Ég sá einhversstaðar þunglyndi skilgreint þannig að það væri reiði án ástríðu.
Það var í fréttum um daginn að mikil aukning hafi orðið á komum sjúklinga á geðdeildir undanfarnar vikur og er efnahagsástandinu kennt um. Ég dreg það ekki í efa því það hlýtur að vera hrikaleg lífsreynsla að sjá ævisparnaðinn hverfa á nokkrum vikum og enda svo jafnvel gjaldþrota í kjölfarið. Ástandið er auðvitað geðsjúkt á Íslandi í dag og spurning hvort allir sem taka þátt í að leysa vandann séu "normal". Stór hluti íslensku þjóðarinnar getur ekki beðið eftir að ástandið breytist til batnaðar, það þarf að gerast eitthvað mjög fljótlega. En til þess að lyfta umræðunni á aðeins léttara plan, þá rifja ég upp einn gamlan og góðan brandara sem eflaust margir kannast við.
Stjórnmálamaður kom eitt sinn í heimsókn á geðsjúkrahús. Hann leit inn til sjúklinganna með yfirlækninum og sá að þeir voru í mjög mismunandi ásigkomulagi og sumir virtust bara vera alheilbrigðir. Stjórnmálamaðurinn spyr þá lækninn hvernig hann meti hvort sjúklingurinn sé orðinn heilbrigður eða ekki. Læknirinn sýnir honum þá baðkar sem hann segist fylla af vatni og rétta svo sjúklingnum teskeið, kaffibolla og skúringafötu og segir honum svo að tæma baðkarið.
"Ég skil", segir stjórnmálamaðurinn, "ef hann notar fötuna þá er hann semsagt orðinn heilbrigður".
"Nei", segir læknirinn, "ef hann tekur tappann úr baðkarinu, þá er hann heilbrigður".
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.10.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sakaruppgjöf fyrir glæp sem enginn má vita hver er
- Verða strandveiðarnar næstar?
- 20. janúar 2025
- Frábær innsetningarræða Trump
- Ranghugmynd dagsins - 20250120
- Orkuver út á sjó
- I wish I was in Dixie
- Fyrsta nýja Tungl ársins 2025
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Flokkur Fólksins hefur aðlagað sig að stefnumálum Samfó og Viðreisnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.