Eitt helsta tromp náttúruverndarsinna í andstöðu sinni gegn virkjunum undanfarin ár, hefur verið að benda á umhverfisraskið sé óafturkræft. Þessi framkvæmd er afturkræf en nú skiptir það engu máli. Virkjanir skulu helst ekki byggðar á Íslandi... No matter what!!.
Tikynning NSS er uppfull af því sem þeir telja og halda. Í henni segir m.a.: "NSS telja að náttúrugæðum verði spillt til frambúðar með fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum við Ölkelduháls"
Nú veit ég fyrir víst að þessi samtök hafa skoðað af mikilli nákvæmni allt sem lítur að framkvæmdinni og það hefur örugglega ekki farið fram hjá þeim að hún er afturkræf. Þegar einhver reynir að leiða mig á villugötur, þá hef ég ósjálfrátt varan á mér gagnvart slíkum aðila.
Arabískt máltæki segir eitthvað á þessa leið: Ef þú stelur einu sinni frá mér, þá er það á þinni ábyrgð. Ef þú stelur aftur frá mér, þá er það á minni ábyrgð.
NSS leggjast gegn áformum um Bitruvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 14.5.2008 (breytt kl. 02:07) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
Athugasemdir
Ég er að tala um þær náttúruperlur sem náttúruverndarsinnarnir hafa mestar áhyggjur af, þ.e. hverirnir í giljunum fyrir neðan virkjunina, öræfakyrrðina, hina sjónrænu mengun, hávaðann, brennisteinsvetnið, landslagið.
Allir vegir verða lagðir þarna yfir vegslóða sem fyrir eru, utan örlítilla spotta að borholunum og virkjuninni sjálfri. En auðvitað verður hægt að benda á ummerki eftir framkvæmdirnar en þetta er samt skilgreint afturkræft.
Annars er ég ekkert heitur stuðningsmaður þessarar virkjunar, kannast bara við þessar áróðursaðferðir hjá þeim sem eru á móti þessu og ég verð að viðurkenna að mér líkar þær ekki. Ég skil hins vegar vel að fólk hafi tilfinningar gagnvart svæðinu, hef sjálfur labbað þarna um fyrir um 20 árum síðan á rjúpnaveiðum. Það svæði sem er þarna mest heillandi og mómælendurnir hampa sjálfir mest, verður ekki fyrir raski, nema að hugsanlega heyrist í gufublæstrinum. Hversu mikið veit ég ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 03:08
Annars er eitt dálítið skondið þegar náttúruverndarsinnarnir tala um öræfakyrrðina þarna. Einn fjölfarnasti hluti þjóðvegar 1 liggur þarna steinsnar frá og auðvitað heyrist lítið sem ekkert í umferðinni þar sem virkjunarsvæðið er, nema e.t.v. við viss veðurskilyrði, sem eru afar sjaldgæf þarna. En svo má ekki leggja sæmilega góða vegi yfir hálendið, vegna þess að umferðarhávaðinn muni spilla öræfakyrrðinni í tuga kílómetra radíus í kringum veginn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 03:19
Virkjanasinni eða náttúruverndarsinni? Varðandi Bitruvirkjun held ég að það sé ekki aðalatriðið. Ég er hlyntur stóriðju og ég er hlyntur virkjunum en ég er að gera mér grein fyrir því að með breytingu á lögum um Skipulagsstofnun sem Siv Friðleifdóttir þáverandi umhverfisráðherra kom í gegn hefur fólkið í landinu nánast ekkert um það að segja hvort ákveðnar framkvæmdir verði að veruleika eða ekki. Það er búið að færa allt ákvörðunarvaldið til sveitastjórna og framkvæmdaraðila. Sumum kann að finnast það gott, en ég fyrir mína parta get ekki sætt mig við að svo mikið vald sé sett í hendur svo fárra. Vald = Spilling samanber mannkynnssöguna. Það er verið að hafa lýðræðið að háði með framkvæmdum við Bitru. Mér finnst óeðlilegt að sveitastjórn og framkvæmdaraðili geri með sér samkomulag um framkvæmd löngu áður en viðkomandi framkvæmd fer í lögformlegt ferli. Mér finnst óeðlilegt að tæplega 1000 athugasemdir við umhverfisskýrslu vegna Bitruvirkjunar sé afgreiddar sem kverúlans. Ég held að stór hluti þeirra sem er á móti Bitruvirkjun séu það einmitt vegna þessara atriða.
Ég er almennt orðinn skeptískari á að heiðarlega sé staðið að málum þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanaframkvæmdir.
Gísli Garðarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:32
Ertu að meina á fyrirhuguðu virkjunarsvæðinu við Bitru? Jú, það hef ég nefnilega gert, þegar ég var þarna á rjúpnaveiðum forðum.... í ilmandi hveralyktinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 10:35
Samkomulag sveitarstjórnar og framkvæmdaraðila eru með ýmsum fyrirvörum um að ferlið nái í gegn með lögformlegum hætti á öllum sviðum.
Ég get tekið undir það hjá þér Gísli, að vald lítilla sveitarfélaga er mikið, en á vald þeirra sem mótmæla að vera mikið, sama hversu fámennur hópur það er? Hvað þarf hópur verndunarsinna að vera stór, til þess að hann fái að ráða?
Að bera saman atkvæði sem núverandi meirihluti sveitarfélagsins Ölfuss hefur á bak við sig og fjölda athugasemda við fyrirhugaða Bitruvirkjun, er út í hött. Ef slíkur samnburður á að ráða, hvort ráðist verði í framkvæmdir af hálfu lítilla sveitarfélaga, þá er hætt við að Landvernd t.d. og hinn öfgafulli hópur einstaklinga sem þar ræður ríkjum, verði valdamesti þrýstihópur landsins. Viljum við það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 10:54
Kannski átti þessi athugasemd mín ekki heima í tenslum við þessa fyrirsögn. Eflaust eru þessar framkvæmdir allar afturkræfar.
Vald þeirra sem ekki eru sammála framkvæmdum á að vera það sama ekki snúa útúr. Eins og staðan er í dag er þessu viðsnúið. Auðvita verða íbúar sveitarfélagsins að hafa ákvörðunarrétt en þegar sá ákvörðunarréttur felur í sér að nágrannasveitarfélag eða bæjarfélag þarf mögulega að þola skert lífsgæði hvar er þá réttlætið í því? Hver passar upp á hagsmuni þeirra? Ekki gerir ríkið það? Grasrótin nei það gengur ekki því það eru bara öfgamenn sem ekkert mark er takandi á.
Það sem var megin intakið í athugasemd minni hér að framan var að skipulagslögin eru mein gölluð og það þarf að vera hægt að fara einhvern milliveg eða bæta við landsskipulagi sem þá tekur á málum sem þessum þar sem hagsmunir nágrannasveitarfélaga skarast.
Skipulagslöginí dag í stuttu máli, ég tek ákvörðun um framkvæmd ( það er ekki neitt í ferlinu þegar það er farið af stað sem stillir upp möguleikanum á framkvæmd vs. ekki framkvæmd þegar ég hef tekið mína ákvörðun), skipulagsstofnun fer yfir þá pappíra sem þurfa að vera til staðar skv. lögum en tekur ekki efnislega afstöðu til innihaldsins, íbúar hafa rétt til að gera athugasemd og eru mótfallnir framkvæmd, ég þarf ekki að taka mark á þeim ef ég segi að sveitarfélagið þarfnist framkvæmdanna. Þar með er málið dautt og framkvæmdir hefjast.
Þessu þarf að breyta. Hvort ástandið var eitthvað betra áður en Siv breytti lögunum ætla ég ekki að leggja dóm á en hins vegar finnst mér og mörgum öðrum núverandi ástand óásættanlegt og ekki til þess fallið að draga úr efasemdum um ágæti margra fyrirhugaðra stórframkvæmda.
Gísli Garðarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:36
Ég get alveg fallist á það að vald fámenns hóps sveitarstjórnarmanna geti verið of mikið. En varðandi mótmæli Hvergerðinga, þá byggjast þau á þeirri afstöðu að framkvæmdin rýri lífsgæði þeirra, (loftgæði) og eyðileggi útivistarsvæðið fyrir ofan bæinn.
Þessum fullyrðingum er snýtt úr nös mótmælendanna og ég dreg þær stórlega í efa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 11:58
Þegar ég segi "mótmælendanna", þá er ég að tala um náttúruverndarsinna sem helst engu vilja raska í náttúrunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 11:59
Ég held þú talir nú frekar niður til Hvergerðinga þegar þú gerir þeim upp þann aumingjaskap að geta ekki haft sjálfstæðar skoðanir og éti upp það sem snýtt er úr nös mótmælendanna aka. náttúruverndarsinna. Svei mér þá ef permasectið hefur ekki skaðað þig varanlega þegar þú varst á Reykjum. (Veit ekkert hvort það var notað þar stór efast um það)
Gísli Garðarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 12:13
Það var nú ekki meiningin að tala niður til Hvergerðinga, ég bjó þar 1983 og aftur 1987-8, ágætis fólk þar. Það er e.t.v. eðlilegt að sumir Hvergerðingar séu súrir yfir því að fá engu um þetta ráðið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.