Dauðans bull

Ward Hunt-íshellan hefur brotnað mikið. "Alls hefur um fjórðungur af íshellunum sem verið hafa landfastar við Ellesmere í þúsundir ára nú brotnað".

Á öðrum stað í sömu frétt segir:

 "....og hefur minnkun hafíss þar í sumar aðeins einu sinni mælst meiri þau 30 ár sem gervihnattamælingar hafa verið gerðar"...,

Það þarf nú engan kjarnorkueðlisfræðing til að sjá hversu arfavitlaus þessi heimsendafrétt er.


mbl.is Íshellur brotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er örugglega bara auglýsing eða þá teiknimynd eða bara framhaldssería á SkjáEinum og við getum bara haft það notalegt með pzzu og kók heima í sófa

G (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Gunnar, þú kannski útskýrir fyrir okkur hvers vegna þessi frétt er svona arfavitlaus að þínu mati.

Hvað er t.d. svona ótrúverðugt við þennan vísindamann?

Pétur Kristinsson, 3.9.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur t.d. áður verið hlýrra á jörðinni og/eða svipað og nú.

Það hefur ekki verið fylgst nákvæmlega með Norður-Íshafinu, fyrr en 1979.

Sem sagt.... menn vita ekkert hvernig hefur verið umhorfs þarna áður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Sko, þúsundir ára? Hvaðan hafa þeir þær heimildir?  Og þeir tala einungis um 30 ár sem gerfitunglamyndir hafa verið.

Þetta er arfavitlaust. !

Jón Á Grétarsson, 4.9.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Menn hafa verið að bora í þennan ís til þess að fá upplýsingar aftur í tímann þannig að þetta er ekki rétt hjá þér. Það hefur ekki eingöngu verið stuðst við gerfihnattamyndir til þess að koma með þessa frétt.

Pétur Kristinsson, 4.9.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Líklegasta skýringin á svona löguðu er að tunga af hlýjum sjó kemur aðvífandi. Þatta kemur alltaf fyrir annað slagið.

Hinn 5. desember árið 1932 var grein í The New York Times um “feat, accomplished for the first time” ... "circumnavigation of Franz Josef Land". Fjallað er um sama leiðangur  ´í  tímaritinu Nature.

"MOSCOW, Nov. 25 (Science Service, by mail). -- The circumnavigation of Franz Josef Land, heretofore regarded as impossible, has been accomplished by a Soviet expedition in a small auxiliary sailing craft, thanks, it is said, to a heat wave that started in Florida in 1928, and after creeping along with the Gulf Stream for four years reached the Polar Sea this year..."


Ágúst H Bjarnason, 4.9.2008 kl. 06:31

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í dag liggur ísbreiða að Frans Josef landi eins og sést á myndinni. Leiðangursmenn hefðu ekki átt eins auðvelt með að sigla mhverfis það í ár eins og árið 1932.

 

Zoomað inn:

 

Ágúst H Bjarnason, 4.9.2008 kl. 07:02

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Ágúst.

Það sem ég á við Pétur, er að á undanförnum árhundruðum og árþúsundum hafa komið hlýskeið og kuldaskeið. Hlýskeiðið núna er ekkert einsdæmi og ekki það hlýjasta eins og sumir vísindamenn halda fram og þeir vita ekki nákvæmlega hvernig umhorfs hefur verið á norðurslóðum á fyrrverandi hlýskeiðum, þó vissulega megi bora í ísinn og skoða aldur hans.

Allt ber að sama brunni varðandi "man made" hlýnunina hjá þeim heittrúuðu. Sumir vísindamenn "lifa" á því að viðhalda þeirri katastrófu-ímynd sem tekist hefur að skapa. Finnst ykkur það ekki umhugsunarvert?  

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 10:15

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessi frétt er bara hálf skrifuð. Hérna er tengill á upprunalegu greinina. Þarna er eiginlega bara verið að segja frá mælingum, sá sem þíðir greinina grípur á lofti það sem vísindamaðurinn segist telja að sé orsökin og setur framm sem niðurstöðu hans.

http://www.reuters.com/article/environmentNews/idUSN0350519420080903?pageNumber=3&virtualBrandChannel=10218&sp=true

Guðmundur Jónsson, 4.9.2008 kl. 10:53

10 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það er rétt að hlýskeið og kuldaskeið hafa komið og farið og ýmsar skýringar á því sjálfsagt. En ískjarnaboranir hafa hinsvegar sýnt að þetta sem nú er að gerast gerist margfalt hraðar en áður og í beinu samhengi við það þegar að iðnbyltinginn hófst og þar af leiðandi eru menn að tengja þetta við okkar gjörðir.

Það eru ekki allir að tala um einhverja catastrophu en worst scenario possible lítur svo sannarlega ekki vel út fyrir komandi kynslóðir og meðan að menn geta ekki útilokað þann möguleika verðum við að taka hann alvarlega, ekki satt?

Pétur Kristinsson, 4.9.2008 kl. 11:13

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Scientists say the shelves, which contain unique microscopic ecosystems that have not yet been studied",

"More and more, we're realizing that it is microscopic life that really dominates the biodiversity of planet Earth ... we really need to understand what that biodiversity is,"

Hvað er vísindamaðurinn að fara með þessu? Jú, honum vantar peninga til að rannsaka þetta allt saman náið og hann veit að þá peninga fær hann ekki frá einkaaðilum. Djúpir vasar almannasjóðanna er líklegri til að gefa eitthvað af sér, en þá þarf að viðhalda heimsendaspánni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 11:24

12 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þarna er kannski vandamál þessarar heimsmyndar sem við búum við í hnotskurn. Það er lítið af vísindavinnu í gangi sem skilar ekki arði, þ.e. kapítalismi og grunnvísindavinna fara ekki saman. Þetta hugarfar sést greinilega hjá íslenskri erfðagreiningu þar sem að Kári hefur sagt í viðtölum hversu óhagkvæmt það er að vinna lyf gegn einhverjum tilteknum sjúkdómi vegna þess hversu fáir þjást af honum.  Í rauninni er hann líka þar með að brjóta Hippókratesareiðinn en það er kannski túlkunaratriði.

Vandamál vísinda í dag er tvíþætt að mínu mati. 1). Menn eru ekki tilbúnir að líta út fyrir þann ramma sem eðlisfræðin hefur sett þeim og vil ég meina að það sé ástæða þess að ekkert breakthrough hefur orðið í langan tíma.

2). Stórfyrirtæki eru farnar að stýra niðurstöðum eftir þeirra hentugleika. Sem dæmi voru tóbaksfyrirtækin með menn á sínum snærum til þess eingöngu að slá ryk í augu þeirra sem vissu um skaðsemi tóbaks. Í dag er mest mark takandi á þeim sem stunda akademískar rannsóknir og jafnvel hugsjónarmönnum sem eru ekki að hugsa um budduna sína.

Pétur Kristinsson, 4.9.2008 kl. 11:47

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mestu framfarirnar í vísindum hafa orðið á stríðstímum. Þegar raunverulegt neyðarástand skapast, þá fer allt í gang.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 12:10

14 identicon

Það er með ólíkindum hversu auðvelt það er að hrekja þessi "Global Warming" "vísindi".  Ég las fyrir um 18 árum í Newsweek að mig minnir að sú staðreynd að miklu minna hefur verið um stóreldgos á plánetunni okkar sl 200 ár eða svo heldur en samsvarandi tímabil þar á undan aftur til ársins 3-400 ekr. hafi miklu meira með hlýnunina að gera heldur en þau áhrif sem við höfum.  Tekið var dæmi um Etnu minnir mig og talið til að í stórgosi í því fjalli gefi meira magn gróðurhúsavaldandi lofttegunda á hverri klukkustund heldur en mannkyn hafi valdið frá upphafi iðnbyltingar.

Hitastigið á Íslandi hefur einhverntíman verið all nokkru hærra en það sem við búum við í dag, sbr hálf steingerða birkitrjástofna (áætlaðir 2000+ ára gamlir minnir mig) sem eru miklu sverari en á stærstu birkitrjám sem vaxa hér í dag.  Ég held að það ætti að stofna trúflokk sem heitir "Hnattræn hlýnun".  Boðorðin 10 þar;  1.  Þú skalt ekki leysa vind.  2. .......

Kveða,

M.

Matti (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:13

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Matti, þessi vísindi eru ansi götótt finnst manni stundum en það má helst ekki gagnrýna það, því þá verða sumir svo reiðir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 11:32

16 Smámynd: Pétur Kristinsson

He he, það er aðeins eitt stórgos á undanförnum 500 árum sem hafði talsverð áhrif á veðurfar á eftir og það er gosið í lakagígum. Verðum að passa okkur í því sem við lesum í Newsweek og slíkum sneplum um vísindi. Yfirleitt greinar skrifaðar af amatörum sem túlka hlutina vitlaust eða setja niðurstöður eða spekulation í æsifréttastíl.

Hins vegar erum við að horfa á mun hraðari hlýnun núna en á undanförnum hlýskeiðum og sú hlýnun er í beinu samhengi við þegar að iðnbyltinginn komst á fullt swing. Segir okkur eitthvað, ekki satt. Eins og staðan er í dag og sést á umræðum um þetta þá er ekkert fullsannað í þessum málum og þar liggur öxin grafinn. En flestir eru sammála um það að mannkynið þurfi að taka til í sínum málum og hvað er að því? Að lifa í sátt við móður náttúru tryggir komandi kynslóðum góðan heim til þess að lifa í en ekki heim sem búið er að þurrka upp flestar auðlindir jarðar. Það er heimur stríða, hungursneiða og sjúkdóma. Þetta þarf ekkert endilega að vera rétt sýn á framtíðina en viljum við taka áhættuna? Þetta er spurningin sem við þurfum að vera að spyrja okkur.

Pétur Kristinsson, 5.9.2008 kl. 14:04

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mengunarvarnir og almenn meðvitund um umhverfismál er að sjálfsögðu af hinu góða. En ég vil ekki láta einhverja laumu-kommúnista sem hata kapitalismann og öllu sem honum fylgir, stjórna því hvernig þessir hlutir verða tæklaðir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 15:48

18 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ég vildi óska þess að málið væri svona einfalt en svo er ekki. Þetta mál snýst ekki um hægri eða vinstri pólítík en hugsun marga um að svo sé kemur í veg fyrir eðlilega umræðu um þetta mál. Ég er hægrisinnaður en geri mér grein fyrir stærri heimsmynd en Marx og Adams teiknuðu upp.

Það eru hleypidómar að stimpla alla þá sem hugsa á þennan veg sem e-k kommúnista. Víðsýni og kommúnismi fara ekki saman ekkert frekar en víðsýni og blindur kapítalismi.

Pétur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 01:12

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kapitalismi er bara frjáls viðskipti. Hvað getur verið blint við það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 01:16

20 Smámynd: Pétur Kristinsson

Rétt er það en hann er ekkert að fara saman við sambúð við móður jörð eins og staðan er í dag? Það eru flestir sammála um að of mikið frelsi sé í rauninni ekkert frelsi eins og svo mörg dæmi sanna frá US of A.

Pétur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 14:54

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Náttúruvernd er sjónarmið sem getur verið í ágætri sambúð við hvaða pólitík sem er. Vinstrimenn hafa samt eyrnamerkt sér þær hugsjónir sem er alveg skelfilegt. Þeir klæða forsjárhyggjuna í fallegan búning og veiða fullt af atkvæðum út á það.

Reglur og lýðræði er aðalsmerki kapitalismans. Réttlæti og mannúðarsjónarmið líka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband