Það er rangt hjá Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra Akraness að allstaðar hafi vel tekist til á landinu með flóttamenn sem Rauði krossinn hefur staði að, að flytja hingað til lands. Hingað til Reyðarfjarðar komu um 30 múslimskir Albanir frá Pristina fyrir um 10 árum síðan. Afar vel var tekið á móti þeim, þeir fengu að sjálfsögðu húsnæði með öllum húsbúnaði og framfærslueyri í 3 mánuði, en ekki var reiknað með að þeir færu á vinnumarkaðinn fyrr en að þeim tíma liðnum.
Ég og fjölskylda mín gerðumst stuðningsfulltrúar ungrar þriggja manna fjölskyldu og kynntumst við flóttamannahópnum ágætlega í gegnum þau. Skemmst er frá að segja að Albanirnir samlöguðust engan veginn íslensku samfélagi, enda var það aldrei meiningin hjá þeim. Hópurinn var allur tengdur fjölskylduböndum og "höfuð" hópsins var faðir eða afi stórs hluta hans. Það var svolítið sérstakt að verða vitni að því hve miklu sá gamli réð og aðrir í hópnum virtust bera óttablandna virðingu fyrir honum.
Fljótlega eftir að vinnufærir einstaklingar voru komnir út á vinnumarkaðinn, fór að bera á ýmsum vandamálum og að lokum og um leið og stríðinu í heimalandi fólksins var opnberlega lokið, þá sneri fólkið til átthaga sinna, að skipun ættarhöfðingjans.
Í heildina voru í þessu flóttamannaholli frá stríðsátökunum í Albaníu um 60 manns og fór hinn helmingurinn til Dalvíkur. Eitthvað gekk betur með þann hóp. Hvort það var vegna minni ættartengsla eða bara aðstæðna fólksins í þeim hópi veit ég ekki.
Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.5.2008 (breytt kl. 22:24) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 946220
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
Athugasemdir
Við kunnum ekki að taka á móti fólki. Þar fyrir utan verð ég að segfja að hér heima er nóg að gera, nóg af svöngu fólki og illa stöddu að öllu leyti. Byrjum á að bæta hag þeirra Íslendinga sem á því þurfa að halda. Svo getum skipt okkur af annarstaðar. FRIÐUR ( heima fyrst)
Haraldur Davíðsson, 14.5.2008 kl. 22:33
Mér datt þetta líka í hug með Albanana þegar ég heyrði Gísla tala um hve vel hefði tekist til annarsstaðar. Ég man eftir komu þeirra, fyrst dvöldust þeir á Eiðum og að var vandað til alls undirbúnings þar og á Reyðarfirði að hálfu Rauða krossins og sveitarfélaganna. Mig minnir að þeir hafi allir verið farnir aftur innan eins árs. - Heldurðu Gunnar að það hafi kannski verið af því að þá voru þeir búnir að kynnast Reyðfirðingum!!!!
Haraldur Bjarnason, 14.5.2008 kl. 22:34
Hehhe.. getur það verið Haraldur!!?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 22:41
Haraldur Davíðsson, ég fæ ekki séð að hægt hefði verið að standa betur að mótöku Albananna hér. Sumum fannst nóg um hve hlaðið var undir þá.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 22:57
Nei Gunnar, þetta var nú bara smá skepnuskapur hjá mér!!!
Haraldur Bjarnason, 14.5.2008 kl. 22:58
Reyndar sat Rauði krossinn undir ámæli fyrir hvernig hann valdi fólk úr flóttamannabúðunum. Illar tungur sögðu að best stæða fólkið hefði fengið að koma hingað. Ég veit auðvitað ekkert um það, en starfsmenn Rauða krossins virtust standa að öllu fagmannlega hér. Stóðu m.a. fyrir fræðslufundi meðal Reyðfirðinga áður en hópurinn kom.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 23:09
Ef ég man rétt, þá var flóttamönnum dreift um land allt, og lang flestir enduðu á Höfuðborgarsvæðinu innan langs tíma.
En við gerum okkur vonandi grein fyrir því að Akranes er nánast úthverfi Reykjavíkur, og ekki sambærilegt við það að fara til Reyðarfjarðar (ef fólk á annaðborð kýs stórborgarlífið).
Kv.
Sjallinn í Odense (Fyrrum Héraðsbúi)
Ingólfur Þór Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 23:21
Það er ekkert óeðlilegt að erlendir borgarbúar leiti í höfuðborgarsvæðið. En fólk sem kemur hingað til lands, hvort sem það er flóttafólk eða venjulegir innflytjendur, verða að aðlaga sig íslenska samfélaginu ef það hefur hug á að setjast hér að til langframa. Öðruvísi gengur þetta ekki upp. En til þess þarf fólkið auðvitað aðstoð og það þarf að vera tilbúið til að þyggja þá aðstoð.
Sú var ekki raunin með Albanina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.