100% hækkun í Krónunni

kronanÉg dreg stórlega í efa að sú hryna verðhækkana undanfarið á matvörum, eða svo sem hverju sem er, eigi sér alltaf eðlilegar skýringar.

Þegar Krónan hóf rekstur hér á Reyðarfirði, þá fannst mörgum hér á fjörðunum þeir hafi himinn höndum tekið. Bónus var fyrsta lágvöruverslunin sem kom sér fyrir á Austurlandi  (Egilsstöðum) og fólk neðan af fjörðunum fór uppeftir til að versla, því verðmunurinn var það mikill að það var fljótt að borga upp bensínkostnaðinn. En svo kom Krónan á Reyðarfjörð fyrir um 2 árum.

 Kasko reyndi að halda áfram rekstri í gamla Kaupfélagshúsinu en gafst svo upp. Vöruúrval var með ágætum til að byrja með en svo hefur það farið hríðversnandi og nú er svo komið að fólk er farið að koma við í Bónus á Egilsstöðum á ný, vegna þess að þar er mun meira vöruúrval.

Mig rak í rogastanz fyrir helgina þegar ég ætlaði að kaupa uppáhalds morgunkorn sonar míns, sem er Havre fras (koddar). Verðið á litlum pakka var um 350 kr. fyrir stuttu síðan en nú kostaði hann 630 kr. ! Þegar ég spurði afgreiðslustúlkuna hvort þetta væri ekki einhver vitleysa, svaraði hún hálf skömmustulega að því miður hefði þetta bara hækkað svona. Þegar ég hafði huggað hana og sagt henni að þetta var ekki henni að kenna, fór ég með pakkann aftur í hilluna og skilaði honum.

Ég læt ekki bjóða mér svona svívirðu.


mbl.is Allir fylgist með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Kaupi sá sem kaupa vill, kaupi eigi sá sem ekki vill kaupa.

Maður ætti að fá Nóbelinn fyrir svona ljóðlist

Johnny Bravo, 28.4.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Djúpur

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Sævar Helgason

Havre fras  - er þetta ekki framleitt úr korni ?  Gríðarlegar verðhækkanir eru fram komar á korni á heimsmarkaði af ýmsum ástæðum-uppskerubrestir - eldsneytisframleiðsla úr korni mjög vaxandi og stóraukin eftrispurn m.a í Kína og Indlandi. Og við bætist hjá okkur fall krónunar. Verð á matvælum er að hækka mjög um allan heim- í Krónunni líka.

Sævar Helgason, 28.4.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, hafrar held ég, framleitt í Danmörku. En það var ekki búið að hækka matvælin mikið þegar þetta var keypt og flutt inn. Þaðan af síður þegar hafrarnir voru ræktaðir. Og helmings hækkun!!

Það er lykt af þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband