Það er ekki rétt sem fram kemur í þessari frétt að Hitler hafi aðeins hlotið smáskeinur við sprenginguna. Hann slasaðist þó nokkuð, missti meðal annars heyrn á öðru eyra og og særðist illa á hendi. Hitler jafnaði sig aldrei á þessu og varð í kjölfarið háður verkjalyfjum.
Philipp von Boeselager hafði einnig ári áður, í mars 1943, reynt að ráða Hitler af dögum en þá ætlaði hann að skjóta hann með Walther PP skammbyssu, og einnig Heinrich Himmler í kvöldverðarboði í spilavítisklúbbi foringja, þar sem fara átti yfir stríðsáætlanir með foringja Boeselager,Günther von Kluge, en hann tók einnig þátt í samsærinu. Boeselager hætti við á síðustu stundu því Himmler yfirgaf samkvæmið óvænt. Með Himmler áfram á lífi, var áhætta samsærismannanna of mikil. Boeselager átti skammbyssuna til dauðadags.
Sá síðasti úr hópnum er reyndi að myrða Hitler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.5.2008 (breytt kl. 17:36) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 945749
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Efnahagslegar afleiðingar valdatöku Trumps (líka fyrir Ísland)
- Ögn af kaldhæðni!
- Kosningasvikin 2020 í skjóli Covid ...
- Mannauður Miðflokksins í Múlaþingi
- Kraftaverk á Kleppsvegi en samt ...
- Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?
- Skilvirknisráðuneyti
- Frelisskerðingar og lokunaraðgerðir covid-þríeyksins
- Hvaðan kemur þessi kyn- kynlífs- og trans"fræðsla" barnanna okkar?
- Tvöfalt eftirlit EES
Athugasemdir
Þetta er ekki alveg rétt. Hitler tapaði jú að mestu heyrn á öðru eyra enn önnur meiðsli voru minniháttar og voru þau aðallega á fótleggjum. Misnotkun Hitlers á lyfjum var nokkuð sem einkalæknir hans dr Morel kom honum á og það voru aðalega svefnlyf að kvöldi í stórum skömtum sem hann gaf honum og svo Amfetamín að morgni. Hitler trúði því að þessi læknir inni hreinlega kraftaverk því hann var svo hress og kátur eftir sprautur dr Morel!
óskar (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 17:50
Sæll, Linkirnir , Walther PP og ,Günther von Kluge,
http://world.guns.ru/handguns/hg13-e.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/G%C3%BCnther_von_Kluge
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 2.5.2008 kl. 18:10
Takk fyrir þetta Sigurjón, ég ætlaði að klippa og líma á færsluna frá wikipedia, en það hefur greinilega eitthvað klikkað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2008 kl. 18:23
Opinberar samtímaheimildir sögðu hann ekki hafa slasast mikið, en seinni tíma heimildir hafa leitt í ljós annað. Hitler varð aldrei samur eftir tilræðið
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2008 kl. 21:23
Gott að svona fortíðar terroristi sé fallinn frá
Ingi (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 21:53
Nei hann varð það reyndar ekki. Enn það má að stórumhluta skýra líka með margföldum lyfja skömtum sem hann var byrjaður að fá,og eftir tilræðið þá bara snappaði hann endanlega,hann gólaði og gargaði á allt og alla nema Evu og ritarana sína og auðvitað Blondí. Þegar svona var komið þá var bara eitt að gera. Tala við Dr feelgood og fá hann til að gefa foringjanum eitthvað til að róa hann og svo varð jú að hleypa lífi í kallinn aftur að morgni og þá kom læknirinn góði aftur! Og svona gekk þetta þangað til Ivan bankaði uppá og vildi spjalla við Adolf
óskar. (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 22:06
Hann er búinn að vera dauður nógu löngu lengi til að það sé í lagi að birta mynd af honum með heddfóninn að fíla kartöflugarðana hjá Árna Johnsen alveg í tætlur.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.5.2008 kl. 23:23
Hahaha, þessi er frábær Helga. Það er a.m.k. enginn Wagner taktur í þessu
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2008 kl. 23:26
Hlynur Jón Michelsen, 3.5.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.