Atyglisvert maraþon

Hvernig verður andrúmsloftið á milli íþróttamanna þessara landa á Ólympíuleikunum í Peking? Bardagaíþróttirnar gætu komið sterkar inn, boxið t.d. Maraþonhlaupið.... tveir fyrstu berjast um sigurinn fram á loka metrann. Svaka dramatík. Þó Kínverjar muni hljóta fleiri verðlaun en Frakkar á þessum Ólympíuleikum eins og öðrum hingað til, Þá gætu keppnir í nokkrum íþróttagreinum á milli landanna nú, boðið upp á spennandi augnablik. Pólitíkusar hafa blandað sér í málið og það gerir bara illt verra, eða betra, eftir hvernig á það er litið. Tiltölulega litlir mótmælendahópar og hlutfallslega svipaðir að stærð í löndunum tveimur, duga til þess að tendra hið rafmagnaða andrúmsloft. Þeir hafa þó alls ekki umboð þjóða sinna til að tala í nafni þeirra.

 

Mun adrenalínið flæða hraðar um líkama keppenda Frakklands og Kína, þegar þeir eigast við, en þegar þeir etja kappi við andstæðinga frá öðrum löndum?
Elstu heimildir um box eru frá Egyptalandi og eru um 5 þúsund ára gamlar. Boxið varð fljótt hornsteinn Olympíuleikanna fornu í Grikklandi eða frá árinu 688 fyrir Krist.
Á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum í Aþenu 1896, var box álitið "óherramannslega hættuleg" íþrótt og aðeins dreggjar þjóðfélagsins leggðu stund á hana. En hratt vaxandi vinsældir boxíþróttarinnar tryggðu henni aðgang að Ólympíuleikunum 1904 í St Louis í Bandaríkjunum. Frægastur allra frægra gullverðlaunahafa í boxi er án efa Cassius Marcellus Clay, eða Múhammeð Ali, sem sigraði í léttþungavigt á Ólympíuleikunum í Róm 1960.

mbl.is Mótmæli gegn Frökkum í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband