Ekki margir sem kæmust í liðið í dag

Þeir eru ekki margir úr ´92 liðinu sem kæmust í landsliðshópinn í dag og þeir sem kæmust væru tæplega í byrjunarliðinu, nema kannski Geiri Sveins í vörninni.

Héðinn og Patrekur kæmu til greina í hópnum, einnig Valdi Gríms og hugsanlega Gummi Hrafnkels í markinu, en þar með held ég að það sé upptalið

. Guðmundur Hrafnkelsson var í liðinu sem varð í fjórða sætinu 1992.

Á morgunn er einstakt tækifæri til þess að tryggja sér verðlaun í mótinu. Spánverjar virðast ekki vera í sínu allra besta formi en það er þó ekki ólíklegt að þeir verði upp-tjúnaðir í þessum mikilvæga leik.

Hvernig er það, fara ekki Ólympíumeistararnir sjálfkrafa á HM í Króatíu í janúar n.k.? Ef svo er, þá höldum við áfram uppteknum hætti, förum erfiðu leiðina í úrslitakeppni stórmóts. Var það kannski planið allan tímann?... að fara fjallabaksleið til Króatíu og komast inn á Ólympíumeistaratitlinum Happy Wizard


mbl.is Búnir að jafna besta árangur á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Siggi Sveins var ekki í Ól liðinu ´92. En hann kæmist í hvaða lið okkar sem er. Ótrúlega skemmtilegur leikmaður

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband