Ég, virkjanafíkillinn

Mér finnst svolítið sérstakt að hefja undirskriftasöfnun undir nafnleynd. Í sjálfu sér get ég alveg kvittað undir svona yfirlýsingu, en hvað er ég að segja með undirskriftinni. Hvað er skynsamleg nýting náttúruauðlinda?

Ég vil helst fá að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig. T.d. var verið að nefna Bjallavirkjun um daginn og þó mér hafi fundist yfirlýsing umhverfisráðherra út í hött um þær bollaleggingar, þá er ég ekki tilbúinn að taka afstöðu til þess máls strax. Fyrst þarf ég að kynna mér það betur hver raunverulegur ávinningur þeirrar framkvæmdar er og hver fórnarkostnaðurinn er. En ég efast samt um að upplýsingar um það mál frá umhverfisverndarsamtökum verði marktækar. Þau hafa komið óorði á umhverfisvernd með óvönduðum og ýktum áróðri, sem er afar sorglegt.

 


mbl.is Vilja nýta orkuauðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú um að gera að slátra fiskinum rétt áður en hann "hrygnir" því fólki finnst svo gott að fá hrogn og lifur og svo með tíð og tíma eigum við að hætta fiskveiðum því það verður að vera eitthvað eftir fyrir hvalinn til þess að éta, þá má ekki gleyma því að maðurinn er kjötæta það verður að koma honum fyrir kattarnef, því hann er kjötæta því kjötætur stuðla að hlýnun jarðar.  Þetta er boðskapurinn hjá "Náttúruverndar-Ayatollunum" og "Soyjalatteliðinu".  Hvað er eiginlega í gangi í heiminum.  Svo kemur Umhverfisráðherra í sjónvarpinu og "vælir" og óskapast yfir hugmyndum um virkjanir en það kemur ekki múkk frá henni vegna efnistöku ofan við Seljalandsfoss, vegna Bakkafjöruhafnar.  Vantar ekki einhverja samhæfingu í öll hennar störf?

Jóhann Elíasson, 8.9.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi uppnefni eiga reyndar stundum alveg rétt á sér.... eins og "virkjanafíkill"

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 19:03

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það kæmi mörgum náttúruverndarsinnanum á óvart hvað Alcoa er að gera í sambandi við umhverfismál víða. En "sinnarnir" hafa engan áhuga á að kynna sér það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband