Sá besti frá upphafi

Hverjir eru bestu handboltamenn Íslands frá upphafi? Mín röð er þessi í fljótheitum.

 

Ólafur Stefánsson 1. sæti. Ólafur Stefánsson, fjölhæf vinstrihandarskytta. Ber hraðaupphlaup uppi mjög vel, góð og nákvæm skytta með næmt auga fyrir línuspili. Ágætur varnarmaður. Allt sem hann gerir, gerir hann átakalaust að því er virðist. Stundum finnst manni hann hafa átt rólegan dag með landsliðinu, en svo þegar tölfræðin er skoðuð þá er hann kannski með 8 mörk og fjölda stoðsendinga. Landsliðinu líður vel með Ólaf innanborðs. Markahæsti maður landsliðsins frá upphafi.

 2. sæti. Kristján Arason, vinstrihandarskytta. Að mörgu leyti svipaður leikmaður og Ólafur og kostir þeir sömu. Næst markahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Ólafur og Kristján eru þeir einu sem rofið hafa þúsund marka múrinn.

 3. sæti. Geir Hallssteinsson var afar skemmtilegur rétthentur leikmaður. Leikstjórnandi og skytta. Hann gat tekið af skarið og unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Hafði yfir mjög góðum fintum að ráða og mikla skottækni. Hann gerði "neðanjarðarskotin" af gólfinu úr kyrrstöðu, að listgrein.  Einn besti handknattleiksmaður í heimi á árunum í kringum 1970.

 4. sæti. Alfreð Gíslason, geysilega sterkur líkamlega, skotfastur og mjög öflugur í vörn og sókn og brást aldrei. Kosinn besti leikmaður B-keppninnar í Frakklandi 1989.

 Um sæti neðar en þetta get ég svo sem skotið. Siggi Gunn, Siggi Sveins, Geir Sveins, Gunnar Einarsson, Jón Hjaltalín, Þorgils Óttar, Bjarki Sigurðsson.

Ps. Það er ljóst af þessum lista að ég er aðdáandi liðsins sem vann B-keppnina í Frakklandi 1989. Af þeim ellefu sem ég tel upp, eru sjö úr því liði. Ég fer ekki ofan af því að lokalið Bogdan Kowalzik, 1989 var hið besta sem Ísland hefur átt. Tveir heimsklassa leikmenn í hverri stöðu. 


mbl.is Ólafur ætlar að vinna allt á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Það vantar nú markmann þarna og koma margir til greina...

Einar Þorvarðar sem varði mark landsliðsins í B-keppninni

Guðmundur Hrafnkels sem á flesta landsleiki fyrir Íslands hönd og bar höfuð og herðar yfir aðra íslenska markmenn á rúmlega einum áratug.

og ýmsir aðrir eldri markmenn.. eins og t.d. Óli Ben

Sigurður F. Sigurðarson, 21.4.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Það voru nú fleiri hetjur í denn, eins og Bjarni Guðmunds (hægra horn), Axel Axels, Björgvin Björgvins, Ingólfur Óskarsson, Einar Þorvarðar, Hjalti Einars og svo framvegis. En þessi listi er mjög sannfærandi þrátt fyrir það

Tómas Þráinsson, 21.4.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég veit ekki með íslenska markmenn....þeir sænsku eru t.d. klassa ofar. Það var enginn klassa ofar en útispilararnir sem ég og Tómas nefnum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 16:26

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Axel og Björgvin náðu ótrúlega vel saman. Línusendingar Axels á Björgvin voru stundum eins og þrumuskot. Björgvin greip og var á auðum sjó.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 16:28

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Væri hægt að bæta við hornamönnunum knáu Bjarka Sig og Valda Gríms ásamt því að Viggó gerði frábæra hluti á Spáni.

Pétur Kristinsson, 21.4.2008 kl. 18:01

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bjarki Sig. er reyndar þarna hjá mér, og Valdi Gríms gæti alveg verið það líka, sem 12. maður

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 18:35

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Viggó sem 13.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband