Hverjir eru bestu handboltamenn Íslands frá upphafi? Mín röð er þessi í fljótheitum.
1. sæti. Ólafur Stefánsson, fjölhæf vinstrihandarskytta. Ber hraðaupphlaup uppi mjög vel, góð og nákvæm skytta með næmt auga fyrir línuspili. Ágætur varnarmaður. Allt sem hann gerir, gerir hann átakalaust að því er virðist. Stundum finnst manni hann hafa átt rólegan dag með landsliðinu, en svo þegar tölfræðin er skoðuð þá er hann kannski með 8 mörk og fjölda stoðsendinga. Landsliðinu líður vel með Ólaf innanborðs. Markahæsti maður landsliðsins frá upphafi.
2. sæti. Kristján Arason, vinstrihandarskytta. Að mörgu leyti svipaður leikmaður og Ólafur og kostir þeir sömu. Næst markahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Ólafur og Kristján eru þeir einu sem rofið hafa þúsund marka múrinn.
3. sæti. Geir Hallssteinsson var afar skemmtilegur rétthentur leikmaður. Leikstjórnandi og skytta. Hann gat tekið af skarið og unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Hafði yfir mjög góðum fintum að ráða og mikla skottækni. Hann gerði "neðanjarðarskotin" af gólfinu úr kyrrstöðu, að listgrein. Einn besti handknattleiksmaður í heimi á árunum í kringum 1970.
4. sæti. Alfreð Gíslason, geysilega sterkur líkamlega, skotfastur og mjög öflugur í vörn og sókn og brást aldrei. Kosinn besti leikmaður B-keppninnar í Frakklandi 1989.
Um sæti neðar en þetta get ég svo sem skotið. Siggi Gunn, Siggi Sveins, Geir Sveins, Gunnar Einarsson, Jón Hjaltalín, Þorgils Óttar, Bjarki Sigurðsson.
Ps. Það er ljóst af þessum lista að ég er aðdáandi liðsins sem vann B-keppnina í Frakklandi 1989. Af þeim ellefu sem ég tel upp, eru sjö úr því liði. Ég fer ekki ofan af því að lokalið Bogdan Kowalzik, 1989 var hið besta sem Ísland hefur átt. Tveir heimsklassa leikmenn í hverri stöðu.
![]() |
Ólafur ætlar að vinna allt á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 947626
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Heimildarmynd um Moebius og fleira smálegt
- Hversvegna verður öfgavinstrið að fá rauða spjaldið 16 mai 2026 ?
- Geðvillustjórnun, geðlyf og samsæriskenningar. Illskustjórnun. Heimildarmynd
- Tími formanns Afstöðu liðinn
- Orð án ákvarðana um varnarmál
- Boðorðin tíu sem við þekkjum öll - sem aldrei voru skrásett
- Fáeinar kaldar nætur
- Hvar er gagnrýnin í fréttamennskunni??
- Trump og Epstein - nýr farsi á gömlum belg
- Háskólinn á Akureyri
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Vonar að hægt verð að taka upp þráðinn aftur
- Vill auka ferðaþjónustu í Kópavogi
- Í fangelsi fyrir stuld úr verslun á Glerártorgi
- Hafa áhyggjur af loftgæðum í enn einum leikskóla
- Vita ekkert hvaðan mengunin kemur
- Blindrafélagið hafnar sameiningu
- 188 reka eigin stöð án sérstaks leyfis
- Byrði af völdum krabbameina mun aukast verulega
- 1,5 milljón ríkari eftir kvöldið
- Stoltur af árangri síðustu ára
Erlent
- Samskipti við frostmark: Gríðarleg vonbrigði
- Myndir: Heimsókn Trump í Windsor-kastala
- Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar stýrivexti
- Gekk með riffilinn í buxunum
- Ísraelar vara ESB við
- Trump pirraður: Þú ert að skaða Ástralíu
- Reyndi að slá met en var handtekinn í Rússlandi
- Páfinn fordæmir framferði Ísraela
- Þúsundir munu fá lyf sem dregur úr kynhvöt
- Við drógum börnin út í pörtum
Fólk
- Nær óþekkjanleg á nýrri mynd
- Á von á fjórða barninu á sjö árum
- Andrés prins og Sara Ferguson saman við útför Katrínar
- Skilin þremur árum eftir framhjáhaldshneykslið
- Þrefaldur Íslandsfrumflutningur
- 12 barna faðir opnar sig
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
Íþróttir
- HK yfir eftir stórkostlegan fyrri leik
- Liverpool vann hádramatískan sigur
- Janus á leið til Barcelona
- Röðuðu inn mörkum í Meistaradeildinni
- Hann er að elda eitthvað í KA-heimilinu
- Trent gæti misst af endurkomunni á Anfield
- Njarðvíkingar með forystu í Suðurnesjaeinvíginu
- Stórleikur Eggerts er lærisveinar Freys flugu áfram
- Isak byrjar hjá Liverpool
- Yfirnáttúruleg frammistaða hjá honum
Viðskipti
- Kerecis sækir á nýja markaði
- Um 1.800 milljarðar í innlánum
- Taka lán fyrir lagningu jarðstrengs milli Akureyrar og Dalvíkur
- Einfalda flókin tækniumhverfi
- Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að gera betur
- indó lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað
- Tækifærin fyrir hendi en virkja þarf kraftinn
- Nánast stjórnlaus skuldaaukning
- Edda Hermannsdóttir nýr forstjóri Lyfja og heilsu
- Stöðugleiki á fasteignamarkaði treystir velferð
Athugasemdir
Það vantar nú markmann þarna og koma margir til greina...
Einar Þorvarðar sem varði mark landsliðsins í B-keppninni
Guðmundur Hrafnkels sem á flesta landsleiki fyrir Íslands hönd og bar höfuð og herðar yfir aðra íslenska markmenn á rúmlega einum áratug.
og ýmsir aðrir eldri markmenn.. eins og t.d. Óli Ben
Sigurður F. Sigurðarson, 21.4.2008 kl. 12:40
Það voru nú fleiri hetjur í denn, eins og Bjarni Guðmunds (hægra horn), Axel Axels, Björgvin Björgvins, Ingólfur Óskarsson, Einar Þorvarðar, Hjalti Einars og svo framvegis. En þessi listi er mjög sannfærandi þrátt fyrir það
Tómas Þráinsson, 21.4.2008 kl. 12:45
Ég veit ekki með íslenska markmenn....þeir sænsku eru t.d. klassa ofar. Það var enginn klassa ofar en útispilararnir sem ég og Tómas nefnum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 16:26
Axel og Björgvin náðu ótrúlega vel saman. Línusendingar Axels á Björgvin voru stundum eins og þrumuskot. Björgvin greip og var á auðum sjó.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 16:28
Væri hægt að bæta við hornamönnunum knáu Bjarka Sig og Valda Gríms ásamt því að Viggó gerði frábæra hluti á Spáni.
Pétur Kristinsson, 21.4.2008 kl. 18:01
Bjarki Sig. er reyndar þarna hjá mér, og Valdi Gríms gæti alveg verið það líka, sem 12. maður
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 18:35
Viggó sem 13.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.