Við tókum bíleigubíl í 2 daga í Króatíuferðinni og keyrðum um 300 km á Istríaskaganum. Ótal mörg smáþorp urðu á vegi okkar, m.a. Hum, minnsti bær í heimi samkv. heimsmetabók Guinness, með 17 skráða íbúa.
Istríaskaginn er tæplega á stærð við Reykjanesskagann og á honum búa um 160 þús. manns í óteljandi smáþorpum. Stærsti bærinn er Pula með um 60 þús. íbúa.
Við sáum þennan kirkjugarð í einu smáþorpanna og ákváðum að teigja úr okkur aðeins og skoða hann. Leiðin voru ríkuleg að sjá, greinilega hefð þarna að gera vel við þá látnu. Jökull sá nafn uppáhalds pizzunnar sinnar á einum legsteininum, Margherita, og vildi endilega að ég tæki mynd. Við sögðum honum líka að Margarítan yrði jörðuð þegar við kæmum heim. Pizzubann í nokkrar vikur!
Groznan er lítið listamannþorp sem okkur var bent á að gaman væri að heimsækja og sést þarna á myndinni. Mörg þorpanna eru upp á svona hæðum, gjarnan með kastala eða kirkju.
Í Groznan búa nánast eingöngu viðurkenndir listamenn og í þessu litla þorpi voru ótal gallerí. Á veggjum innandyra héngu gjarnan allskyns viðurkenningar og diplómur listamannanna, til vitnis um "gæði" þeirra. Verðlagið á listmununum var líka í samræmi við það. Þarna var mynd, gler og leirlist af öllu tagi, einnig vefnaður og margt fleira. Sum húsanna eru frá 10. og 11. öld.
Þessi bíll, frá Ljublana í Slóveníu var með íslenska fánann á númeraplötunni. Mér skilst að þetta sé skjaldarmerki bæjarins, eða einhvers bæjar í nágreninu.
Þessir Danir brugðu á leik í myndatökunni. Ég stóðst ekki mátið og "stal" mótívinu.
Næsta stopp var í bænum Motovun. Kastali á toppi hæðarinnar.
Við fórum inn á huggulegan veitingastað en þar var fátt um manninn. Við vorum greinilega komin út fyrir hefðbundna ferðamannastaði.
Ég pantaði mér Kebab og fékk grísakjöt á teini. Hin í fjölskyldunni pöntuðu sér grísakótelettur sem brögðuðust nákvæmlega eins. Ágætis matur samt
Við keyrðum fram á þennan "heilsustað" Lítil þyrping af húsum þar sem allt snérist um heilsurækt.
Víða meðfram sveitavegunum sem við fórum um, voru skilti við bóndabæji sem buðu fólki vínsmökkun og að kaupa afurðir bóndans beint. Við keirðum eftir einni slíkri heimreið, þröngan skógarstíg dágóða leið og við enduðum á þessum stað. Ekki sálu að sjá og frekar óhrjálegt og subbulegt um að litast.
"Roadkill" Þessi refur lá dauður í vegkantinum á heimreiðinni.
Hum, minnsti bær í heimi, 17 íbúar.
Önnur tveggja gatna í bænum
Þetta mikla umferðarmannvirki, hraðbrautin um sveitina, er ekki yfir neitt nema á milli tveggja hæða. Miklu til kostað fannst mér. Á Íslandi hefði ekki verið brúað þarna.
Við hliðina á hraðbrautinn var bóndi að slá. Svona landbúnaðartæki þætti sennilega ekki boðlegt á landinu bláa.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945812
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
Athugasemdir
Takk fyrir myndasöguna. Það rifjaðist upp þegar ég var í Dubrovnik fyrir 20 árum.
Ágúst H Bjarnason, 8.8.2008 kl. 20:48
Takk fyrir innlitið Ágúst. Ég fór með "Princess of Dubrovnik" til Feneyja í þessari Króatíuferð, sjá þessa færslu HÉR Einnig eru önnur færslu úr ferðinni áður og fleiri á leiðinni.... svona myndasögur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.