Nýtt Gervasoni-mál?

Atieno með Fidel, mánaðargamlan son hennar og Pauls Einhverjir muna eflaust eftir Gervasoni-málinu fyrir um 30 árum. Þá varð allt vitlaust hér þegar átti að senda franskan mann, liðhlaupa úr hernum , aftur til Frakklands en þar beið hans fangelsi fyrir athæfi sitt.

Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins sáluga og forvera VG, tók mál mannsins upp á sína arma. Ekki vantaði vandlætingartóninn í þingkonunni og mörgum fleirum úr þeirri áttinni. Maðurinn kom fram í fjölmiðlum sem friðarsinni og hann sagði það brjóta gegn samvisku sinni að vera hermaður. Ef ég man rétt þá hékk nú eitthvað fleira á spýtunni úr fortíð mannsins sem orkaði eitthvað tvímælis en það kom ekki fram fyrir en eftir allt fjaðrafokið og maðurinn farinn úr landi.

Auðvitað þurfa mannúðarsjónarmið stundum að vera ofar lögum, en það er í sjaldgæfum undantekningartilfellum. Fólkið á götunni er fljótt að dæma þó það hafi nánast engar upplýsingar um málið. Við fyrstu sýn virðist manni að þetta mál ætti að vera slíkt undantekningartilfelli, en hangir eitthvað fleira á spýtunni með þennan mann? Ekki ætla ég að dæma um það, enda hef ég engar forsendur til þess.


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ó.

Sammála

Það er örugglega meira sem hangir á spýtunni. Hvað gerði hann heima hjá sér? Hvernig kom hann til landsins? Eru ekki milljónir pólítískir flóttamenn í heiminum sem bíða eftir að komast til Evrópu? Við getum ekki tekið á móti þeim öllum. Frekar ættum við að hjálpa þeim heima hjá sér.

Guðjón Ó., 4.7.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Ekki er allt gull sem glóir".

Jóhann Elíasson, 4.7.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Mikið er maðurinn lánsamur að vera ekki hvítur og vinna í álveri, ef hann hefði verið það hefði þessi hópur ekki sagt neitt hann hefði einfaldlega verið fluttur út enginn sagt orð.

Kv. Sigurjón Vgfússon 

Rauða Ljónið, 4.7.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Öll þessi læti eru með ólíkindum, sem orðið hafa vegna manns, sem sagður er heita Paul Ramses Odour og vera frá Kenya. Fjöldi fólks vill brjóta allar reglur fyrir þennan mann og er engu líkara en hann sé konungborinn, enda heitir hann því konunglega Egyptska nafni Ramses (Rameses/Ramesses).

Hverjir stóðu fyrir því að kalla manninn til Íslands ? Ábyrgð þeirra er mikil og verður að leiða í ljós hvað þeim gekk til, með tilraun til að sniðganga allar reglur um þá sem leita hælis. Eru almennar reglur settar til að brjóta þær ef ákveðnir einstaklingar eiga í hlut ? Upp í hugann kemur nýlegt mál Jónínu Bjartmarz, þar sem hugtakið jafnrétti var fótum troðið.

Mér fynnst undarlegt hvernig Odour og eiginkona hans hittust á Íslandi. Ef hún býr í Svíþjóð, hefði ekki verið eðlilegt að hann hitti hana þar ? Hvar kom barnið undir ? Var flókin leikflétta í gangi til að sniðganga reglur í Svíþjóð, Ítalíu og Íslandi ?

Hvers vegna eru ekki lögð fram gögn sem staðfesta að manninum stafi bráð lífshætta af dvöl í Kenya og Ítalíu ? Hvað með hinar milljónirnar í Kenya, sem af ýmsum ástæðum eru í hættu, en hafa ekki efni á að ferðast til Íslands ? Skipta peningar kannski engu máli fyrir þennan mann ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.7.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér fannst einmitt skrítið að maðurinn skyldi ekki frekar fara til konu sinnar í Svíþjóð, en samkvæmt þeim sem gagnrýna þetta mest hér, tala um hve allt sé betra hvað þessa hluti annarsstaðar en hér, fyrir utan Grikkland og Ítalíu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.7.2008 kl. 11:48

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta mál lyktar verr, eftir því sem það er betur skoðað. Heldstu stuðningsmenn herra Odours eru allt kommúnistar. Þetta vekur upp grunsemdir sem styrkjast við athugun á fortíð herra Odours.

Paul Ramses Oudour var kosningastjóri Raila Amolo Odinga, sem keppti um embætti forseta Kenya í desember 2007. Odinga tapaði kosningunum, en með ofveldi og aðstoð múslima tókst honum samt að semja til sín embætti forsætisráðherra.

Þessi Odinga er sonur Jaramogi Oginga Odinga (1911 - 1994) sem var alræmdur kommúnisti og varaforseti landsins. Til marks um tengsl þeirra feðga við alþjóðlegan kommúnisma, má nefna að Odinga yngri var sendur til náms í Austur-Þýðskalandi 1965 - 1970. Odinga yngri á fjögur börn og nefndi tvö þeirra í höfuðið á alræmdum kommúnistum. Eldsti sonur hans nefnist Fidel í höfuðið á Fidel Castro og yngsta barn hans heitir Winnie eftir Winnie Mandela.

Til að innsigla tengsl sín við kommúnista lét herra Odour son sinn á Íslandi heita Fidel Smári. Hér virðist því vera á ferðinni hrærigrautur kommúnisma og Islam. Verra getur það varla verið.

Fyrir kosningarnar í desember 2007, nánar tiltekið 29.ágúst 2007, gerði flokkur þeirra Odours og Odinga samkomulag við samtök múslima í Kenya um stuðning við framboð Odinga. Að launum áttu múslimar að fá ótrúleg hlunningi að loknum kosningum. Múslimar í Kenya eru um 10% þjóðarinnar, en samkvæmt samningnum (sem ég á afrit af) áttu þeir að hljóta fáheyrða stöðu.

Því má bæta við, að Barack Obama er af sama ættbálki og Odour og Odinga, það er að segja af Luo-þjóðinni. Æsingur Íslendskra kommúnista og Mújahida fer nú að verða skiljanlegur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.7.2008 kl. 21:24

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert Loftur, takk fyrir þessar upplýsingar

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.7.2008 kl. 00:47

8 identicon

Sterkasta gagnrýnin á Útlendingastofnun er sú að málið skyldi sent til Ítalíu án þess að vera tekið til athugunar hér en auk þess er ýmis önnur handvömm sem einkennir þetta mál.

Það er náttúrulega enginn kommúnistaflokkur á Íslandi og þetta er ekki flokkspólitískt mál en jafnvel þó að maðurinn kunni að vera kommúnisti eða hafa tengsl við Barac Obama, þá er ekkert í lögum sem heimilar Útlandingastofnun að misvirða mannréttindi kommúnista frekar en annarra.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 07:28

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eva, er það rétt skilið að þú teljir, að í sumum opinberum málum þurfi ekki að fara að almennum reglum ?

Eva, getur þú bent mér á einhverjar ástæður sem réttlæta, að Paul Ramses Odour þurfi ekki að hlýta sömu reglum og aðrir sem leita hælis hérlendis sem flóttamenn ?

Eva, ert þú viss um að engir kommúnistar finnist á Íslandi ? Heldur þú að til að vera kommúnisti, þurfi einstaklingur að vera með flokksskýrteini í kommúnistaflokki ?

Eva, finnst þér líklegt að kosningastjóri (Paul Ramses Odour) hjá forsætisráðherra Kenya (Raila Amolo Odinga) njóti ekki verndar forsætisráðherrans ?

Eva, veitst þú að Kenya er nær 6 sinnum stærra en Ísland ? Þar ræður Luo-þjóðin stórum landsvæðum og reyndar í nálægum löndum líka. Finnst þér líklegt, að herra Odour eigi hvergi í hús að venda á þessum víðáttumiklu svæðum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.7.2008 kl. 10:55

10 identicon

Nei, ég tel ekki að í sumum málum eigi ekki að fara að reglum. Ég tel að eigi að virða lög og það vill svo til að mannúðarsjónarmið eru bundin í alþjóðasamninga. Lögum samkvæmt má ekki stofna manni í hættu með því að senda hann á svæði þar sem ætla má að hann fái ómannúðlega meðferð.

Það eru engar ástæður sem réttlæta það að þessi tiltekni maður eigi ekki að hlýta sömu reglum og aðrir. Það að útlendingastofnun brjóti á réttri margra gerir málið ekki ögn geðslera nema síður sé.

Nei ég held ekki að engir kommúnistar finnist á Íslandi, ég þekki m.a.s. einn sjálf. Ég held að þeir séu mjög sjaldgæfir og hér er enginn kommúnistaflokkur. Þó svo væri, þá er ekki bannað að vera kommúnisti.

Mér finnst hreinlega ekki líklegt að Raila Odinga sé í neinni aðstöðu til að vernda sitt fólk, enda hafa allmargir hans stuðningsmanna horfið eða lent í slysum á síðustu vikum og mánuðum.

Þetta síðasta er svo heimskulegt að það er ekki svara vert.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:11

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eva svarar flestum spurningum mínum samvitskusamlega og ég sé ekki annað en við séum sammála um flest er mál þetta varðar. Það sem við sjáum líklega ekki sömu augum, er ástandið í Kenya. Eva nefnir ábendingar mínar varðandi Kenya heimskulegar, en meira þarf til en þau orð hennar, til að hagga skoðun minni.

Eva segir:

Mér finnst hreinlega ekki líklegt að Raila Odinga sé í neinni aðstöðu til að vernda sitt fólk, enda hafa allmargir hans stuðningsmanna horfið eða lent í slysum á síðustu vikum og mánuðum.

Hvað hefur þú Eva fyrir þér varðandi þessa fullyrðingu ? Hverjir stuðningsmanna Odinga hafa horfið eða lent í sviðsettum slysum ? Ég veit að í júní fórust tveir ráðherrar í flugslysi (Kipkalya Kones og Lorna Laboso), en Odinga hefur sjálfur sagt að um slys hafi verið að ræða. Það liggur fyrir að aðstæður til flugs voru erfiðar og ásakanir um morð virðast ekki hafa við nein rök að styðjast.

Höfum í huga að kosningar á þessum slóðum eru ávallt litaðar þjóðernis-átökum. Í Kenya eru margar þjóðir og þeirra fjölmennust er Kikuyu-þjóðin með um 23% (8 milljónir), en Luo-þjóðin er um 14% (5 milljónir).

Núverandi forseti og sigurvegari kosninganna í desember 2007 er Mwai Kibaki. Hann er af Kikuyu-þjóðinni, eins og var einnig Jomo Kenyatta (1894 - 1978), fyrsti forsætisráðherra Kenya. Ég hef áður nefnt, að Raila Amolo Odinga gerði svívirðilegan samning við múslimi, til að ná kosningu. Í kjölfar þess samnings gerði raunar Kibaki einnig samning við glæpasamtök, sem nefnast Mungiki.

Við þessar kringumstæður, þar sem þjóðernishyggja er á suðupunkti eftir kosningar, er fáránlegt að halda því fram, að enginn sé tilbúinn að halda hlífiskildi yfir Paul Ramses Odour. Margir eru örugglega reiðubúnir, að hætta lífinu fyrir þennan kosningastjóra Odinga.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.7.2008 kl. 21:43

12 identicon

Þú trúir því að margir séu tilbúnir til að hætta lífinu fyrir hann. Heldurðu þá að geti líka verið að margir séu tilbúnir til að hætta lífi hans?

Ef menn vildu þig feigan, myndir þú þá sofa rótt á næturnar af því að þú ættir stuðningmenn? Ramses hefur þegar sætt pyndingum. Það er ekki ásættanleg aðstaða að lifa í felum í eigin landi, jafnvel þótt það sé 6 sinnum stærra en Ísland.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 22:03

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir upplýsandi umræður, Loftur og Eva.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.7.2008 kl. 00:31

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eva, hvaðan hefur þú þær upplýsingar að Odour hafi sætt pyntingum ? Ég spyr einnig aftur:

Hverjir stuðningsmanna Odinga hafa horfið eða lent í sviðsettum slysum ?

Ef einhverjir vilja Odour feigan, er líklega auðveldara fyrir þá að finna hann hér á landi en í Kenya.

Hvers vegna ætti annars einhver að vilja drepa Odour frekar en hvern annan af stuðningsmönnum Odinga ? Framdi hann einhvern glæp, sem réttarkerfið í Kenya vill góma hann fyrir ? Er hann hugsanlega hræddari við fyrrverandi vin sinn Odinga, en andstæðinga í stjórnmálum ?

Er öruggt, að Paul Ramses Odour sé giftur Rosemary Atieno Athiembo ? Hvers vegna ber hún ekki hans ættar-nafn ?

Það eru margar spurningar sem komið hafa upp í þessu máli og sem ekki virðist hafa verið svarað. Ég ætlast ekki Eva til að þú getir svarað öllum þeim spurningum sem ég varpa hér fram.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.7.2008 kl. 00:32

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisverðar spurningar Loftur, á hann kannski ekkert þetta barn? Er Paul Ramses e.t.v. með pólitíska glæpi á samviskunni og óttast að verða hegnt fyrir það í heimalandi sínu? Er það einlægur vilji þeirra að setjast hér að, eða á Ísland að vera stökkpallur fyrir þau annað, því hér sé svo auðvelt að blekkja yfirvöld?

Hangir eftir allt saman eitthvað meira á spýtunni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.7.2008 kl. 00:43

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þeir sem hafa áhuga á máli Paul Ramses Odour ættu að fara á eftirfarandi slóð og lesa vel athugasemdirnar tvær:

http://www.icenews.is/index.php/2008/07/08/kenyan-refugee-deported-from-iceland-moral-soul-searching-follows/

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.7.2008 kl. 01:00

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jahérna! Samkvæmt þessu er Paul (Ramses, falsað nafn) ótýndur glæpamaður, fjárglæframaður og þjófur og ekki stendur steinn yfir steini í frásögn hans af högum sínum undanfarin misseri. Hrikalegt ef satt er. Og vinstri "elítan" rífur hár sitt og skegg í heilagri reiði sinni, og réttlætiskennd þeirra er gróflega misboðið. En er fólkið þá að mótmæla vegna glæpamanns? Gefandi glæpamanni peninga?

Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.7.2008 kl. 02:03

18 identicon

Þetta er áhugaverð umræða.

Ég get ekki svarað þessu í fáum setningum og þar sem ég kann illa við að skrifa heilu ritgerðirnar inn á tjásukerfi annarra, ætla ég að setja inn færslu út frá þessari umræðu á mína eigin síðu. Hún verður væntanlega komin inn fyrir hádegi.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 07:57

19 identicon

Það skildi ekki vera að Útlendingastofnun hafi vitað þetta allt áður en getur ekki tjáð sig um málið.

En þetta lyktar einkennilega, bíð eftir umfjöllun fjölmiðla næstu daga.

Ægir Ármannsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:11

20 identicon

Ef það er vitað að maðurinn hafi aldrei komið nálægt stjórnmálum og eigi glæpaferil að baki, þá getur það ekki flokkast sem trúnaðarmál og ætti útlendingastofnun ekki að vera í neinum vandræðum með að benda á það

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:56

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú átt þakkir skyldar Gunnar, fyrir að opna fyrir gagnrýna umræðu um mál Paul Ramses Oduor. Hvort herra Oduor er nýr Gervasoni er of snemmt að fella dóm um, en hamagangur kommúnista bendir til myrkraverka.

Ég hef heimildir frá Kenya, sem staðfesta að maður að nafni Paul Oduor var framarlega í flokknum Orange Democratic Movement (ODM). Þessi maður hafði einhvert samband við Svíþjóð, þannig að hugsanlega var hann sá sem við þekkjum undir nafninu Paul Ramses Oduor.

Hins vegar má benda á, að nafnið Paul Oduor er mjög algengt nafn í Kenya og má líklega jafna því við Jón Jónsson hérlendis. Þannig hef ég fundið 7 Paul Oduor á netinu, en með mismunandi ættarnöfn (Omondi, Okola, Omogah, Okoth, Juma, Obara, Ogola). Líklega eru þeir allir af Luo-þjóðinni, eins og Raila Amolo Odinga og Barack Obama.

Paul Ramses Oduor getur því verið rétt nafn þess sem hér dvaldi, eða hann er svikahrappur sem hefur tekið upp nafn manns sem hugsanlega var þekktur fyrir stuðning við Odinga.Vonandi leysist þessi gáta, svo að sanngjörn niðurstaða fáist, í samræmi við almennar reglur Íslands um þá sem hingað leita hælis.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.7.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband