Ég spái því að Ólafur Kristjánsson verði fyrsti þjálfarinn í sumar sem verður látinn taka pokann sinn. Nema að hann sé einhver allt önnur persóna með strákunum á æfingum en í sjónvarpinu.
Ég ætla að gera könnun hér á blogginu, hver þjálfaranna í efstu deild lesendur mínir halda að fái þann vafasama heiður að verða fyrstur til að fjúka.
Ólafur Kristjánsson: Hugarfarið miklu betra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | 21.5.2008 (breytt kl. 00:41) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisn
- Drullupolla pólitík á lokametrunum - Hver er raunveruleg stefna flokkana?
- Kosningaspenna
- Hjúkrunarfræðingar fara í mál við vinnuveitenda sinn
- Kosningar búnar þar, en skella á hér
- Víti til að varast
- Viðsjár í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
Athugasemdir
Hmm...held nú frekar að Logi verði fyrstur þótt geðþekkur sé, Ólafur er kominn til að vera hjá Breiðabliki, enda afbragðsþjálfari sem verður ekki látinn fara þó að liðið hiksti lítið eitt í byrjun tímabils og þessi úrslit munu aðeins bæta sjálfstraustið hjá þeim grænu.
Georg P Sveinbjörnsson, 21.5.2008 kl. 01:27
Mér finnst Ólafur bara svo skelfilega yfirlætislegur í sjónvarpinu og kemur fyrir eins og hann þrái það eitt að vera álitinn sniðugur töffari. Alveg misheppnað hjá honum. Og þegar hann hefur verið að lýsa leikjum með einhverjum í sjónvarpinu, þá fæ ég stundum á tilfinninguna að hann sé að horfa á einhvern allt annan leik en ég, auk þess sem hann virðist ekki átta sig á því að fótbolti er tiltölulega einfaldur leikur og pælingar hans á atvikum í leikjum, eru oft á tíðum full djúpar fyrir minn smekk.
Logi er húmoristi og fer langt á því, en ég hef svo sem aldrei haft mikið álit á honum sem þjálfara samt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 02:01
Mér sýnist af skoðunarkönnuninni hér til hliðar að flestir séu á sama máli og ég, Ólafur vex við kynni og er gríðar vel liðinn af Blikum...og hann þarf ekkert að reyna að vera töffari, hann er töffari.
Georg P Sveinbjörnsson, 21.5.2008 kl. 02:58
Heyrðu Gunnar.
Þarft þú bara ekki að fara í smá sjálfsskoðun. Þú getur ekki stimplað einhvern mann leiðinlegan þó hann hafi ekki sömu sýn á fótbolta og þú sjálfur.
Ólafur Krisjánsson er án efa einn allra færasti þjálafari landsins í dag. Það segir svolítið mikið um hann að þegar hann var aðstoðarþjálfari hjá AGF í Danmörku urðu leikmennirnir æfir þegar ljóst varð að hann tæki ekki við liðinu þegar þáverandi þjálfari fékk ekki að halda áfram. Leikmennirnir vildu Ólaf, Árósa-pressan vildi Ólaf og stuðningsmenn liðsins vildu Ólaf.
Flott myndin á síðunni þinni.
Dunni, 21.5.2008 kl. 06:07
Bara svona létt ábending, Kristján Guðmundsson er að þjálfa Keflavík en ekki ÍBK.
Félagið heitir fullu nafni Keflavík íþrótta og ungmennafélag. Bara að hafa þetta á hreinu.
Gísli Sigurðsson, 21.5.2008 kl. 08:43
Georg, ég átti nú alveg eins von á því að Ólafur yrði ekki ofarlega í skoðanakönnuninni, a.m.k. ekki svona strax eftir sigurleik
Dunni, ég er bara að segja hvernig ég upplifi hann og þekki reyndar einn harðan Blika sem er á sömu skoðun. En ég sagði líka: "Nema að hann sé einhver allt önnur persóna með strákunum á æfingum en í sjónvarpinu". Ég þekki manninn ekki neitt og það sem þú segir um hann er eflaust rétt. Kannski er hann bara taugaóstyrkur fyrir framan myndavélarnar og kemur mér því svona fyrir sjónir
Gísli, Keflavík var alltaf kallað ÍBK (Íþróttabandalag Keflavíkur) á mínum ungdómsárum. Er búið að leggja það nafn af? Komið KÍU í staðinn?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 11:22
Sæll Gunnar, ég veit reyndar ekki alveg hvort Íþróttabandalag Keflavíkur er til lengur, tel reyndar svo ekki vera. En eins og ég sagði heitir félagið Keflavík íþrótta og ungmennafélag, daglega kallað Keflavík. Rétt eins og Ungmennafélagið Breiðablik er dags daglega kallað Breiðablik. OK?
Gísli Sigurðsson, 21.5.2008 kl. 19:51
Og Breiðablik var UBK.... ætli það sé kannski aflagt líka?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.