Dæmigert fyrir umhverfisverndarsinna

Urriðafoss í Þjórsá. Vinnubrögð af því tagi sem áhugafólk um samfélags- og umhverfismál í Flóahreppi viðhefur, eru dæmigerð fyrir umhverfisverndarsinna. Óvandaður málflutningur og vinnubrögð hafa lengi verið viðloðandi svona samtök og virðast til þess gerð að lokka illa upplýsta einstaklinga til fylgilags við sig.

Það er skiljanlegt að ábúendur á áhrifasvæði virkjunarinnar vilja blása upp umhverfisáhrifin, það er bara peningur í vasann fyrir þá.

Á blogsíðu Láru Hönnu túristaveiðara, er verið að smala fólki til þess að mótmæla Bitruvirkjun. Allir, að mér undanskildum sýnist mér, kokgleypa allt sem hún segir um þá virkjunaráætlun, gagnrýnislaust. Nanna Katrín Kristjánsdóttir afhjúpaði skemmtilega fávisku sína um málið er hún sagði:

"Vá þetta eru svo fallegar myndir.  Ég fer næstum að gráta við tilhugsunina að breyta þessu í kalt, risa, ómannlegt álver eða aðra slíka verksmiðju.  Ég er með ef ég má.  Hvað á ég að gera?"

Hvað ætli sé stórt hlutfall "umhverfisverndarsinna" sem grundvalla andstöðu sína við virkjanir á algjöru þekkingarleysi?

 


mbl.is Landsvirkjun gagnrýnir fræðaþing um Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir flest hjá þér Gunnar, virkilega óvandaður málatilbúnaður og frekar öfgafullur, svona tilfinningamál en ekki rök og staðreyndir.

En á meðan þetta fólk er að æsa sig þarna, er alla vega friður fyrir framkvæmdaraðila til að tæta um Hraunveitusvæðið í friði.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.5.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Já Þorsteinn, vei því að fólk fari að gera þetta að tilfinningamáli. Þetta eru jú bara 3 virkjanir á byggðu landi.

Benjamín Plaggenborg, 5.5.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Varðandi Bitruvirkjun, þá er umræðan auðvitað af hinu góða, en hún þarf þá að vera öfgalaus en ekki byggð á einhverjum fabúleringum sem standast ekki. Ef þessar upplýsingar sem andstæðingar Bitruvirkjunnar reynast réttar, þá er ég á móti þeirri virkjun, en af fenginni reynslu af röksemdarfærslum umhverfisverndarsinna, þá tek ég öllu sem þeir segja með miklum fyrirvara.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Af hverju kallarðu mig "túristaveiðara", Gunnar? Hvað er það?

Af hverju þarftu að tala niður til fólks til að afla þínum málstað stuðnings?

Hvað í mínum málflutningi stenst ekki? Ertu búinn að kynna þér málflutning minn? Ekki sýnist mér það á athugasemdum þínum á síðunni minni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.5.2008 kl. 01:03

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Voðalega ertu hörundsár Lára! Auglýsir þú þig ekki sem leiðsögumann fyrir túrista?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband