Hefur ekki Geir Haarde verið að segja undanfarið að staða íslensku bankanna sé sterk og engin hætta á að þeir rúlli yfir?
Jæja, nú er búið að redda Glitni, er þá ekki tími til að fagna... efna til veislu og bjóða Elton John eða einhverjum flottum til að spila dinnermúsik yfir svignandi veisluborðum.
Glitnir hefði farið í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 29.9.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Athugasemdir
Já þetta er frelsið í hnotskurn.
Merkilegt nokk að í gegnum tíðina hefur þessi flokkur Sjálfstæðis í landinu staðið vörð fyrir því að frelsið fái að njóta sín. Þegar harðnar á dalnum koma þessir plebbar skríðandi eins og kjölturakkar til að fá klapp á kollinn fyrir að hafa gert mistök. Þetta er dæmigert fyrir auðvaldið í þessu landi. Þeir hefðu átt að leyfa þessum vesalingum að fara á hausinn og taka afleiðingum eigin gjörða. Það vakna upp ótal spurningar þegar svona gerist í landi þar sem ekki er hægt að borga hinum almenna verkamanni sómasamleg laun. Hver eru skilaboð þessarar ríkisstjórnar til almennings til launþega, verkalýðfélaga og allra þeirra aðila sem eru að ramba á barmi gjaldþrots. Það er mikil skítalykt af þessu máli rétt eins og þegar Ríkið var alltaf að hlaupa til og bjarga Flugleiðum á sínum tíma með alskonar bjargráðum.
Ég vil þess stjórn burt, vil að Samfylkingin þrukkist út því hún hefur ekki gert annað en fægja stóla í þingsölum til þessa. Við þurfum fólk sem gerir hlutina og um leið og ég segi það getur Geir H áttað sig á því að þetta er örugglega ekki ein af þeim leiðum sem menn hafa verið að tala um til að koma fjármálunum í lag að koma inn í eitthvað fyrirtæki bara til að hygla vinum og vandamönnum sem ekki stóðu sig í stykkinu.
Það þarf líka að skoða alla þessa kaupréttarsamninga sem gerðir hafa verið hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum og rifta þeim öllum og þetta pakk borga til baka það sem það hefur verið að stela frá almenningi þessa lands.
Bestu kveðjur meðan reiðin er í lágmarki.
Baldvin BaldvinssonBaldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:42
Var ekki Lárus Glitnis stjóri í Silfri Egils fyrir viku að segja að Glitnir stæði vel og enginn Íslensku bankanna væri í þjóðnýtingarþörf?
Maðurinn laug.
Og nú hefur hann verið ráðinn aftur vegna góðra kosta ásamt stjórnarformanninum Þorsteini Má sem kennir nú ríkinu um þjóðnýtinguna en ekki eigin aumingjaskap. Manni sem úthúðaði skipstjóra sínum í talstöðina, yfir allan flotann, fyrir að fara að lögum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 12:53
Skandallur í farvatninu - bíddu bara!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.9.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.