Slegið á puttana á Davíð

Sennilega hefur aldrei í sögunni verið slegið á puttana á Davíð Oddsyni á opinberum vettvangi eins og Þorgerður Katrín gerir. Samkvæmt spunameisturum hatursmanna Davíðs þá á menntamálaráðherra sér ekki viðreisnar von eftir þetta. Hún getur bara pakkað saman og farið að rukka fyrir Intrum.

Spunameistararnir segja að gjörningurinn í sambandi við Glitni hafi verið gjörningur Davíðs og einskis annars annars. Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi ekki haft neitt ákvörðunarvald í málinu, heldur aðeins verið ráðgjafi. Þrátt fyrir að seðlabankastjórarnir séu 3 en ekki Davíð einn. Hvernig í ósköpunum er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að Davíð ráði öllu þegar fjöldi manns kemur að ákvarðanatökunni?

  


mbl.is Seðlabankastjóri þekki sinn stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Þarna er ég algerlega sammála þér. Mér finnst þessar umræður í raun vera móðgun við alla þá sem komið hafa að þessu. Halda menn virkilega að Davíð stjórni allri ríkisstjórninni? Þetta má þá vera aum ríkisstjórn...

ÖSSI, 3.10.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband