Lára Ómarsdóttir og Robert Marchall fréttamenn á stöð 2 axla ábyrgð sína sem fréttamenn, eftir að hafa klúðrað "big time" í starfi sínu. Ekki veit ég hvort þeim var gert að segja upp eða ekki, hallast þó að það því fyrrnefnda. Fréttamenn eiga auðvitað að flytja fréttir en ekki búa þær til.
Lára hefur verið áberandi á st.2 í fréttaflutningi sínum, t.d. um Kárahnjúkavirkjun. Mér er það eftirminnilegt þegar hún fékk hámenntaðan erlendan sérfræðing til þess að segja landsmönnum að Kárahnjúkastífla væri tifandi tímasprengja og ekki væri spurning hvort heldur hvenær stíflan brysti með skelfilegum afleiðingum. Einnig hefur Lára verið dugleg að flytja fréttir undanfarið af meintu samhengi milli hræringa við Upptyppinga og fyllingu Hálslóns. Ómar faðir hennar hefur lengi verið að fabúlera með þetta og trekk í trekk var þetta stórfrétt á st.2, en ekki í öðrum fjölmiðlum. Hvers vegna skyldi það hafa verið? Jú, sennilega vegna þess að enginn vísindamaður vildi staðfesta þetta.
Lára og Róbert eru e.t.v. hugsjónafólk. Hugsjónir þeirra hlupu bara með þau í gönur og þau gleymdu grundvallaratriðum góðrar fréttamennsku, þ.e. sannleikanum og vönduðum vinnubrögðum. Spurning hvort Lára ætti ekki að feta sömu slóð og Róbert og fara í pólitíkina. Hún virðist ósátt við ríkjandi valdhafa og það var ekki að ganga hjá henni að breyta neinu í þeim efnum í fréttamannsstarfinu. En hver yrði þá hennar nýji formaður? Ómar Ragnarsson eða Steingrímur J. Sigfússon?
Hugsjónafólk er af ýmsu tagi en á þó flest sameiginlegt að vera sjálfu sér samkvæmt.
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.4.2008 (breytt kl. 16:04) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
Athugasemdir
Ómar var ekki einn og óstuddur að fabúlera þessar tilgátur heldur voru jarðfræðingar sem hófu þessa umræðu og höfðu enga tengingu við flokk Ómars. Það er nú bara þannig að hálslón er á virku svæði án þess þó að ég gefi eitthvað út á það að það tengist óróleika við upptyppinga. Það er alger óþarfi að vera að gefa sér það að Lára sé eindreginn andstæðingur kárahnjúka þó svo að faðir hennar sé það. Hún gerði klárlega stór mistök í fréttaflutningi sínum af mótmælunum og sagði upp og hún er meiri manneskja fyrir vikið. Eitthvað sem að skipuleggjendur aðgerða lögreglunar hefðu mátt taka til fyrirmyndar.
Þú mátt ekki ganga frá því vísu að kárahnjúkar og fjarðarál sé himnasending án galla til bjargar slæmu atvinnulífi á austurlandi, fjarri því. Þið áttuð svo marga möguleika ef að þið hefðuð ákveðið að líta út fyrir rammann. Þið eruð með þvílíka náttúrufegurð að leitun er að öðru eins á byggðu bóli. Af hverju voru ekki settir peningar í að selja aðgang að henni? Var fullreynt að fiskeldi virkaði ekki? Voru t.d. sjávarfallavirkjanir í fjörðunum alveg örugglega verri möguleiki? Það hafa fáir tapað á því að nota hugmyndaflugið. Ég fékk nett sjokk síðasta sumar þegar að ég keyrði í gegnum reyðarfjörð í átt til eskifjarðar. Þetta var hrikalegt sýn þar sem stórbrotinn náttúra hafði fengið að víkja fyrir ljótum risastórum mannvirkjum sem að skaffa peninga fyrir einhverja erlenda ríkisbubba sem eru svo skítsama um íslenska náttúru og hugsa eingöngu um pyngjuna sína og hlæja að þessum hálfvitum hérna sem seldu orkuna frá sér fyrir slikk.
Ég er náttúrulega ekki að verja fréttamennsku Láru enda á hún sér enga afsökun í þessu máli en vona þó að hún, eins og margir stjórnmálamenn, finni sig í nýjum farvegi.
Pétur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 02:44
Það var vitað í upphafi að við fyllingu Hálslóns, þá gætu orðið einhverjir minniháttar jarðskjálftar þarna í nálægð á sprungusvæðum. Einhver jarðfræðingur lét hafa eftir sér þegar hræringarnar byrjuðu við Upptyppinga, að hugsanlega væru tengsl þar á milli. Seinni komu aðrir jarðfræðingar og sögðu að hræringarnar væru á svo miklu dýpi, að það væri afar langsótt að tengja þetta saman.
Þetta með himnasendinguna sem þú nefnir, þá er auðvitað ekkert um slíkt að ræða, en þetta var það langbesta sem gat komið fyrir byggðirnar á Mið-Austurlandi. Stórkostlegasta byggðaaðgerð í Íslandssögunni. Og að þetta skemmi eitthvað "stórkostlega" náttúru Reyðarfjarðar, er bara smekksatrið. Ef þér finnst það, þá get ég í sjálfu sér ekki sagt að þú hafir rangt fyrir þér. Ég og 90% íbúar Reyðarfjarðar eru þér ósammála hygg ég.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 12:56
Í 1.Lagi. Þá varaði Grímur nokkur Björnsson við að þarna yrði virkjað nema þetta svæði allt yrði fyrst rannsakað og síðan ef niðurstöður væru jákvæðar þá yrði virkjað annars ekki.
Í 2.Lagi. Þá hafnaði Skipulagsstofnun Kárahnjúkavirkjun en svo var það Sif Friðleifsdóttir sem með pólitískri hendi sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar og heimillaði þessa virkjun.
Í 3.Lagi. Þá sögðu ýmsir að þessi virkjun kæmi til með að skila arði í ríkissjóð en það er allt útlit fyrir það að þessi virkjun komi út í mínus og almenningur muni borga kostnaðinn af þessari vitleysu.
Í 4.Lagi. Þarna var fyrir gríðarlega falleg náttúra sem eyðilögð með fyllingu Hálslóns og eyðilögð með framkvæmdunum á þessu svæði.
Í 5.Lagi. Þá eru það ruðningsáhrif af þessum framkvæmdum og byggingu álvers sem verður til þess að Seðlabankinn þarf að hækka stýrivexti sína sem bitnar hart á útflutnings og samkeppnis atvinnugreinunum og sprotafyrirtækjunum og þar tapast störf á móti.
Í 6.Lagi Ef eitthvað er bákn þá er það þessi Sovétska stóriðjustefna en ekki fyrirtæki í almennings.
Í 7.Lagi Það er ástæða fyrir því að bændurnir við neðri hluta Þjórsá vilja ekki að það sé virkjað í neðri hluta Þjórsár vegna þess að þetta er fallegt landsvæði og ósnortið og það sem gerist ef það verður virkjað.
"Horfinn Búðafoss í Þjórsá? Horfinn Urriðafoss í Þjórsá? Sokkin Hagaey, hólmar og flúðir í Þjórsá? Tæmdur árfarvegur neðan stíflna í Þjórsá? Sokknar jarðir meðfram Þjórsá? Sokkin híbýli bónda á bökkum Þjórsár? Tuttugu og sjö milljón tonn af vatni ofan stíflugarða Þjórsár á hripleku sprungusvæði Suðurlandsskjálfta? Hækkuð grunnvatnsstaða sem setur sveitir á flot við Þjórsá? Fuglalífi eytt við Þjórsá? Gengd 6.000 laxa á ári upp Þjórsá tortímt? Hrygningarstöðvar þorsks undan ósum Þjórsár í hættu? Lífríki við Þjórsá í víðasta skilningi þess orðs stórskaðað? Útsýni og fegurð Þjórsár í byggð horfin og aldrei endurheimt?...
Fornminjar, m.a. ævaforn þingstaður og vöð í Þjórsá síðan um landnám, glataðar? Stórfelld rýrnun starfsgrundvallar og jarðahlunninda við Þjórsá og þá tekjumöguleika? Aðrar hugmyndir og atvinnutækifæri en virkjanir í Þjórsá burtreka? Stórfellt rask og sjónmengun við Þjórsá uppúr og niðrúr vegna vegalagninga? Þjórsá afgirt og viðvörunarflautur pípa? Friður og samkomulag í sveitum meðfram Þjórsá einskis virði?"
Svona spurði Kristín Guðmundsdóttir uppalin við Þjórsá í vor.
Í 8.Lagi Ef eitthvað er bákn þá er Baugsmálið það er Sovést.
Bestu kveðjur
Jón Þórarinsson
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 16:43
Þetta innlegg þitt Jón er nú svo mikið bull og gjörsamlega ótengt raunveruleikanum, að ég held að það skipti engu máli þó þú sæir sannleikann svart á hvítu. Ég get hrakið þetta allt, en læt nægja að leiðrétta villu já þér sem andstæðingar Kárahnjúkavirkjunnar flagga mjög oft, en það er að skipulagsstofnun hafi hafnað framkvæmdinni. Kynntu þér málið áður en lepur þetta upp úr áróðursmeisturum V-grænna.
Skipulagsstofnun hafnaði EKKI Kárahnjúkavirkjun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 17:06
Stundum þarf utanaðkomandi til þess að benda manni á hversu flott heimili manns er eða heimahagar. Á Reyðarfirði er ég utanaðkomandi og verð að segja að þetta mannvirki er meiriháttar lýti á fallegum firði. Ég svo sem skil afstöðu heimamanna en er þó þeirrar skoðunar að aðrir og umhverfisvænni möguleikar hefðu verið í boði.
Pétur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 19:05
Pétur: Þú talar um að selja aðgang að náttúrunni, góð hugmynd. Segðu Vestfirðingum frá því, þeim hefur örugglega ekki dottið það í hug.
Fiskeldi. Það átti að vera hin nýja stóriðja. Mjófjörður hér í Fjarðabyggð var lagður undir fiskeldi og er enn. Mikil vandræði hafa verið í þeirri grein þó hún lofaði góðu hér eystra til að byrja með. Kannski mun veik staða krónunnar bjarga því.
En allar hugmyndir um atvinnusköpun eru góðra gjalda verðar, svo framarlega sem þær eru raunhæfar. Það er mikill misskilningur hjá mörgum andstæðinga álvers og virkjunarframkvæmda, að ekkert annað hafi verið reynt. Það er alltaf að vera að reyna og kanna hluti. Aðrar hugmyndir en stóriðja eru alltaf velkomnar og þeir sem tala um ruðningsáhrif stóriðjunnar fara með fleipur. Þau örfáu dæmi sem nefnd hafa verið um meint ruðningsáhrif hafa ekki átt við rök að styðjast og það hef ég rakið áður hér á blogginu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 19:40
Ég stend við það að skipulagsstofnun hafnaði Kárahnjúkavirkjun það segir mér enginn neitt annað,
Grímur Björnsson jarðvísindamaður hann varaði við Kárahnjúkavirkjun og kom þeim viðvörunum á framfæri við orkumálastjóra í formi bréfs sem orkumálastjóri kom á framfæri við Valgerði Sverrisdóttur og bréfinu læsti Valgerður Sverrisdóttir í skúffu en svo var það Sif Friðleifsdóttir sem með pólitískri hendi sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar og heimillaði þessa virkjun það er rétt,
þannið að ég stend við hvert orð í minni seinustu grein.
Vinstri Græn eru bara ekkert ein um að segja þetta t.d. Jökulsárganga Ómars Ragnarsson í þeirri göngu voru sko mörg hundruðþúsund manns saman komin í þeirri göngu í Reykjavík, annað eins á Ísafirði, annað eins á Akureyri og annað eins á Egilstöðum.
þeir sem tala um ruðningsáhrif stóriðjunnar fara með fleipur segir þú.
Davíð Oddsson Seðlabankastjóri: 7.Maí 2007 Með nýju álveri í helguvík og með nýju álveri á Bakka við Húsavík mun seðlabankinn þurfa að halda stýrivöxtum háum og jafnvel ennþá hærri.
Þetta sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri Seðlabankastjóri lýgur ekki
þannið að ég stend við hvert orð í minni seinustu grein.
Bestu kveðjur
Jón Þórarinsson
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 05:52
Það er ástæða fyrir því að bændurnir við neðri hluta Þjórsá vilja ekki að það sé virkjað í neðri hluta Þjórsár vegna þess að þetta er fallegt landsvæði og ósnortið og það sem gerist ef það verður virkjað.
"Horfinn Búðafoss í Þjórsá? Horfinn Urriðafoss í Þjórsá? Sokkin Hagaey, hólmar og flúðir í Þjórsá? Tæmdur árfarvegur neðan stíflna í Þjórsá? Sokknar jarðir meðfram Þjórsá? Sokkin híbýli bónda á bökkum Þjórsár? Tuttugu og sjö milljón tonn af vatni ofan stíflugarða Þjórsár á hripleku sprungusvæði Suðurlandsskjálfta? Hækkuð grunnvatnsstaða sem setur sveitir á flot við Þjórsá? Fuglalífi eytt við Þjórsá? Gengd 6.000 laxa á ári upp Þjórsá tortímt? Hrygningarstöðvar þorsks undan ósum Þjórsár í hættu? Lífríki við Þjórsá í víðasta skilningi þess orðs stórskaðað? Útsýni og fegurð Þjórsár í byggð horfin og aldrei endurheimt?...
Fornminjar, m.a. ævaforn þingstaður og vöð í Þjórsá síðan um landnám, glataðar? Stórfelld rýrnun starfsgrundvallar og jarðahlunninda við Þjórsá og þá tekjumöguleika? Aðrar hugmyndir og atvinnutækifæri en virkjanir í Þjórsá burtreka? Stórfellt rask og sjónmengun við Þjórsá uppúr og niðrúr vegna vegalagninga? Þjórsá afgirt og viðvörunarflautur pípa? Friður og samkomulag í sveitum meðfram Þjórsá einskis virði?"
Svona spurði Kristín Guðmundsdóttir uppalin við Þjórsá í vor.
Nei þýðir nei það er ósamið við landeigendur og bændur við neðri Þjórsá og LV hefur engan umráðarétt yfir þessu svæði það væri miklu nær fyrir LV að virkja t.d. á Syðri-Reykjum eða á Reykjanesi
landeigendur og bændur við neðri Þjórsá eru ennþá að borga rafmagnið dýru verði þrátt fyrir það að því hafi verið lofað að verð á rafmagni myndi lækka þegar að mig minnir Búrfellsvirkjun var byggð.
Bestu kveðjur
Jón Þórarinsson
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 06:20
Þetta er óheiðarlegur og villandi áróður í virkjanaandstæðingum að segja að skipulagsstofnun hafi hafnað Kárahnjúkavirkjun. Húna hafnaði upphaflegu hönnuninni, en eftir breytingar sem voru umtalsverðar í allra augum nema þeim sem ætla sér að vera á móti, sama hvað tautar og raular. þá var þetta samþykkt.
Það er eðlilegt að íbúar við Þjórsá reyni að gera sem mest úr meintri rýrnun landgæða á bökkum árinnar. Með því móti fá þeir hugsanlega meira fé fyrir glatað land. Það er lítið annað sem hangir á spýtunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.