Elliðaárdalurinn er mitt uppáhalds útivistarsvæði þegar ég er í höfðborginni. Mér finnst frábært að labba um skóginn því hann er orðinn svo þéttur og stór. Þó blási naprir vindar í borginni, þá er skjólið orðið svo mikið þarna að maður verður ekkert var við vindinn, nema e.t.v. gnauðið í trjátoppunum.
Það yrði skelfilegt ef þessi hálfrar aldar gamli skógur yrði eldi að bráð auk þess sem það gæti stofnað mannslífum í hættu. Þarna er oft töluvert af fólki á öllum aldri og oft eru krakkar að leik í skóginum. Reykjarkófið og hitinn í þessum mikla eldsmat sem þarna er gæti hæglega orðið fólki að fjörtjóni og umhugsunarvert hvort ekki ætti að vera þarna einhver gæsla á vorin.
Skógarvörð á svæðið!
mynd tekin af: http://homepage.mac.com/ingvarv/fjolskyldurolt/index.html
Þessi skemmtilega mynd er að öllum líkindum tekin snemma á síðustu öld. Er þetta ekki Sjávarfoss og Efra-Breiðholt, Hólahverfið í baksýn?
Föðurforeldrar mínir sem fædd voru á 9. áratug 19. aldar kyntust í gegnum ungmennafélag, Góðtemplararegluna ef ég man rétt. Farið var í allskyns ferðir ýmist á bátum, hestum eða gangandi. Upp á Kjalarnes, út í Engey, suður í Hafnarfjörð og upp að Elliðaám. Ef ekki hefði verið fyrir þessar ferðir, hefðu þau hugsanlega ekki fellt hugi saman og ég þá aldrei orðið til. Það hefði náttúrulega verið skandall.
Kannski eru þau þarna á myndinni.
![]() |
Sinueldur í Elliðaárdal í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 947512
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisn hótar stjórnarslitum
- Leifar fellibylsins Erin
- Vandamál ríkisstjórnarinnar er sama og vandamál gervigreindar
- Reykjavíkurmaraþonið
- Hérna er spekingur sem vil meina að það sé betra að setja niður HVÍTLAUSRIF í ÁGÚST frekar en í október; ef að þið viljið láta laukinn skipta sér:
- Sögufalsanir í fornbókmenntunum
- Adam Smith og efnahagur Íslands
- Stjórnsýzla landins geymir missanlegt fólk
- Snjallsímar, lestur og skólamál: Erum við að deila um keisarans skegg?
- Gagnslaust sæti við borðið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.