Í desember árið 1976 flaug ég til Chicago, þá 16 ára gamall, á leið minni til Seattle. Í borg vindanna var mikið vetrarríki, 10 stiga frost og skafrenningur. Mikið óveður geysaði í norð-vesturhluta Bamdaríkjanna og ófært yfir Klettafjöllin. Öngþveiti var á Ohara flugvellinum og tugþúsundir farþega voru strandaglópar í borginni. Ég átti tengiflug með North West Airlines að mig minnir en allt flug lá niðri vestur fyrir. Ég var óttalega umkomulaus þarna, einn á ferð á leið í heimsókn til systur minnar og frænku á Kyrrahafsströndina.
Mér tókst að finna bás Loftleiða, (voru þeir ekki annars á þessum tíma?) og íslensk afgreiðslukona þar fór með mig á bás NWA, en þeir báru ábyrgð á mér eftir að Loftleiðir höfðu skilað mér á sinn áfangastað. Vonlaust var að fá hótelherbergi í Chicago en NWA fann hótelherbergi fyrir mig í 1000 km. fjarlægð, í Minneapolis. Eftir stutta bið á flugvellinum var mér því komið um borð í Jumbo-þotu og flogið með mig í hálftómri vélinni til Minneapolis. Þegar þangað var komið eftir um klst. flug, var mér leiðbeint í flugrútu við völlinn sem keyrði mig á Hotel Marriot, fyrsta flokks hótel. Í afgreiðslunni á hótelinu voru mér færðir liklar að svítu að mér fannst, og mér jafnframt tilkynnt að ég ætti umtalsverða upphæð í boði NWA, nefnilega dagpeninga vegna óþægindanna sem röskun á fluginu hafði valdið mér. Þarna var ég svo eins og blóm í eggi þar til morguninn eftir og ég gat haldið ferð minni áfram.
Í desember árið 1990 fór ég ásamt eiginkonu minni í helgarferð til Glasgow, sem þá var nokkuð vinsæll staður til verslunarferða. Þegar halda átti heim, þurftum við að bíða í 10 klt. á vellinum vegna bilunar í þotunni. Farþegarnir fengu litlar upplýsingar um málið og engan viðurgjörning. Að lokum millilenti breiðþota frá Kaupmannahöfn á leið til Íslands og pikkaði okkur upp. Við komum til landsins um miðnætti og nú vorum við strandaglópar í Reykjavík, því öllu innanlandsflugi þann daginn var auðvitað lokið og við búandi á Reyðarfirði. Ég spurði afgreiðslufólkið í lobbíinu á Hótel Loftleiðum hvort við fengjum ekki hótelherbergi í boði Iceland Air. Viðmótið sem við fengum við spurningunni var hreinlega dónalegt og okkur sagt að Iceland Air tæki ekki ábyrgð á okkur, en við gætum fengið hételherbergi á okkar kostnað.
Í fyrra tilfellinu gerðu náttúruöflin mér grikk og ómögulegt að kenna flugfélaginu um töfina, en fékk samt höfðinglega meðhöndlun af flugfélagsins hálfu því að þeirra mati báru þeir ábyrgð á mér þar til ég kæmist á áfangastað. Í seinna tilvikinu bilaði vél flugfélagsins og töfin því á þeirra ábyrgð. Ég fékk dónalegt viðmót fyrir að spyrja hvort flugfélagið gæti ekki gert eitthvað fyrir okkur strandaglópanna, um miðja nótt.
![]() |
Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Barrátta góðs og ills
- Guð geymi Charlie Kirk 14.10.1993 - 10.10.2025
- Iðnaðurinn tekur skell vegna veiðigjalda
- Þegar friðarsinnar grípa til byssunnar
- Helfúsir hálfvitar. Dvergarnir sjö dansa stríðsdans
- Stríðsáróðurinn á fullu
- ÞETTA VAR NÚ ALVEG "HIMNASENDING" FYRIR STRÍÐSÓÐU KÚLULÁNADROTNINGUNA....
- Vaðið blint í fréttirnar, að vanda
- Lokamót. Mosó og Bakkakot, 9.september 2025
- Ivermectin er notað af milljörðum manna um allan heim og Copilot ráðleggur það endalaust. Ivermectin Drepur lirfur og aðra sníkjudýrategundir Þetta er eitthvað sem ég hef verið að skoða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.