" Kerfið krafðist þess" segir móðirin, en hún hafði betur.
Kerfið krefst ekki eins eða neins þegar lyf gegn ofvirkni eru annars vegar Læknir gefur einfaldlega forráðamanni barns, sitt besta og fagmannlegasta læknisráð, að undangenginni rannsókn og greiningu. Foreldrinu ber ekki skylda til þess að fara eftir því, en með því að hunsa svona læknisráð er foreldrið að koma í veg fyrir að barn sitt eigi þokkalega heilbrigða og áfallalausa æsku.
Hvernig ætli minningar Björgvins Páls um æsku og grunnskólagöngu sína séu. Ef hann hefur verið greindur ofvirkur, þá er ekki ólíklegt að hann hafi ratað í mörg vandræðin sem e.t.v. hefði verið hægt að komast hjá með réttri lyfjagjöf. Stöðugar heimsóknir til skólastjóra og fleira í þeim dúr, getur varla verið gott fyrir barn að ganga í gegnum og varla er slíkt ljúf æskuminning.
En Björgvin Páll er sannarlega þjóðhetja í dag. Loksins eigum við Íslendingar heimsklassa markvörð. Áfram Ísland!
Handboltinn bjargaði honum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
Athugasemdir
ó jú. ég þekki dæmi um íslenskan taugasérfræðing sem hótaði móður barnaverndarnefnd, þegar hún vildi taka barn sitt af lyfjum. lyfjum sem gerðu barnið að lifandi líki.
Brjánn Guðjónsson, 23.8.2008 kl. 12:16
Kerfið krefst þess bara víst að troða öllum börnum sem ekki falla í þetta óþolandi "norm" á einhver lyf, sama hvað röskunin kann að heita. Því að skólayfirvöld þykjast ekki (nenna ekki) að beita öðrum úrræðum. Enda eru lyf mög þægileg til að slökkva bara í krökkum.
Pabbi minn lenti í því sama með mig þegar ég var krakki, en hann eins og mamma hans Bjögga tók það ekki í mál að setja mig á einhver lyf.
En pabba mínum var þá sagt að hann yrði að finna annan skóla handa mér því að kennarar treystu sér ekki til þess að vera með svona "krefjandi" barn í bekknum hjá sér.
Og því skipti ég um skóla.
Æskuminningar manns þurfa hinsvegar ekkert að vera eitthvað verri en æskuminningar einhverra annarra barna þó svo að maður hafi eytt fyrstu mínútum eftir frímínútur hjá skólastjóra eða einhverjum öðrum.
Ritalín né önnur rórandi lyf er ekkert töfralyf...
Signý, 23.8.2008 kl. 12:17
Þetta lyfja brjálæði og ofurtrú á því að lyf geti læknað hluti sem þar ekki að lækna eins og orkumikinn dreng í Þessu tilfelli. Þ.e. að gera börnin að "lifandi líkum" sem er mjög góð samlíking. Þetta er það sem er að gelda marga sem passa ekki inn í mjög heft kerfi. Þessir krakkar þurfa annað umhverfi, þar sem þau fá að blómstra með sína óþrjótandi orku sem hægt er að leiða í jákvæða farvegi. Skólakerfið á Íslandi leyfir ekki fjölbreytni og vill steypa alla í sama mót með fulltyngi lækna ef "Þörf krefur".
Hér þarf hugarfarsbreytingu og hann Björgvin OKKAR er skírt og skínandi dæmi um það hvað þessir krakkar geta gert. Hann er glæsilegt fyrirmynd og ég vona að hann komi fram og segi sína sögu og komi með ábendingar um það hverju hann hefði vilja breyta á sínum uppvaxtarárum gegn öllu mótlætinu.
Ég tek ofan fyrir Móðir hans sem er greinilega mjög sterk manneskja að geta staðið á móti þvílíkum þrýstingi sem þetta kerfi skapar á foreldra. Húrra húrra húrra húrra!!!
Kv,
Umhugsun.
Umhugsun (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:36
Það er erfitt að ræða einstök mál Brjánn, þegar maður veit lítið um þau. Það er örugglega hægt að finna lækna sem haga sér einkennilega gagnvart foreldrum barna með greiningu. En ef barn verður að lifandi líki við lyfjagjöf, þá er barnið á röngum lyfjum eða lyfjasamsetningu. Þegar barn er sett á lyf, þarf mikla eftirfylgni í kjölfarið og stundum þarf að fikra sig áfram með lyfjagjöfina.
Signý, ég var ekki að segja að æskuminningar ofvirkna barna sé slæmar, einungis að heimsóknir til skólastjóra og slíkt geti varla verið góðar æskuminningar.
"....skólayfirvöld þykjast ekki (nenna ekki) að beita öðrum úrræðum".
Þarna verður hver skóli að svara fyrir sig, en mín reynsla af grunnskólum undanfarin ár segir mér að gríðarlegt starf er unnið til þess að greind börn geti átt sem eðlilegust samskipti við annað fólk í samfélaginu.
Og Rítalýn er ekki róandi lyf Signý.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2008 kl. 12:45
Gunnar,
Rítalín er róandi lyf þegar það er notað á fólk fyrir kynþroska aldur. amfetamínefnin hafa öfug áhrif á þau miðað við þau áhrif sem þau hafa á fullorðna einstaklinga.
Kv,
Umhugsun.
Umhugsu (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:55
Ég veit að ritalín er ekki róandi lyf það er hinsvegar virkar róandi á ADHD og fleiri skyldar raskanir. Þarft lítið að segja mér um lyf...
Auðvitað er gríðarlegt starf unnið til þess að fá greind börn. Það er hinsvegar mjög varhugavert að ætla það að öll þessi börn sem greind eru á ári (skal skella tölunum inn þegar ég er komin heim til mín) séu öll ofvirk eða með athyglisbrest eða jafnvel bæði... eða það nýjasta "þráhyggjuþrjóskuröskun". Það er eitthvað óeðlilegt við það þegar að það eru allt upp í 5 börn í bekk sem eru með einhverja slíka greiningu. Sjúkdómsvæðing myndi ég kalla það... enda er enginn maður með mönnum í dag nema að vera með eitthvað gáfulegt nafn yfir hegðun sína. Hvað varð um orð eins og bara ör? eða óþekkur?....
Signý, 23.8.2008 kl. 12:59
Það að skólayfirvöld eða aðrir sem umgangast barnið mikið, setji þrýsting á foreldri um að eitthvað þurfi að gera varðandi barnið, þýðir ekki að "Kerfið krefjist þess". Skólayfirvöldum er umhugað um að börnunum líði vel og að þau sé virk í skólastarfi og í félagslegum athöfnum.
Miklar rannsóknir fara fram áður en lyfjagjöf er ráðlögð og eftirfylgni er í kjölfarið.
Þið talið um að Björgvin Páll sé skýrt dæmi hvað þessir krakkar geti gert. Börn sem greind eru ofvirk eru yfirleitt í vandræðum með félagslega hæfni og lenda stöðugt í vandræðum í æsku. Þegar einstaklingurinn eldist, þá tekst honum oftast, sem betur fer, að aðlagast samfélaginu og funkera með eðlilegum hætti, en barninu eru það oft ókleift því það hefur ekki þroska til þess.
Rannsóknir sýna að margir þeirra sem lenda í fangelsum eða öðrum vandræðum í lífinu, s.s. í ofneyslu áfengis eða eiturlyfja, hafa verið ofvirk eða með aðra sambærilega sjúkdóma í æsku. Hver veit nema þetta fólk hefði ekki lent á ógæfubrautinni ef það hefði fengið viðeigandi lyf við sjúkdómi sínum.
Getum við e.t.v. fundið móður ógæfumanns sem barðist hetjulega gegn kerfinu í viðleitni sinni að hafa barn sitt lyfjalaust. Nagar móðirin sig í handarbökin í dag og vildi óska að hún hefði ekki verið svona þrjósk og illa upplýst, á leið sinni í heimsókn til sonarins á Litla Hraun? Eru slíkar hugrenningar til hjá fólki í samfélagi okkar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2008 kl. 13:06
Markmiðið með lyfjagjöf er ekki að "dópa barnið niður" Markmiðið er að gera barnið heilbrigt og hamingjusamt. Sjálfur hef ég séð dramatískar breytingar á barni til hins betra við lyfjagjöf. Barnið er virkilega hæfileikaríkt í knattspyrnu en var að fokkast upp úr því vegna þess að það réð ekki við sig við vissar aðstæður. Ég get fullyrt að foreldrar þessa barns, sem í dag stundar knattspyrnu af krafti og er heilbrigt og lífsglatt, eru afar þakklát læknavísindum fyrir að hafa getað hjálpað barni sínu.
Þetta um "sjúkdómsvæðinguna" sem þú talar um Signý, það er alveg hægt að taka undir það. Manni blöskrar stundum hve hátt hlutfall barna er greint með eithvern brest og röskun og sum sjúkdómsheitin eru beinlínis hlægileg, eins og "þráhyggjuþrjóskuröskun" og mótþróaþrjóskuröskun". En maður á ekki að vera með einhverja fordóma gagnvart því sem maður skilur ekki eða hefur ekki þekkingu á.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2008 kl. 13:24
Alveg ábyggilega eru slíkar hugrenningar til. Hinsvegar eins og kemur fram í þessu viðtali þá var Björgvin greindur á "mörkum ofvirkni" sem er ekki ofvirkni.
Það hefði verið hentugt fyrir skólayfirvöld og móðurina að setja drenginn á lyf, lyf sem bæla niður oft á tíðum öll persónueinkenni margra barna til þess eins og hafa drenginn þægann eða rólegan.
Það er allt, allt of oft gripið of fljótt til lyfja. Jafnvel er ekki einu sinni reynt að gera neitt annað fyrir viðkomandi barn. Þessi lyf eru ekkert eitthvað smartís. Þau eru öll, eða vel flest ávanabindandi. Fíkill eða alki verður ekkert fíkill eða alki af því að hann er ofvirkur eða með einhverja hegðunarröskun. Það er hinsvegar heldur engin tilviljun að fíklar og alkar séu oft á tíðum með einhverja tegund ofvirkni eða athyglissbrest eða hvað þetta dót allt saman heitir. Því auðvitað leitar fólk eftir því að finna frið í hausnum á sér, það þekkja þeir sem hafa verið á þessum stað. Fyrir það fólk skiptir það litlu máli hvort það sé sett á lyf eða ekki. Lyfin gætu jafnvel ýtt undir meiri neyslu seinnameir. Dæmin um það eru ekkert færri en hin. Og þetta hefur ekkert að gera með það að vera illa upplýstur.
Foreldrar geta hinsvegar ekki tekið ábyrgð á ákvörðunum þorskaðara fullorðina einstaklinga. Þegar maður er fullorðin þá á maður að vita betur, og veit alveg betur.
Hvað fordóma varðar eða vanþekkingu þá eru þeir ekki miklir hérnamegin. Hlutir verða bara að vera á réttum forsendum en ekki bara afþví að þú ert næstum því eitthvað... Ég hef bæði persónulega reynslu semog hef ég unnið á menntastofnunum og ég á mikið af litlum frændsystkinum sem eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Hef gengið í gegnum ýmislegt og veit bara margt um margt... Mér er hinsvegar mjög illa við lyf almennt, sérstaklega þegar það eru til ótal aðrar og "eðlilegri"... í það minnsta "hollari" leiðir sem myndu virka á meirihluta þessara "greindu" barna.
Auðvitað eru lyf samt sem áður nauðsynleg fyrir verstu tilfellin, og geta oft á tíðum hjálpað gífurlega. Lyf eiga samt ekki að vera aðalkostur eins og þau eru í dag... heldur úrslita/lokakostur...
Signý, 23.8.2008 kl. 13:34
Það kemur reyndar ekki fram í þessari Mbl. frétt að hann hafi verið greindur "á mörkum ofvirknis". Læknar eru auðvitað misjafnir eins og annað fólk og eflaust eru lyfjalaus ráð betri í vægari tilfellum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2008 kl. 13:48
Ef fólk les greinina betur í 24 stundum. Þá segir Linda þar að sum börn þurfi reyndar lif og nefnir dóttur vinkonu sinnar sem dæmi. Held að fólk ætti að forðast alhæfingar.
Frábært að Björgvin hafi fundið sig í íþróttum. Það er margir snillingar sem hafa einmitt sýnt einkenni ofvirkni og athyglisbrests en skarað síðan fram úr á sínum sviðum seinna um ævina.
Aðrir eru að uppgvötva fullorðinir að flesta sem aflaga hefur farið hjá þeim í lífinu er því að kenna að þeir voru með þessi einkenni ómeðhöndluð sem börn.
En er ekkert að taka af þvi að Linda stóð sig vel með málefni Björgvins. Enda það sem ég þekki til hans er þetta frábær og yfirvegaður ungur maður. Og dóttir mín er mjög stolt af því að vera yngsta systir hans.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.8.2008 kl. 14:36
Ef fólk les greinina betur í 24 stundum. Þá segir Linda þar að sum börn þurfi reyndar lyf og nefnir dóttur vinkonu sinnar sem dæmi. Held að fólk ætti að forðast alhæfingar.
Frábært að Björgvin hafi fundið sig í íþróttum. Það er margir snillingar sem hafa einmitt sýnt einkenni ofvirkni og athyglisbrests en skarað síðan fram úr á sínum sviðum seinna um ævina.
Aðrir eru að uppgvötva fullorðinir að flesta sem aflaga hefur farið hjá þeim í lífinu er því að kenna að þeir voru með þessi einkenni ómeðhöndluð sem börn.
En er ekkert að taka af þvi að Linda stóð sig vel með málefni Björgvins. Enda það sem ég þekki til hans er þetta frábær og yfirvegaður ungur maður. Og dóttir mín er mjög stolt af því að vera yngsta systir hans.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.8.2008 kl. 14:37
Einmitt! Það kemur fram í blaðinu að hann var greindur á mörkum ofvirkni og að lyfin sem móðirin hafnaði voru róandi lyf. Það er ekki nefnt rítalín eða annað sem oftast er nefnt í sambandi við ADHD. Kannski er munur þar á. En hvert tilfelli hlýtur að vera einstakt.
Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:38
Takk fyrir þessi skrif Gunnar. Það er það eina sem ég ætla að segja, því svo gáttuð er ég á kunnáttuleysi og þeim fordómum sem vaðið hafa yfir okkur öll vegna umsagna þessarar ofur móður.
Halla Rut , 23.8.2008 kl. 17:08
Ef þú tekur staðlað sálfræðispurningapróf er 100% öruggt að þú greinist með eitt eða fleiri "disorder". Áhrif lyfjaiðnaðarins á lyfjagjafir er óhugnanlegur. Við rannsókn, sem gerð var í USA 2006 kom í ljós að yfir 80% þeirra barna, sem voru á lyfjagjöf vegna ofvirkni og athyglisbrests, voru ranglega greind og lyfjagjöfin óþörf. Dæmi voru tekin um börn á aldrinum 4-9 ára, sem voru á allt að 20 mismunandi lyfjum.
Þetta er engin hemja. Ef börn eru mikil fyrir sér, þá getur margt í umhverfi þeirra og aðstæðum valdið því, jafnvel í neysluvenjum. Ekkert kemískt við það og vel hægt að vinna úr með viðtalsmeðferð og aðhaldi, þar sem allt er tekið til greina. Ég sjálfur var mikill fyrir mér og tíður gestur hjá skólastjóra og er ansi feginn því að þessi tölfræðilegu próf um andlegt ástand voru ekki búin að ryðja sér til rúms. Ég hefði örugglega greinst með öll þessi tískudisorder. Menn komust af með þetta og enginn sýnilegur skaði af hegðunarvanda fram að því að þetta kom til. Margir af helstu snillingum heimsins höfðu þessi einkenni og hefðum við vart notið verka þeirra ef þeir hefðu verið á 5-20 sortum af lyfjum frá frumbernsku. Lyfjum, sem enginn veit hvaða áhrif hafa til langframa.
Ég skora á þig að finna geðlækni, sem getur sýnt fram á að hann hafi læknað sjúkling. Það hefur aldrei skeð. Það eina sem þau fræði gera eru að gera þá sem falla utan við samfélagsnormið hlutlaus og ræna það fólk lífsgæðum.
Þú villt ekki ræða einstök dæmi, en ég get komið með ansi mörg og sorgleg dæmi úr mínum nánasta hring.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.8.2008 kl. 03:58
Ég efa ekki Jón Steinar að hægt sé að benda á tilvik þar sem læknar gera mistök eða fari hreinlega offari í lyfjagjöfum. Einnig tel ég öruggt að einhverjir læknar láti múta sér af lyfjafyrirtækjum, stundum beint og stundum óbeint. Ég hef þó efasemdir um að slíkt þekkist hér á landi, nema að þú kallir það mútur þegar læknar þyggja boð á ráðstefnur á vegum lyfjafyrirtækja.
En það að einhverjir hafi verið rangt greindir breytir ekki þeirri staðreynd að ofvirknislyf eru sem himnasendinga fyrir sjúklingana (hina rétt greindu) og aðstandendur þeirra.
Af stuttri reynslu minni í störfum í grunnskóla get ég þó sagt þér að mun fleiri eiga við alvarleg vandamál að stríða en mig óraði fyrir og þau dæmi sem ég þekki til voru þannig, að það hefði verið hrein mannvonska að svipta þessum börnum það tækifæri að geta lifað eðlilegu lífi með lyfjagjöfum.
Þessir sjúkdómar eru sjaldan banvænir og sjúkdómseinkennin hafa tilhneigingu til að mildast eftir kynþroskaaldurinn. Sum þessara vandamála eru best leyst með öðrum aðferðum en lyfjum, enda er lyfjum ekki alltaf beitt. Krakkar, t.d. á aldrinum 5-10 ára eiga þó erfitt með að meðtaka viðtalsmeðferðir, einfaldlega af því þau hafa ekki andlegan þroska til að vinna úr slíku sjálf.
Guð blessi lyfin.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 04:34
Hún er mjög fróðleg heimasíða ADHD - samtakanna, en þar segir m.a.:
Horfur
Áður fyrr var talið að ADHD hyrfi með aldrinum en rannsóknir hafa sýnt að svo er ekki. Nýjar erlendar fylgikannanir sýna að 50-70% þeirra sem greinast með ADHD í bernsku eru enn með einkenni á fullorðinsárum. Hvernig þeim vegnar á fullorðinsárunum er mjög háð viðeigandi meðferð á yngri árum og hversu snemma hún fékkst. Þættir eins og greind, alvarleiki einkenna og félagsleg staða skipta einnig máli. Viss hætta er á að hluti hópsins leiðist út í andfélagslega hegðun og vímuefnaneyslu á unglingsárum fáist ekki rétt meðferð.Meðferð
ADHD er ekki sjúkdómur og því er útilokað að lækna það. Sem betur fer eru þó vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda þeim í skefjum þannig að þau valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni röskun. Meðferð þarf að byggjast á læknisfræðilegri, sálfræðilegri og uppeldis- og kennslufræðilegri íhlutun ásamt hegðunarmótandi aðferðum.Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.