Í desember árið 1976 flaug ég til Chicago, þá 16 ára gamall, á leið minni til Seattle. Í borg vindanna var mikið vetrarríki, 10 stiga frost og skafrenningur. Mikið óveður geysaði í norð-vesturhluta Bamdaríkjanna og ófært yfir Klettafjöllin. Öngþveiti var á Ohara flugvellinum og tugþúsundir farþega voru strandaglópar í borginni. Ég átti tengiflug með North West Airlines að mig minnir en allt flug lá niðri vestur fyrir. Ég var óttalega umkomulaus þarna, einn á ferð á leið í heimsókn til systur minnar og frænku á Kyrrahafsströndina.
Mér tókst að finna bás Loftleiða, (voru þeir ekki annars á þessum tíma?) og íslensk afgreiðslukona þar fór með mig á bás NWA, en þeir báru ábyrgð á mér eftir að Loftleiðir höfðu skilað mér á sinn áfangastað. Vonlaust var að fá hótelherbergi í Chicago en NWA fann hótelherbergi fyrir mig í 1000 km. fjarlægð, í Minneapolis. Eftir stutta bið á flugvellinum var mér því komið um borð í Jumbo-þotu og flogið með mig í hálftómri vélinni til Minneapolis. Þegar þangað var komið eftir um klst. flug, var mér leiðbeint í flugrútu við völlinn sem keyrði mig á Hotel Marriot, fyrsta flokks hótel. Í afgreiðslunni á hótelinu voru mér færðir liklar að svítu að mér fannst, og mér jafnframt tilkynnt að ég ætti umtalsverða upphæð í boði NWA, nefnilega dagpeninga vegna óþægindanna sem röskun á fluginu hafði valdið mér. Þarna var ég svo eins og blóm í eggi þar til morguninn eftir og ég gat haldið ferð minni áfram.
Í desember árið 1990 fór ég ásamt eiginkonu minni í helgarferð til Glasgow, sem þá var nokkuð vinsæll staður til verslunarferða. Þegar halda átti heim, þurftum við að bíða í 10 klt. á vellinum vegna bilunar í þotunni. Farþegarnir fengu litlar upplýsingar um málið og engan viðurgjörning. Að lokum millilenti breiðþota frá Kaupmannahöfn á leið til Íslands og pikkaði okkur upp. Við komum til landsins um miðnætti og nú vorum við strandaglópar í Reykjavík, því öllu innanlandsflugi þann daginn var auðvitað lokið og við búandi á Reyðarfirði. Ég spurði afgreiðslufólkið í lobbíinu á Hótel Loftleiðum hvort við fengjum ekki hótelherbergi í boði Iceland Air. Viðmótið sem við fengum við spurningunni var hreinlega dónalegt og okkur sagt að Iceland Air tæki ekki ábyrgð á okkur, en við gætum fengið hételherbergi á okkar kostnað.
Í fyrra tilfellinu gerðu náttúruöflin mér grikk og ómögulegt að kenna flugfélaginu um töfina, en fékk samt höfðinglega meðhöndlun af flugfélagsins hálfu því að þeirra mati báru þeir ábyrgð á mér þar til ég kæmist á áfangastað. Í seinna tilvikinu bilaði vél flugfélagsins og töfin því á þeirra ábyrgð. Ég fékk dónalegt viðmót fyrir að spyrja hvort flugfélagið gæti ekki gert eitthvað fyrir okkur strandaglópanna, um miðja nótt.
Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.