Ég var ekki með tár í augunum í leikslok, þá varð bara spennufall og ólýsanlegur feginleiki. En um miðjan síðari hálfleik, þegar Íslendingar höfðu 3-4 marka forystu með stórkostlegum leik, þá poppaði upp í huga minn að það yrði skelfilegt að tapa leiknum, eins og íslenska liðið hafði spilað fram að því. Í þeim hugrenningum mínum læddist fram tár á hvarma. Hve oft höfum við ekki orðið fyrir vonbrigðum þegar væntingarnar hafa verið hvað mestar. En svona eftirá að hyggja, þá var þetta aldrei spurning, miklu betra liðið vann þennan leik.
"Strákarnir okkar" þurfa að taka sigur-hugarfarið sem þeir hafa haft fram að þessu, með sér í leikin gegn Frökkum og ég hef fulla trú á því að þeir munu gera það. Þeir eru langt frá því að vera saddir, en það eru Frakkar ekki heldur, þeir hafa aldrei komist svona langt á Ól frekar en við. Bronsverðlaun er besti árangur þeirra til þessa.
Hr. Gustavsson var yndislegur í markinu og hefur nú átt tvo stórleiki í röð. Ég man vart eftir því að slíkt hafi gerst hjá íslenska handboltalandsliðinu í stórmóti áður. Guðjón Valur var óheppinn með dauðafærin sín í leiknum og að liðið skuli brenna af 10 dauðafærum og vinna samt með 6 marka mun í undanúrslitum Ólympíuleikana gegn Spánverjum, segir allt sem segja þarf. Íslenska landsliðið í handbolta er stórkostlegt lið. Þegar dauðafærin klikkuðu hjá Guðjóni Val í hraðaupphlaupum, þá tók pilturinn sig til og gerðist bara langskytta í staðinn og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk langt utan af velli. Ásgeir Örn skoraði einnig tvö mörk í röð á mjög mikilvægum augnablikum og Logi, Snorri Steinn og Óli Stef voru í hörku stuði.
Vörnin stóð fyllilega fyrir sínu þó liðið fengi á sig 30 mörk en það hefur verið "standardinn" hjá okkur undanfarið. Við skorum bara fleiri mörk en andstæðingurinn, ekkert flóknara en það.
Ef íslensku landsliðsmennirnir ná að koma sér niður á jörðina fyrir urslitaleikinn, þá vinna þeir gull. Ég hef trú á því að þeim takist það.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.