Konur eru grimmari

Ég á nú ekki von á því að margar konur berji eiginmenn sína, þó það sé auðvitað til. En þær beita sálfræðilegum refsingum og ofbeldi grimmilega og fátt finnst mér óhuggulegra en þegar eiginkonur niðurlægja menn sína í viðurvist annars fólks. Ég hef orðið vitni að því og það er ekki skemmtileg upplifun.

ear0085l


mbl.is Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er ekki hræddur við neitt nema konuna mína, reiðin er ógnvekjandi, en tárin lama mig.

Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heheh... góður

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: halkatla

ef karlmaður dissar konuna sína innan um aðra þá verður allt vitlaust, en þegar konur gera það situr fólk bara opinmynnt, sumar konur hafa gert það að listgrein að rakka aðra niður (mér finnst þær allavega miklu betri í því en karlar, og betri í að rífast í flestum tilfellum, ekki samt öllum)

halkatla, 21.5.2008 kl. 10:04

4 identicon

Ef þið sjáið konu löðrunga karlmann hver er fyrsta hugsun ykkar?

Ég held að það fyrsta sem flestum dettur í hug sé: "hvað ætli hann hafi gert af sér?"

Karma (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:03

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, merkilegt hvernig það er litið öðrum augum... hið kvenlega ofbeldi

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 11:35

6 Smámynd: Bumba

Ég er svo sammála þér Gunnar. Kem frá svona heimili sjálfur þar sem miklu andlegu ofbeldi var beitt og er í raun og veru ennþá. Sérkennileg eyðileggingarhvöt móður. Með beztu kveðju.

Bumba, 21.5.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband