýta kapítalistana til góðs".
Í lok viðtalsins er eftirfarandi:
Nú ert þú dyggur sjálfstæðismaður. Óttastu ekki að þjóðin telji sjálfstæðismenn hafa brugðist í efnahagsmálum og refsi flokknum í næstu kosningum?
Ég er enginn spámaður. Ef þú vilt heyra spár verðurðu að snúa þér til sumra samkennara minna í Háskólanum sem koma sjálfsöruggir og sigurvissir fram í sjónvarpsfréttum á hverju kvöldi og spá fyrir um framtíðina af sinni miklu fullvissu eins og Nostradamus á sínum tíma. Í hremmingum eins og þessum er aukaatriði, hvort menn eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn. Í hremmingum eins og þessum eigum við öll að vera Íslendingar.
Ég á voðalega erfitt með að vera ósammála þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.10.2008 (breytt kl. 16:50) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Hvað hefði Hannesinn sagt ef eitthvert kommatetur hefði látið út úr svona grútarbræðslurök?
"Við þurfum að gera greinamun á kommúnismanum og kommúnistum sem geta verið mistækir"
Það yrði löng ræða.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2008 kl. 16:51
Nefndu eitthvert kommúnistaríki sem hefur vegnað vel. Ef þú getur það, þá skildi ég þessa athugasemd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 19:33
Ekki var ég að halda því fram heldur þvert á móti og benda á hve barnaleg rök Hannesar voru. Kommúnistar trúðu því að kerfið sitt (eins og Hannes sitt) væri fullkomið, afmarkar þess og gallar voru teknir út á þeim sem áttu að framkvæma það en gátu ekki. Rétt eins og Hannes sem færir þessi rök fyrir því sem ekki gengur upp.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2008 kl. 22:25
Ég hef hvergi séð Hannes halda því fram að kapitalisminn sé gallalaus, aðeins það besta sem við höfum. Auk þess sem isminn og istinn er ekki það sama. Það er erfiðara að halda því sama fram um kommúnismann, einfaldlega vegna þess að hann hefur aldrei sýnt sparihliðina sína, enda ómögulegt þar sem hann stríðir gegn mannlegu eðli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2008 kl. 00:11
Nefndu eitt fasistaríki sem hefur vegnað vel. Það er í raun það sem er verið að innleiða hjá okkur inn um bakdyrnar.
Fór í dag og sagði mig úr Flokknum, skjalfest stimplað og undirritað. Takk Davíð og Geir, fyrir að eyðileggja, ekki bara flokkinn heldur þjóðarbúið!
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.