Við þekkjum öll dæmi um að ágætisfólk sem reynt hefur fyrir sér á hinum sjálfstæða vinnumarkaði, hefur orðið að gefast upp og misst jafnvel allt sitt í kjölfarið. Það væri skrítið fyrir barnmarga fjölskyldu sem komin er á götuna, að sjá einhverja allt aðra meðferð á öðru fólki í sömu sporum, jafnvel þó það sé fatlað.
Maðurinn skuldar 600 þúsund í vörsluskatt, sem þýðir að hann hefur innheimt 3 miljónir án þess að borga neitt af þeim. Fjármögnunarfyrirtækið hefur viljað vera á undan ríkissjóði að hirða vélarnar, svona er þetta bara.Er ekki mögulegt að þessi hetjulega barátta bóndans til að vera bjargálna sé einfaldlega að mistakast og réttast sé fyrir hann að snúa sér að einhverju öðru?
Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.8.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Að taka pokann sinn
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
Athugasemdir
Við viljum engin forréttindi en krefjumst jafnréttis á við aðra í þjóðfélaginu. Varðar það jafnrétti þá til allra hluta. Mentun, atvinnutækifæri, aðgengi að húsnæði, samgöngum svo eitthvað sé nefnt.
Við erum aldrei forréttindahópur fyrr en jafnréttinu er náð.
Þakka þér samt umhyggjuna.
Guðjón
Formaður MND félagsins
Guðjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:19
Fatlaðir hafa ekki sömu möguleika og aðrir til að bjarga sér og örorkubætur til skammar. En á tímum græðgisvæðingar kemur þetta ekki á óvart. Allt skal reiknað í krónum og aurum.
Bryndís (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:20
Góðan dag; Gunnar !
Fremur kalt; viðhorf þitt, gagnvart þessum ágæta Rauðsending. Gætum við; ég og þú, verið eins harðsnúnir, í lífsbaráttunni, byggjum við, við þá miklu fötlun, sem hrjáir Ástþór, Gunnar minn ? Ég held; varla.
Þér væri nær; að skrifa um það lið, sem mergsýgur okkur öll,, sjálftökuhóp vina þinna, í Sjálfstæðisflokknum, sem og víðar.
Það er aumt; að vega að liggjandi fólki, Gunnar minn, og þér lítt til fremdar, sem öðrum þeim, sem iðka hið sama.
Skoðum aðstæður fólks; áður en við höggvum til þess, að ósekju. Nóg er samt, ofríki valdhafanna í innheimtunni, til fóðrunar broddborgara þeirra, sem við hin berum uppi, óverðskuldað.
Með ærið þunglegum kveðjum, úr Árnesþingi, í Austfirðingafjórðung /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:21
Takk fyrir innleggið Guðjón. Tek heilshugar undir þetta hjá þér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 14:21
Svo sannarlega hafa fatlaðir ekki sömu möguleika og aðrir, það segir sig sjálft. En þegar fólk getur ekki borgað vörsluskatt, þá er eitthvað ekki að virka. Ég sá þennan mann í þættinum Út og Suður í ríkissjónvarpinu og það er magnað hvað maðurinn er harður af sér. En því miður þá sýnist mér að þetta sé ekki að ganga upp hjá honum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 14:26
Þetta er þvílíka þvælan hjá þér Gunnar. 600 þúsund krónur í vsk. er nokkuð sem hægt er að vinna niður og semja um greiðslur á. Þú gerir þér alls enga grein fyrir hvað venjulegur búrekstur kostar, vélar, traktorar og byggingar. 3 milljónir eru smáræði. Mér heyrist á tóninum í skrifum þínum að þar leynist stolt yfir því að vera harður í garð lítilmagnans, ef hægt er að tala um þennan jaxl sem lítilmagna. Mér þætti gaman að sjá hversu hátt væri á þér risið að takast á við að sitja í hjólastól og ákveða að reyna að stunda erfiðisvinnu þrátt fyrir það. Það eru til margskonar hetjur og svona menn eru meðal þeirra.
Nú, ef hann fer á hausinn, þá fer hann á hausinn. En að fá tíma til að leiðrétta rangfærslur á skatti er nokkuð sem fullkomlega heilbrigt fólk á heimtingu á ekki síður en maður í hjólastól.
Þessi stresstöskutöffaraskapur í þér er þér til skammar og minnkunar. Heilbrigt fólk á að fá svigrúm til að semja um greiðslur við ríkissjóð og sömuleiðis lamaður maðurinn.
Runirokk (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 15:28
Þú virðist greinilega ekkert vita hvað virðisaukaskattur er runirok. Kynntu þér það fyrst og svo máttu koma aftur að ræða þetta á vitrænum nótum.
....Nei annars, ég skal bara segja þér það. Vörsluskattar eru innheimtir peningar sem innheimtumaðurinn á aldrei neitt í. Peningurinn er í eigu annarra. Hann er vörslumaður fjársins, ýmist í 2 mánuði og upp í eitt ár. Ef hann skilar ekki þessu fé þegar honum ber að gera það, þá er það lögbrot, þá er hann að taka féð ófrjálsri hendi, fé sem hann hefur aldrei unnið fyrir. M.ö.o. þá er það þjófnaður að skila ekki peningunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 15:45
Ps. En að sjálfsögðu er hægt að semja um þessar greiðslur ef viðkomandi "fjárhirðir" lendir í óvæntum vandræðum. En það er dýrt samt sem áður og örugglega mjög erfitt fyrir fatlaða bóndann að standa skil á þessu. En það breytir því ekki að hann hefur selt afurðir fyrir um 3 miljónir króna og þar af átti hann sjálfur 2,4 miljónir. En hann kaus að nota 600 þús. kallinn fyrir sjálfan sig. Dýr mistök.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 15:50
Gunnar nú máttu skammast þín....
Einar Bragi Bragason., 30.8.2008 kl. 18:28
Ég hugsa nú að Gunnar vilji allt það besta fyrir þennan mann þó að hann bendi einfaldlega á hvernig málið er í raun og veru.
Ef ég ræki fjármálafyrirtæki myndi ég líka sjá til þess að fyrirtækið fengi greitt tilbaka það sem það lánar. Þá myndi það engu máli skipta hvernig staða viðkomandi í þjóðfélaginu væri. Það er ekkert grín að gefa eftir skuldir útaf vorkunnsemi. Ég vorkenni manngreyinu mikið og sá einmitt þáttinn um hann og fannst hann gríðarlega harður af sér og duglegur. Ég vona að þetta bjargist hjá honum.
Menn eiga auðvitað að skila virðisauka sem þeir innheimta og kallinn á að vita þetta sjálfur. Það býður hættunni heim að vera að fá þessa upphæð lánaða því að þetta er jú aðfararhæft þannig að ríkið getur auðvitað hirt þetta allt saman ef skattinum er ekki skilað. Sammála Gunnari... dýr mistök!
Það er hins vegar alveg rétt að það er fullt af aumingjum á Íslandi sem búa ekki við neina fötlun. Við skulum bara taka eiginmann menntamálaráðherra. Samkvæmt tekjublaði mannlífs hefur þetta grey 140þús á mánuði sem framkvæmdarstjóri hjá KB banka. Það er því engin furða að hann hafi ekki efni á að fara sjálfur á ólympíuleikana. Það mætti alveg takmarka möguleika fyrirtækja til að hjálpa fólki að "svindla á skattinum". Þetta er löglegt þó að þetta sé skelfilega siðlaust.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:03
Takk fyrir þetta Sigurgeir, 100% sammála. Einar Bragi og aðrir ssem hneikslast.... þið eruð bara ekki alveg að fatta málið.
Skammast mín!!? Fyri hvern andskotann?
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 20:16
Þetta getur ekkert verið vaskur af tækjum því hann er inneign hjá bóndanum. Vaskurinn er 19,68% af söluandvirði þegar söluskattsprósentan var 24% en ég var full fljótur á mér að reikna með þeirri prósentu. Eru ekki innlend marvæli með 7% virðisauka? Þannig að söluandvirði afurðanna hefur verið um 9 miljónir
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 23:03
Það getur verið erfitt að segja að þeir sem eiga ekki sama séns og aðrir í lífinu eigi að skila sömu sköttum og gjöldum. Það er hins vegar alveg klárlega rétt. Tilfinningarnar hlaupa með menn þegar fatlað fólk á í hlut, en það þarf að borga skatta eins og aðrir.
Mér finnst að Lýsing ætti að reyna betur að semja um greiðslur í þessu tilviki. Að taka hlutina til baka á að vera allra síðasta úrræði.
Ég myndi alls ekki segja að Gunnar ætti að skammast sín eða neitt í þá veru. Hann er bara raunsær og niðri á jörðinni. Það er ekki eitthvað sem skammast sín á fyrir...
Ég vona að þessi sterki og mikilfenglegi maður (Ástþór) eigi eftir að ganga stoltur frá þessum erfiðleikum.
Sigurjón, 31.8.2008 kl. 00:01
Sigurgeir ritar:
"Það er hins vegar alveg rétt að það er fullt af aumingjum á Íslandi sem búa ekki við neina fötlun. Við skulum bara taka eiginmann menntamálaráðherra. Samkvæmt tekjublaði mannlífs hefur þetta grey 140þús á mánuði sem framkvæmdarstjóri hjá KB banka. Það er því engin furða að hann hafi ekki efni á að fara sjálfur á ólympíuleikana."
Það er nú löngu búið að leiðrétta þessa vitleysu.
http://www.dv.is/sandkorn/2008/8/5/tekjum-kristjans-kludrad/
Sveinn H. Þorbjörnsson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 01:59
Gunni minn, elsku kallinn minn, uppáhalds austfjarðarflörtídýrið mitt! Segi ég eins og ég hafi alist upp á næsta bæ við þig.. en sé ekki bara kelling í útlandinu sem þú hefur aldrei séð.
Mér finnst þú ekki hafa verið alveg þú sjálfur nú undanfarið. Ég greini einhverja BFG takta sem hafa til þessa ekki verið einkennandi fyrir þig - nema síður sé. En nú ber eitthvað undarlegra og skrítnara við og ég átta mig ekki alveg á því hvað það er. -Getur verið að þú þurfir bara að skjótast oftar austur og fá þá umhyggju og atlæti sem hefur til þessa gert þig svo sætan og spennandi? Svona kuldakast er ekki þér líkt - fer þér ekki, klæðir þig ekki!
Still love you tho!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 20:02
Love you 2
Þetta er bara misskilningur, ég er voða mjúkur líka. Fatlaði bóndinn er algjör hetja og á allt gott skilið, en ég sé ekki að fötlun hans komi þessu máli við.
Og já, ég hef átt nákomna fatlaða einstaklinga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2008 kl. 20:59
En fatlaður eða ófatlaður, -hefði þessi bóndi ekki átt að fá umsamda viku til að ganga frá fjármálum sínum? Sem mér sýnist að hann hefði verið fullfær um, hefði hann fengið til þess þann frest sem honum bar.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 22:14
Var málið svo einfalt? Ef þetta hefur verið eitthvert dagaspursmál, þá var þetta ekki spursmál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2008 kl. 23:02
Séra Baldri í Vatnsfirði þótti gaman að jarða framsóknarmenn... RIP
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 23:14
Þótti honum það já
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2008 kl. 23:29
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 23:41
Ég hélt líka að Árnesþing væri ekki í Austfirðingafjórðungi. Ég hélt að ég væri staddur í Árnesþingi, í Sunnlendingafjórðungi...
Sigurjón, 2.9.2008 kl. 03:40
Þá er Ólafur Magnússon hjá Mjólku búinn að styrkja bóndann um 1.1 miljón og málið er leyst
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.9.2008 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.