Fyrirsagnir eins og í þessari mbl. frétt hafa verið algengar síðustu ár. Yfirleitt fylgja fullyrðingar um hitt og þetta og spádómar um framhaldið. Fullyrðingin um að norðurpóllinn yrði svo íslaus í haust að hægt yrði að sigla þangað, er fyrirsjáanlega ekki að fara gerast. M.a. ætlaði kajak-ræðari að róa þangað og fjölmiðlar ætluðu sér að fylgjast spenntir með. Lesa hefur mátt vonbrigði úr röðum þeirra vísindamanna sem heitast trúa á voðaverk mannsins varðandi loftslagsmál undanfarið.
Í lok fréttarinnar segir að "Við suðurskautið losnaði 60 metra há íshella frá argentínsku íshellunni Perito Morena í sumar. Flestir vísindamenn kenndu hlýnun andrúmsloftsins um það".
Þetta er tóm vitleysa því loftslag hefur farið verulega kólnandi undanfarin misseri á suðurskautinu og ísmassinn þar er að aukast. Það að íshellur losni þar frá meginísnum hefur ekkert með hlýnun andrúmsloftsins að gera. En vissulega lítur það betur út á pappír fyrir heimsendaspámennina, að kenna loftslagshlýnunni um. Spurning er hins vegar afhverju vísindamenn notast við blekkingar. Eru staðreyndirnar ekki nógu krassandi?
Stór íshella á Grænlandi að klofna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 24.8.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 945741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Varð formanni Félags grunnskólakennara á í messunni
- Hvert fór fylgið og hvers vegna?
- Viðreisn vill ekki víkka vaxtarmörk
- Fyllstu varúðar er þörf
- Líklegast er að þetta gerist
- Bæn dagsins...
- Forritun á næstu kynslóð af "góða fólkinu"
- Kosningaúrslit í Bandaríkjunum - mjótt á munum
- Óvænt drama, góð matargjöf af Skaga og þvottavélarólukka
- Hin hliðin
Athugasemdir
Hvernig ætli að ísinn á norðurpólnum hafi verið þegar Ísland byggðist á öldunum 700 til 1000 þegar Vatnajökull var í þremur pörtum, landið var skógi vaxið frá fjalli til fjöru og Íslendingar fóru jafnvel til Grænlands til að setjast þar að.
Svo komu hinar dimmu miðaldir (litla ísöld) uppúr árinu 1350 eða svo. Eftir það lögðust skógar í eyði og blessuðum bændunum var kennt um í sögukennslubækum barna- og unglingaskólanna!
Og nú vill Þórunn vitleysingur Umhverfismálaráðherra bjarga jöklunum! Hver er eiginlega íhaldssamur hérna!? Vill hún þá ekki í leiðinni koma í veg fyrir að kornrækt þróist á landinu? Það var búið að reyna kornrækt frá miðri síðustu öld við lítinn árangur.......og svo hlýnaði Umhverfismálaráðherra til mikillar skelfingar og bændur fóru að rækta eigið skepnufóður og allir ánægðir nema hún og umhverfisfasistarnir!
Kær kveðja, Björn bóndiïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 24.8.2008 kl. 16:24
Ég gleymdi vínberjunum á Nýfundnalandi og Nýja-Skotlandi (Nova Scotia) þar sem Leifur heppni lenti líklegast. Það eru engin vínber þar nú - er það?
Kær kveðja, Björn bóndiïJð<Sigurbjörn Friðriksson, 24.8.2008 kl. 16:27
Nákvæmlega, Björn bóndi
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 16:37
Mér finnst slæmur þessi eilífi ruglingur í blaðamönnum á íshellum, hafís og skriðjöklum. Samkvæmt frétt á sciencedaily.com er talað um að mikill ís hafi brotnað af Petermann skriðjöklinum undanfarið, en það er allt annað heldur en íshella því þær eru ekki á hreyfingu og skríða ekkert fram.
Svo væri gaman að vita hvaðan Björn bóndi hefur það að Vatnajökull hafi verið þrískiptur. Ég veit að hann var kallaður Klofajökull og allt það og var minni en í dag, en eftir því sem ég best veit eru engar heimildir fyrir því að hann hafi verið skiptur í smærri einingar.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.8.2008 kl. 18:32
Emil; Þessa heimild fékk ég í mbl.blog.is og Mogginn lýgur sko ekki, það átt þú að vita. Það stendur líka í mbl.blog.is....hehehe
Kær kveðja, Björn bóndiïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 24.8.2008 kl. 19:49
Kort af jöklum á Íslandi fyrir 1000 árum og 2500 árum.
Ágúst H Bjarnason, 24.8.2008 kl. 21:54
Takk fyrir þetta Ágúst
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 22:12
Alltaf kemur Ágúst með eitthvað merkilegt. Mér finnst þessi klofni Vatnajökull samt dálítið skrítinn og grunar að hann sé teiknaður svona til að nafnið Klofajökull gangi upp. Páll Imsland segir um þetta í bókinni Jöklaveröld (2004): „Útskýringar á þróun náttúrunnar með merkingum staðanafna eru ónothæf rök, því staðanöfn lúta ekki reglum náttúrunnar og breytast af öðrum ástæðum en landslag og náttúra. Þessari hugmynd um rökvægi orðsins Klofajökull verður því að hafna. Auk þess er hæpið að ætla mönnum að hafa verið svo framsýnir að gefa hópi af jöklum eitt nafn á þeim forsendum að þeir ættu síðar eftir að vaxa saman og verða ein heild.“
Emil Hannes Valgeirsson, 24.8.2008 kl. 22:26
Ég skannaði þessi kort eftir jarðfræðingana Grétar Guðbergsson og Þorleif Einarsson fyrir fáeinum árum. Líklega úr grein í Skógræktarritinu, en mig minnir að greinin hafi fjallað um útbreiðslu birkiskóga áður fyrr. Þarf að leita að greininni til að vera viss.
Það væri fróðlegt að vita á hverju Guðbergur og Þorleifur byggja.
Kortin hef ég ekki séð annars staðar.
Á vef Umhverfisstofnunar http://www.ust.is/Frodleikur/Fridlystsvaedi//nr/1256 stendur:
"Fornar heimildir og munnmæli benda til mannaferða yfir Vatnajökul á miðöldum en jökullinn var þá langtum minni en síðar varð, sbr. nafnið Klofajökull. Ekki er ólíklegt að leið Norðlendinga suður yfir jökul hafi legið upp austan Kverkfjalla".
Um Klofajökul er einnig fjallað í Wikipedia
http://is.wikipedia.org/wiki/Vatnaj%C3%B6kull
og í grein eftir Hjörleif Guttormsson er fjallað um ferðir yfir Vatnajökul eða Klofajökul:
http://www.eldhorn.is/hjorleifur/eldriv2k/041000.htm
Ágúst H Bjarnason, 25.8.2008 kl. 07:59
Ágúst H. Bjarnason; þarna bjargaðir þú mér alveg fyrir horn. Sástu hvernig við tókum hann Emil?
Kær kveðja, Björn bóndiïJð<Sigurbjörn Friðriksson, 25.8.2008 kl. 17:06
Svo þið haldið það! Ég er með þessa umræðu á vaktinni og sá þetta síðasta. Vatnajökull má hafa verið tví-, þrí- eða margskiptur mín vegna en ég held mig samt við það að þetta sé bara ekki vitað. Klofajökull gæti t.d. hafa heitið þetta vegna þessa að Öræfajökull hafi verið klofinn frá meginjöklinum. En vissulega var hann minni en í dag og það voru jú farnar ferðir yfir hann.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.8.2008 kl. 17:33
Ef við förum að tala um örnefni þá má ekki gleyma að lægðin milli austur og vestur hluta Vatnajökuls er kölluð Norðlingalægð, sem gæti bent til þess að leið þeirra ril vers í Suðursveit og Öræfum hafi legið þar um.
Einar Þór Strand, 26.8.2008 kl. 23:08
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að það hafi verið jökull á Breiðholtsheiðinni til forna, samanber götunafnið Jöklasel
Höski (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.