Það hefur sennilega verið tæknileg mistök hjá Árna að kæra Agnesi. Hann hefur séð það eftir á að þetta yrðu töluverð fjárútlát fyrir hann. En það sem var enn verra fyrir hann er sú staðreynd sem hlýtur að hafa blasað við við honum og lögfræðingi hans, að Agnes hefði aldrei verið dæmd sek fyrir ummæli sín. Enda hvernig er það hægt fyrir að segja sannleikann? Og það að Agnes yrði dæmd sýkn saka, hefði í raun verið staðfesting á því að allt sem hún sagði var satt og rétt.
Kannski hefur kæran, og nú að draga hana til baka verið "P.R. stunt" hjá Árna. En það eru líka tæknileg mistök. Tæknin er alltaf eitthvað að stríða Árna greyinu.
Árni kom sér í alla sína ógæfu, einn og óstuddur. Ef menn vilja skreyta sig með svona hálstaui, þá er alltaf hætta á tæknilegum mistökum
Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 946199
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Að gefa öðrum tíma
- Í tilefni af EMBÆTTIS-INNTÖKU Trumps, sem að mun fara fram í dag :
- Vildi liðsinni frá ESB
- Kristrún slær úr og í með ESB, grefur sér gröf
- Ungar lesbíur vilja ekki karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, og segjast vera lesbía
- Handtaka blaðakonu varpar ljósi á þúsundir 'gleymdra' erlendra fanga í Íran
- Merkir tímar. Merkur dagur.
- Framkvæmd kosninga
- Pæling!
- Samfylking hefur kjósendur að fíflum
Athugasemdir
Þessi færsla er sennilega tæknileg mistök af þinni hálfu. Hvernig rökstyðuru það að niðurstaðan fyrir dómi yrði sú að Agnes yrði sýknuð?
Ég fæ ekki betur séð en að almenn hegningarlög fjalli mjög skýrt um svona atvik eins og ummæli Agnesar í garð Árna á þá eftirfarandi grein:
238. gr. Ekki er heimilt að færa fram í máli út af meiðyrðum sönnur fyrir refsiverðum verknaði, sem sá, er þeirri sök er borinn, hefur verið sýknaður af með fullnaðardómi í opinberu refsimáli hér á landi eða erlendis.
Hafi maður, er sætt hefur refsidómi fyrir einhvern verknað, síðar öðlast uppreist æru, er ekki heimilt að bera hann framar þeim sökum, og leysir sönnun því ekki undan refsingu, er svo stendur á.
Ég held að þú ættir að sjá sóma þinn í að kynna þér málin betur áður en þú ferð fram á ritvöllinn með svona fullyrðingar. Myndlíkingin þín er ósmekkleg en ef menn kjósa að nota slíkar líkingar gæti hún ekki síður átt við um þær fullyrðingar sem þú setur fram hérna í pistlinum þínum.
Tæknin virðist líka vera að stríða þér örlítið líkt og Árna því að með hjálp hennar hefðiru auðveldlega getað aflað þér upplýsinga um hvort að ummæli Agnesar væru hugsanlega lögbrot, en þú hefur að mér sýnist ákveðið að trúa því sem þú hélst í staðin fyrir að kanna málin.
Eigðu góðar stundirAddi (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 19:17
Ég er nú ekki löglærður maður addi, en ert þú það? Í fyrrihluta lagagreinarinnar sem þú vitnar í er talað um aðila sem er sýknaður. Árni var dæmdur sekur. Í seinni hlutanum er talað um að ekki sé hægt að ákæra og sakfella menn oftar en einu sinni fyrir hvern glæp.
Agnes var ekki að ákæra Árna fyrir neitt, heldur talaði hún um að hann væri dæmdur glæpamaður. Árni VAR dæmdur og það er ekki bannað samkvæmt lögum að minnast á það.
Árni laug og Árni stal, það er engin ástæða til að gleyma því þó óheimilt sé að refsa honum eða kæra aftur fyrir það mál. Ef Árni hefði sýnt einhvern vott af iðrun, þá væri þetta "Agnesarmál" ekki til. Mál hans fyrnist aldrei í augum mikls meirihluta þjóðarinnar. Árni ber alfarið ábyrgð á því sjálfur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 22:12
Til frekari útskýringar á lagagreininni þá bendi ég á að hún er í þeim kafla laganna sem fjallar um Ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs og það að þessi grein fjalli um að kæra einhvern er misskilningur.
Fyrri málsgreinin á við um dæmi eins og þetta:
X var kærður fyrir kynferðisbrot en sýknaður fyrir dómi. Þú kallar hann nauðgara opinberlega og ræðst þar með að æru hans með ólögmætum hætti þar sem hann hafði áður verið sýknaður af broti sínu.
Önnun málsgreinin:
X var kærður fyrir fjársvik og hlaut fyrir það dóm, tók út sína refsingu og hlaut síðar uppreisn æru. Þú kallar hann fjársvikara opinberlega og ræðst þar með að æru hans með ólögmætum hætti þar sem hann hafði hlotið uppreisn æru, þrátt fyrir að þú getir sannað að hann hafi gerst sekur um fjársvik leysir það þig ekki undan refsingu fyrir ærumeiðingarnar.
Þessi grein fjallar alls ekki um hvort megi kæra menn tvisvar fyrir sama brot eður ei, slíka grein er að finna í lögum um meðferð opinberra mála.
Það er sorglegt ef að meirihluti þjóðarinnar, eins og þú fullyrðir, geti ekki virt lagalegan rétt hans til þess að kveðja fortíðardraugana og halda áfram fram á veginn. Lögin eru leikreglurnar í samfélagi fólks og sjálfsagt hefur þótt ástæða til að skjalfesta reglur um atvik sem þessi til þess að undirstrika hversu ómannúðlegt það er að velta einhverjum uppúr sömu drullunni aftur og aftur og aftur. Það eiga allir skilið annað tækifæri, ekki satt?
Árni Johnsen skrifaði grein í morgunblaðið á sínum tíma þar sem hann bað þjóðina afsökunar á misgjörðum sínum og sagðist iðrast þeirra.
Afhverju segir þú að hann hafi ekki sýnt vott af iðrun?
Addi (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 01:40
Einmitt, fyrri liðurinn getur ekki fjallað um Agnes vs. Árni og seinni liðurinn tekur ekki á því hvort megi segja að einhver hafi verið dæmdur eða ekki. Agnes sagði að hann væri dæmdur glæpamaður. Hún sagði ekki að hann væri þjófur né að hann væri mútuþægin, heldur einungis að hann hefði verið dæmdur fyrir það, er það ekki annars rétt hjá mér?
Það dæmir auðvitað hver fyrir sig um afsökunarbeiðni Árna í Morgunblaðinu. Í mínum huga gengur ekki upp að biðjast afsökunar á misgjörðum sínum og segjastt iðrast þeirra í einu orði en tala svo um tæknileg mistök og ósanngirni í sinn garð í öðru. Ég fullyrði að meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis.
En ég tek alveg undir það hjá þér að allir eiga skilið annað tækifæri, svo framarlega sem þeir iðrast og betrumbæta sig. Þeir sem ekki gera það, verða að hugsa sinn gang aðeins lengur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.9.2008 kl. 03:39
Bendi á nýja skoðanakönnun hér til hliðar. Verður kannski einhver vísbending um afstöðu þjóðarinnar. A.m.k. þeirra sem lesa þetta blogg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.9.2008 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.