Dóttir mín er á 3. ári í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Verkefnið hjá henni í ensku 503 þessa dagana er að gera ritgerð um pólitískan mun á Demókrötum og Repúblikönum í bandarískum stjórnmálum. Tilefnið eru forsetakosningarnar sem framundan eru. Nemendur þurfa að flytja ritgerðina í fyrirlestrarformi fyrir bekkinn og síðan eiga að vera umræður á eftir. Punktarnir sem kennarinn er að fiska eftir, eru eftirfarandi:
- Hvaða máli skiptir það fyrir restina af heiminum, hver vinnur forsetakosningarnar?
- Finna youtube myndband sem lýsir frambjóðendunum best.
- Hver er skoðun þín?
Hverskonar fjárans verkefni er þetta eiginlega? Það er e.t.v. í lagi að biðja nemendurna að gera einhverskonar fræðilega úttekt á muninum á stefnuskrám þessara tveggja flokka, en þetta lyktar af pólitískum njósnum. Og þetta er enska 503!
Ég ætla mér að mótmæla þesari ósvinnu strax eftir helgina.
Flokkur: Menntun og skóli | 5.9.2008 (breytt kl. 23:05) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Dekrað við nauðgara í fangelsi
- Pæling III
- Bætt úr húsnæðisvanda heimilislausra: Sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- Bæn dagsins...
- Orðalag og skynjun almennings
- Sjálfstæði kommúnistaflokkurinn toppar siðleysið
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
Athugasemdir
Meira bullið alltaf í þér Árni. Gerirðu þér grein fyrir því hversu heimskuleg kommentin þín eru? Ertu meðvitaður um hve vitlaus þú ert?
Annars er ég sammála þér Gunnar. Þetta er ekki merkilegt verkefni og kemur ensku voðalega lítið við...
Sigurjón, 5.9.2008 kl. 23:20
Þetta er ekki mjög vitrænt innlegg hjá þér Árni og eiginlega bara móðgandi, eða var það kannski tilgangurinn?
Mér finnst fyrsti liðurinn svolítið lúmskur og sá síðasti dónaskapur, af þessum þremur punktum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 23:40
Innihaldið var ekki alveg jafn vandað...
Sigurjón, 6.9.2008 kl. 00:00
Ok, ég tek þessu sem gríni hjá þér Árni. Þér er fyrirgefið
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 00:29
Þetta verkefni á frekar heima í stjórnmálafræði en alls ekki í ensku. Annars er ég á því að öll verkefni sem fá nemendur til þess að hugsa sjálfstætt séu til góðs.
Stórefa það að kennarinn sé að gera tilraun til þess að kristna sína nemendur stjórnmálalega ef svo væri myndi ég allavega sem kennari gera tilraun til þess að færa þetta verkefni þá eitthvað nær Íslandi.
En þetta eru eingöngu hugleiðingar um það hvaða hugsun gæti verið á bak við þetta verkefni kennarans.
Pétur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 01:00
Það er bara hætta á að umræðan verði einlit og þeir sem eitthvað spá í pólitík í bekknum munu hafa vinninginn í þrætubókarlistinni. Dóttir mín t.d. hefur aldrei spáð neitt í pólitík og svo er einnig um flestar vinkonur hennar. Ég er ekki að segja að það sé jákvætt, nema síður sé. En hún á ekki að fá pólitískt uppeldi í ensku 503.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 01:07
Rétt er það. Ég las Aninal farm eftir George Orwell í bókmenntaensku og komst að því að sú bók er hápólitísk. Það er samt spurning hversu langt á að ganga í þessu. Held satt best að segja að ómögulegt sé að komast í gegnum framhaldsnám án þess að pólitík komi eitthvað við sögu.
Pétur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 14:44
Þegar ég var í 2. bekk í gaggó (Hagaskóla), þá var kennd kristinfræði (sic!). Kennarinn var séra Árelíus Níelsson. Hann neitaði að notast við þær bækur sem voru lögbundnar en hafði samið bók sjálfur um kristin fræði og hét hún "Leiðarljós".
Á einu skyndiprófinu var spurning: "Hver er fegursta setning sem rituð hefur verið?"
Hann kenndi trúarjátninguna svona (úrdráttur): "........upprisu dáinna og eilíft líf, amenn" (Opinber trúarjátning ríkiskirkjunnar var: "......upprisu dauðra og eilíft líf, amen") Svo útskýrði hann að maður myndi aldrei segja "amma mín er dauð" heldur myndi maður segja: "amma mín er dáin".
Núna skilst mér að ríkiskirkjan hafi núna opinberu útgáfuna: "upprisu mannsins og........." Í KFUM var það "upprisu holdsins og...." (er það ekki bannað: "að rísa hold?")
Séra Jón Thorarensen sem fermdi mig og bekkjarsystkin mín sagðist ekki munu ferma okkur nema við segðum "dauðra" því "dáinna" væri bull og vitleysa. Þarna lentum við í "pólítískum" deilum tveggja preláta. Tvær útgáfur af trúarjátningunnu, önnur til að fá að fermast og næla sér í fyrsta sjússinn og hin til að ná í góða einkunn í skólaprófum. Það er ekki öll vitleysan eins.
Gunnar Th; Veist þú: "hver er fegursta setning er sem rituð hefur verið?" - eða ætlar þú að falla á kristinfræðiprófi?
Kær kveðja, Björn bóndiïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 7.9.2008 kl. 18:32
Sem fulltíða einstaklingur myndi ég neita að svara svona bull spurningu og ég myndi hvarta yfir kennara sem spyrði hennar. Sem krakki hefði ég sennilega látið þetta yfir mig ganga
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 20:21
Það er einmitt málið Gunnar. Krakkarnir láta ýmislegt yfir sig ganga sem fullorðnir myndu aldrei gera. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar fylgist með því sem troðið er í kollinn á börnum þeirra í skólum. Kennarar eru mjög misjafnir og slæmur kennari getur eyðilagt stóran hluta af lífi nemandans.
Mér sýnist á öllu að þú sért vandaður faðir sem fylgist með því sem dóttir þín er látin taka trúanlegt. Ég hvet þig til að gagnrýna kennarann augliti til auglitis, án þess að vera reiður samt...
Sigurjón, 7.9.2008 kl. 23:54
Takk fyrir þetta Sigurjón, vel mælt
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.