Það var hlegið mikið að Al Gore þegar hann sýndi myndir af druknandi ísbjörnum en það þótti sýnt að þær myndir voru ekki sannleikanum samkvæmar. Einhverjum dytti í hug að ísbirnirnir færðu sig um set þegar ísa leysti, eins og þeir hafa gert áður í töluverðan tíma, en greinilega ekki þessu áhyggjufulla fólki sem CNN vitnar í.
Kassie Siegel, starfsmaður hjá Miðstöð líffræðilegs fjölbreytileika (Center for Biological Diversity) er sú sem vitnað er í. "Miðstöð líffræðilegs fjölbreytileika"! Hvað ætli séu mörg svona apparöt sem stofnuð hafa verið á undanförnum árum og eiga allt sitt undir að mála ástandið eins dökkum litum og mögulegt er? Eiga allt sitt Í djúpum vösum opinberra sjóða.
"Ísinn á Norðurskautinu hjálpar til við að stilla og tempra loftslagið víða í heiminum," Segir Siegel þessi. Ég man ekki eftir að sýnt hafi verið fram á þetta með neinum rannsóknum og tölum, ekki það að ég rengi það að pólarnir hafi áhrif á veðurfar á jörðinni.
Einnig segir í fréttinni: "Vísindamenn hafa fylgst með ísnum sl. fimmtíu ár með aðstoð gervihnatta. Sjávarlíffræðingar og veðurfræðingar telja að þær breytingar sem orðið hafa á ísbreiðunum á síðustu áratugum ógnvænlegar".
Ég hef nú lengi staðið í þeirri trú að ekki hafi verið fylgst náið með ísnum með gerfitunglum nema í 29 ár en ekki 50. En 50 er náttúrulega flottari tala, ekki spurning.
Hvítabirnir ráðast gegn hver öðrum sökum hungurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 24.9.2008 (breytt kl. 13:20) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hringrásarslef
- Hvergi talað um að banna hvalveiðar
- Hin ljúfsáru jól
- Næsti landlæknir kemur ekki til með að búa að reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hótanir, Málsbætur??????
- Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins 2024
- 48 dagar
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
Athugasemdir
Vonandi heldur áfram að hlýna. Þetta fer að verða verulega spennandi þróun
Ísmagnið á norðurslóðum var reyndar ívið meira í ár en í fyrra. Sjá http://nsidc.org/arcticseaicenews . Það kemur vel fram á ferlinum sem er hægra megin á síðunni.
Í fréttinni er talað um að ísinn sé í "sögulegu lágmarki". Sagan nær reyndar ekki lengra aftur en til 1979. Fyrir þann tíma eru ekki til gervihnattamælingar. Eða, eins og segir á NSIDC síðunni "The Arctic sea ice cover appears to have reached its minimum extent for the year, the second-lowest extent recorded since the dawn of the satellite era".
Ágúst H Bjarnason, 24.9.2008 kl. 13:37
jámm, ég fer einnig varlega í að trúa því að við séum að skapa þennann gróðurhúsa-"vanda".
Birgir Hrafn Sigurðsson, 24.9.2008 kl. 15:20
Takk fyrir þetta Ágúst.
Eflaust hafa athafnir mannanna einhver áhrif, en kannski ekki eða sáralítil. Nú vilja sumir meina að lítilsháttar hitastigshækkun kalli á keðjuverkun á losun gróðurhúslofttegunda og er þá metan úr jarð og setlögum nefnt til sögunnar.
Það sem mér finnst hins vegar ógnvekjandi í allri þessari umræðu, er það hverjir stjórna henni. Það eru ekki olíufélögin eins og margir vilja halda fram, heldur alheimsklíka vísindamanna sem eru 99% í vinnu hjá opinberum aðilum. Jafnvel þó við gefum okkur að þeir hafi sitthvað til síns máls þá eru hagsmunatengslin augljós. EF þessir vísindamenn blása af heimsendaspánna, þá missa þeir vinnuna, sumir hverjir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2008 kl. 16:38
Ég vildi bara segja hér að ég er 100% sammála Ágústi hér að ofan. Svo vil ég bæta við, að hér í Noregi er loftlagshysterían komin út fyrir öll velsæmismörk fyrir löngu. Fólk á að hafa samviskubit ef það sleppir einum fret, hvað þá annað. Pólitíkusarnir hér sjá sér leik á borði og leggja á almenning allskyns nýjar álögur undir því yfirskini að peningana eigi að nota til að vernda umhverfið. Það hefur nú enginn hér orðið var við það ennþá.....
Dómsdagsspár hafa lengi verið góður " business " fyrir spámennina. Það á líka við í dag.
Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.