Eiður til West Ham

Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldinho hafa verið samherjar... Ég tel að "stjörnu-syndromið" hrjái Barcelona, líkt og það gerði hjá Real Madrid fyrir 2 árum. Stjörnurnar spila fyrir sjálfan sig en ekki liðið og það er hörmung að sjá frábæra leikmenn eins og Messi, hnoðast endalaust áfram og ætla sér að gera allt upp á eigni spýtur.

Stjörnu-syndrómið verður ekki læknað nema með þjálfaraskiptum. Tími Rijkaard er liðinn. Jafnvel þó Barcelona tækist að krækja í Meistaradeildartitilinn.

  Fregnir herma að Ronaldinho sé mikið í skemmtanalífinu. Það kann aldrei góðri lukku að stýra.

Eiður átti við fjárhættuspilavanda og tókst að sigrast á því. Eiður þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila reglulega. Hann er fljótur að þyngjast annars. Ég vil sjá hann fara til West Ham í sumar.


mbl.is Rijkaard segir Ronaldinho vera á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband