Hlakkar í sumum

evaprofileEva Hauksdóttir, norn, skáld og eilífðarblóm, heldur úti blog-síðu tileinkaðri Paul Ramses, að því er virðist. Ef stuðningur hans hér á landi er byggður á henni og hennar líkum, þá segi ég nú bara "Guð hjálpi manninum, ef hann á það skilið", því ekki verður fólk af "Evu-tagi" honum til hjálpar, svo mikið er víst.

Ef ég man rétt, þá er Eva þessi einn af talsmönnum Saving Iceland hópsins, (leiðréttið mig ef ég fer rangt með). Það hlakkar í talsmanninum af því hagnaður Alcoa hefur dregist saman. " Ég gleðst yfir hverri krónu sem þetta viðbjóðslega glæpafyrirtæki verður af", segir nornin í bloggi tengdri fréttinni sem er við þessa færslu.

Væri mannlífið fátækara ef við hefðum ekki svona viðundur í samfélaginu? Já, ekki spurning.


mbl.is Hagnaður Alcoa dregst saman um 24%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að vekja athygli á skrifum mínum og skoðunum. Ég bendi á að í færslunni sem þú vísar til eru nokkrir tenglar á greinar sem útskýra nánar hvaða hegðun Alcoa og þeirra líka það er sem vekur mér slíkan viðbjóð. Ég skal með ánægju gefa upplýsingar um mikið safn heimilda um framferði álrisanna gagnvart fátæklingum á Indlandi, Kína og víðar. Nógu slæm eru náttúruspjöllin en ofbeldið gagnvart fólki sem ekki getur borið hönd yfir höfuð sér er sýnu verra.

Stuðningur við Paul Ramses á Íslandi kemur frá allskonar fólki og er ótengdur afstöðu til stóriðju.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 06:55

2 identicon

Já og þú hefur tengt á aðra færslu en þá sem þú vísar til. Hér er réttur tengill: http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/586948/

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 07:03

3 Smámynd: Kári Gautason

Þessi dýrkun á Alcoa er náttúrulega bara ógeðsleg. Þetta fyrirtæki er 9 mest mengandi fyrirtæki í sögu bandaríkjanna. Hluti af military industrial complexinu í Bandaríkjunum. Framleiðir hergögn. Mútar fólki, framgangur þess í öllum löndum í þriðja heiminum hefur verið til háborinnar skammar. Það hefur verið virkt í að lobbía gegn aukinni endurvinnslu á áli (skiljanlega).

En við íslendingar göpum upp í þennan mengunarrisa afþví það styrkir hitt og þetta og gerir okkur kleift að lifa okkar ósjálfbæra lífsstíl hérna á þessu kalda skeri. Aumkunarvert í rauninni.

Kári Gautason, 9.7.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Það hefur verið virkt í að lobbía gegn aukinni endurvinnslu á áli (skiljanlega). "

Þetta er einfaldlega rangt hjá þér Kári, þú snýrð þessu á haus. Alcoa hefur einmitt verið virkt í að auka og hvetja til endurvinnslu áls, þeir græða nefnilega á því. Endurvinnsla áls hefur stóraukist undanfarinn áratug í USA, en betur má ef duga skal því Bandaríkjamenn eru enn töluvert á eftir flestum Evrópuþjóðum og fleirum reyndar, með "aðeins" 50% endurvinnslu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.7.2008 kl. 12:51

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sæl og blessuð er þannig mannlífsfátækt...  

(..hún fattar´etta kannski með haustinu )

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.7.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband