Mig langar til þess að biðja ykkur um að taka þátt í léttum leik með mér. Þið ykkar sem eigið börn sem eru 7 ára og yngri, eða umgangist börn á þeim aldri, vinsamlegast spyrjið þau eftirfarandi spurningar og biðjið þau að íhuga svarið vel;
Af hverju notum við bílbelti?
Verið tilbúin með blað og blýant til þess að rita niður orðrétt svar barnsins. Ekki reyna að fegra orðavalið á nokkurn hátt, einföld málnotkunn barnshugans gefur okkur heiðarlegasta svarið og þó að svarið virðist í fyrstu vera úr takti við spurninguna, þá gæti leynst í því gullkorn sem vert er að halda til haga.
Svörin megið þið skrifa í athugasemdardálkinn eða senda mér á astagunni@simnet.is og ég mun birta þau athyglisverðustu hérna á blogginu.
Ég hef áhuga á að koma með fleiri svona spurningar tengdar umferðinni á næstu vikum og mánuðum og fá "feedback" frá ykkur. Hver veit nema ég noti svör ykkar, þ.e. barnanna ykkar, í lokaverkefni mitt í ökukennaranáminu. Ég er þegar farinn að líta sterklega til forvarna og fræðslustarfs innan grunnskóla í umferðarmálum, sem innihald lokaverkefnisins, því að þar held ég að séu sóknarfæri í bættri umferðarmenningu "..hér á landi á", eins og skáldið sagði.
Upp með blað og blýant! Reynið nú einu sinni að vera til gagns á þessu blogg-hangsi ykkar!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Hér kemur óritskoðað svar minnar sem er tæplega 9 ára:
"-Er það svona seat-belt?" Já. "Það er svo ef við lendum í svona crach þá meiðum við okkur ekki. Við viljum ekki fara til Guð í bílslysi."
(Þess má geta að svarandinn er sjálfskipuð beltalögga á okkar heimili og hún sér til þess að allir séu vandlega festir áður en bíllinn tekur af stað.)
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.9.2008 kl. 12:23
Flott, gott svar í bankann
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2008 kl. 17:15
Þetta átti að vera crash... en það varð smá brain crash þarna eins og stundum hendir þegar Helgan er in a hurry...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.9.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.