Feneyjar - myndir

DSC05447

Með þessari glæsilegu snekkju, "Princess of Dubrovnik", fórum við í dagsferð til Feneyja. Um 2 tíma tekur að sigla frá Porec í Króatíu til Feneyja, auk 45 mínútna að sigla innsiglinguna að bryggjunni en þar þarf að sigla mjög hægt.

DSC05444

Þegar inn var komið var ekki eins glæsilegt um að litast. "Snekkjan" var að innan eins og í þröngri flugvél. Farþegarýmið er á tveimur hæðum og báturinn tekur um 300 farþega.

DSC05451

Eyrún á einni göngubrúnni yfir "breiðstræti" í Feneyjum

DSC05448

Einkenni Feneyja, Gondólinn. Okkur var sagt að þessi bátar væru mjög dýrir í smíðum og kostuðu frá 1,5 milj. ISKR til 4 miljónir. Hálftíma ferð með Gondóla hefði kostað okkur fjögur 10 þús. kall. Við slepptum því.

DSC05455

DSC05456

"Götur" og göngubrýr

DSC05459

DSC05458

Markúsartorgið. Okkur var sagt að óvenju fáir ferðamenn væru í Feneyjum miðað við árstíma. Hinni alþjóðlegu fjármálakreppu og háu bensínverði væri um að kenna. Okkur fannst samt alveg nóg af fólki þarna.

DSC05500

Margar magnaðar byggingar eru við torgið. Flestar þær glæsilegustu í tíð Napóleons.

DSC05460

Allt er mjög dýrt í Feneyjum, sérstaklega í kringum Markúsartorgið. Okkur var sagt að þetta væri dýrasti veitingastaðurinn. Ég mátti til með að prófa hann. Frábær hljómsveit spilaði þar fyrir gesti.

DSC05487

DSC05488

Það mun vera vinsælt af efnuðu fólki að halda brúðkaupsveislur á þessum veitingastað. Eitt slíkt var í gangi þegar við settumst.

DSC05489

 Þjónninn var afar virðulegur.

DSC05490

Ég pantaði mér lítinn bjór og Ásta og Jökull fengu sér ístertu. Þetta kostaði 4000 kall en hljómsveitin og umhverfið réttlættu það fannst mér. Ég sleppti kaffibollanum í eftirrétt, hann kostaði 1300 kr.

DSC05480

Jökli fannst mikið ævintýri hve dúfurnar voru spakar og ágengar á Markúsartorginu.

DSC05505

Íslendingahópurinn tók nokkra Taxa til baka á bryggjuna sem ferjan okkar var á. Mjög skemmtileg 1/2 tíma ferð en dýr eins og allt annað í Feneyjum.

DSC05507

Um borð í Taxanum.

DSC05519

Silgt fram hjá "strætó" og stoppistöð

DSC05527

Margskonar farartæki sáum við á leið okkar.

DSC05531

Ambulance.

DSC05533

Að sjálfsögðu eru engir bílar í Feneyjum svo byggingaverktakar þurfa að nota báta eins og aðrir. Sumir bátanna voru með stæðilega krana þó litlir væru, þó ekki þessi. Umferðarreglur virðast ekki gilda þarna því allir sigla bara einhvernvegin.... hægri, vinstri, allt í kross og flautan er töluvert notuð.

DSC05532

Í stað bílastæða voru bátastæði og staurar til að binda við. Engir stöðumælar Joyful Feneyjar eru merkilegt fyrirbrigði.

Ferðin til Feneyja tók í heildina 13 tíma og þar af 5 1/2 með ferjunni. Full stuttur tími til að skoða, en kannski alveg nóg fyrir okkur miðað við verðlagið þarna.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband