Óhæfur forystusauður

Hluti baráttuhópsins á þingpöllum í dag. Það er ekki sama hver fyrir hópi fólks sem vill mótmæla.  35 þús. smáskilaboð skiluðu 100 manns á Austurvöll. Skilaboðin voru send út í nafni "Baráttúfólks um bætt lífskjör", en það var bara nýtt nafn á mótmælum vörubílstjóra með Sturla Jónsson í broddi fylkingar.

Ef þetta eru ekki skýr skilaboð þjóðarinnar til Sturlu og félaga, þá veit ég ekki hvað. En er ekki orðið tímabært að verkalýðsfélögin vakni af dvala sínum og efni til baráttufundar? Miðað við verðlag á ýmsum matvörum í lágvöruversluninni Krónunni hér á Reyðarfirði, hækkandi afborganir lána, síhækkandi bensínverðs o.fl.,  þá er ljóst að um gríðarlega kjararýrnun er að ræða þessar vikurnar.

Það síðasta sem við þurfum nú er óstöðugleiki á vinnumarkaði og því hefði ég haldið að stjórnvöld myndu gera eitthvað til að sporna við kjararýrnunni. Kannski þurfa stjórnarherrarnir (og frúrnar) að sjá tugir þúsunda mótmælenda á Austurvelli til þess að taka til hendinni. Einhver ráðherrann, mig minnir Björgvin G. Sigurðsson, sagði reyndar um daginn í sjónvarpsviðtali að verið væri að vinna í málunum á fullu. Í hvaða formi skyldu lausnirnar verða?


mbl.is Hrópað af þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Kristinsson

Já, eða að þjóðin vakni af sínum Þyrnirósarsvefni og mæti á austurvöllinn. Við  erum ótrúleg sófadýr og enginn þorir að standa upp og gera eitthvað sem að nágranninn telur að sé út úr norminu.

Pétur Kristinsson, 15.5.2008 kl. 19:14

2 identicon

Mæta á morgun klukkan 12 fyrir utan alþingishúsið, eitt hádegjishlé, ekki mikil fórn.

Kolbrún Rósa (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bannsettur barlómur erðetta maður, búandi í Álbæjaralsælunni!?

þar drýpur smjörið af hverju strái og Hamingjan búin að skrá sitt lögheimili í nafni Mr. Alcoa, en hvað heyrir maður þá?

Jú, kellinguna Gunnu væla og nöldra um bensínverð, búðaverð og bankalán!

Og ekki bara það, heldur er kelling kvabbandi út og suður, sem nú allir eru orðnir hundleiðir á og nenna ekki að hlusta á, nema að séu af svipuðu sauðahúsi!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Hólmfríður S Einarsdóttir

Hvaða bölvað bull er þetta.Hvaða persóna er það sem þér þóknast að fari fram fyrir þig?Sturla hefur staðið sig vel.Málið er að það er alltof mikið af Sjálfstæðismönnum og Samfylkingarfólki og auðvitað eru þið að grenja undan þessu,því  nú er allt svo gott.Þvílík hræsni.Af hverju skríðið þið ekki útúr kofunum og mótmælið líka eða hafið þið það svona gott?

Hólmfríður S Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hólmfríður veður hér inn á skítugum skónum og rífur stólpakjaft en svo þarf að spyrja auðmjúklega leyfis og sækja um sérstakt leyniorð til þess að heimsækja hennar blogg!

Ég get þó heilsað upp á Magnús og svarað hjá honum í sömu mynt. Ég bara hef ekki nennu í það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Hólmfríður S Einarsdóttir

Sæll Gunnar.Viðurkenni að ég var kannski of harðorð við þig,en ég er orðin svo leið á þeim sem eru alltaf að dæma og tala illa um þá sem eru þó að reyna að mótmæla spillingunni og subbuskapnum hjá þessari ríkisstjórn.Mér finnst að þetta fólk ætti frekar að standa við bakið á þeim.Mér sýnist þú era hneikslaður á því hvað allt hefur hækkað og það er ég líka.Ég tek ofan fyrir þeim sem eru að reyna að berjast fyrir okkur hin.Þar fyrir utan þá er ég ekki með blogg.

Hólmfríður S Einarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:09

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok, Hólmfríður, ég skil hvað þú meinar

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2008 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband