Vissuð þið kæra hjólafólk.....?

Það er yndislegt að hjóla, sérstaklega í góðu veðri, en mér skilst að það sé líka ágætt í vondu.... svona þegar maður hefur vanið sig á það.

En veit fólk almennt:

..... að börn undir 7 ára aldri mega ekki vera ein á hjóli á akbraut, en börnin mega vera á hjóli á akbraut ef þau eru í fylgd einstaklings sem er 15 ára eða eldri.

..... að gangsstéttir og gangstígar eru ekki hannaðir fyrir hjólreiðar. Hjólreiðamenn fá hins vegar víðast hvar að nota þessar samgöngur gangandi vegfarenda en gangandi vegfarendur fá ekki að nota hjólreiðastíga.

Hjólreiðamenn! Sýnið gangandi vegfarendum tilhlýðilega virðingu... og gangandi vegfarendur sömuleiðis..... sýnið hjólreiðamönnum hversu liprir þið getið verið, þegar þið víkið ykkur fimlegaa undan þeim á göngustígunum.

Hjólreiðamenn missa sig stundum í áhuga sínum.

 

 


mbl.is Hjóladagur fjölskyldunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Ágætis áminning /fræðsla hjá þér :-)

Morten Lange, 20.9.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband