Vandræði hjá knattspyrnuliði Fjarðabyggðar

David Hannah, til vinstri, er hættur sem þjálfari og...Lítil stemning hefur mér fundist fyrir Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar þetta sumarið. Ófáir leikir hafa farið fram hjá mér hér eystra, einfaldlega vegna þess að mér finnst þeir auglýsa leikina illa. Víða má sjá hvernig knattspyrnufélög auglýsa heimaleikina með stórum spjöldum á búkka við fjölfarna vegi en ekkert slíkt hef ég enn séð hér ,þó ég sé búinn að minnast á slíkar auglýsingaaðferðir við menn sem viðriðnir eru liðið.

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Frammara var hér þjálfari í fyrra og gerði mjög góða hluti með liðið en þegar hann fór þá tók hann einhverja góða leikmenn með sér. Lítil landsbyggðarlið meiga illa við slíku.

Fallhættan er kannski ekkert yfirþyrmandi en er þó vissulega fyrir hendi. Staðan í deildinni:

  1. ÍBV                   19 15  1  3  39:12  46
  2. Selfoss             19 12  4  3  47:32  40
  3. Stjarnan           19 11  5  3  39:20  38
  4. Haukar             19  8  3  8  34:35  27
  5. KA                    18  7  5  6  26:21  26
  6. Víkingur            19  6  5  8  27:27  23
  7. Víkingur Ó.       19  5  8  6  18:26  23
  8. Þór                   19  6  3 10  26:37  21
  9. Fjarðabyggð   19  4  8  7  29:34  20
10. Leiknir R.          18  4  5  9  22:35  17
11. Njarðvík            18  3  5 10  20:37  14
12. KS/Leiftur         18  1  8  9  15:26  11


mbl.is Hannah hættur með lið Fjarðabyggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

Já eitthvað gengur þetta illa hjá okkar mönnum núna, við skulum bara vona að þeir fari nú ekki að falla niður um deild þetta árið og komi sprækir sem læki mep nýjan þjálfara á næsta tímabili!

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, 30.8.2008 kl. 16:28

2 identicon

Þetta er farið að minna mann á KVA tímabilið

Torfi (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gaman að sjá að þú ert farin að blogga Rannveig! Go girl!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband