Egill Helgason segir á bloggi sínu að ekkert sé að marka kannanir á blogsíðum Ég er sammála honum, a.m.k. hvað sum mál varðar. Ég held að fólk sé kærulausara með atkvæði sitt á blogsíðum en annarsstaðar. Bara mín tilfinning. Hér eru úrslit úr síðustu könnun minni:
Spurt er
Ég skilgreini mig pólitískt:
Flokkur: Skoðanakannanir | 21.5.2008 (breytt kl. 02:44) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
- ESB-eitur í nammipoka valkyrja
Athugasemdir
Hélt þú ætlaðir að bera saman við mínar niðurstöður:
Lesandi bloggsins míns er pólitískt:
Vel til vinstri 12,4%
Heldur til vinstri 31,4%
Um miðbikið 15,5%
Heldur til hægri 17,0%
Vel til hægri 9,3%
Ópólitískur 8,2%
Annað 6,2%
194 hafa svarað- ekki svo voðalega ólíkar niðurstöður. Þú ert með heldur fleiri vinstrimenn en færri miðjumenn. Ég fæ fleiri "ópólitíska" á mína síðu. Gaman að þessu.
Hvað Egil varðar þá veistu vel að hann var að tala um blogg-niðurstöður sem með röngu eru yfirfærðar á landsmenn alla. Mín könnun og þín könnun hafa eingöngu mælt lesendur okkar. En þú ert kannski að gefa í skyn að hægri-samherjar þínir hafi gerst "kærulausir" og merkt sig til vinstri - kannski til að stríða þér eða eitthvað?
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 01:35
Já það er gaman að skoða þessar niðurstöður. Ég held reyndar stundum að færri séu í raun pólitískir en við höldum, því miður. Sveiflur vegna einnar fréttar úr stjórnmálalífinu geta haft gríðarleg áhrif, sérstaklega í svona blog-skoðanakönnunum, en einnig í hinum "vandaðari". Eina marktæka skoðanakönnunin er auðvitað niðurstaða kosninga og mér finnst að við ættum að taka upp frönsku hefðina og banna skoðanakannanir hálfum mánuði fyrir kosningar.
Já Árni, hver hefur sinn djöful að draga. Ég t.d. gæti aldrei hugsað mér að kjósa V-græna, þó ég hafi verið harður Allaballi á mínum yngri árum og VG var auðvitað snýtt úr annari hornösinni á þeim. Eina manneskjan sem mér hugnast úr þeirra röðum er varaformaður þeirra, en hún er bara upp á punt í flokknum hefur mér sýnst. Hins vegar er margt ágætt fólk í öllum hinum flokkunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 02:17
Ég er nokkuð sammála Árna í því að Katrín sé mest upp á punt, enda er hún ekkert óásjáleg og eins og Gunnar segir er margt gott fólk í öllum flokkum en ekki ætla ég að hætta mér á þann hála ís að fara að nefna nokkur nöfn. Ég tel að það sé nokkuð rétt hjá Gunnari að menn séu "kærulausari" með atkvæðin sín þegar um netkosningu er að ræða, hver svo sem orsökin er. En ég eins og svo margir aðrir hef gaman af þeim.
Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 09:21
Já, en kommon guys - að hægri menn ýti á "vinstri" valkostinn og öfugt, í miklum mæli? Er það ekki nokkuð ólíkindalegt kæruleysi?
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 12:15
Kannski ekki alveg þannig Friðrik, en það er fullt af fólki sem eru ekkert harðir á þessu og kjósa í svona könnunum eftir því hvernig liggur á þeim.
Það vita það náttúrulega allir að vinstri menn eru soddan "tight ass" og það þarf ekki nema eina slæma frétt til þess að eyðileggja daginn fyrir sumu "miðju" fólki... og þá sveiflast það til vinstri
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 13:02
Svo held ég að blogg-kannanir geti endurspeglað umræðuefnið á viðkomandi bloggi hverju sinni. Ef ég skrifa t.d. um umhverfismál á meðan könnunin fer fram, þá er eins víst að meirihluti lesenda sé frekar til vinstri. A.m.k. í umhverfismálum, því þeir sem eru á móti raski í náttúrunni eru það af meiri ástríðu en hinir sem eru það ekki. Bara pæling, engin fullyrðing.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 13:10
Ok. Umferðin hverju sinni getur haft áhrif. Hvað hefur þú verið að skrifa um sem lokkar allt þetta vinstrafólk til þín? Eða eru þeir bara svona forvitnir um hvað "óvinurinn" er að segja? Pæling, vissulega.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 14:49
Kannski eru það stóriðju og virkjanamálin Friðrik... og kannski forvitnir "óvinir"
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 15:42
Ég er ekki að alhæfa, en það er samt staðreynd að mun fleiri meðal V-grænna eru á móti virkjanaframkvæmdum og öðru náttúruraski en í öðrum flokkum. Einnig eru fleiri græningjar í Samfylkingunni en í Slálfstæðis og Framsóknarflokki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 17:37
En auðvitað er náttúruvænt fólk í öllum flokkum, sem betur fer
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 17:38
Ég er farin að hallast að Frjálslynda flokknum... og ekki bara fyrir nafnið.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.5.2008 kl. 23:55
Ég er mjög frjálslyndur... en maður verður að passa sig samt
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.