Himnesk fegurð í Oddsskarði

"Það er ótrúlega fallegt  í Oddsskarði og gott færi í sólinni þessa dagana.  Við hvetjum alla til þess að grípa prikin og skíða af lífi og sál áður en vorverkin taka við.  Það verða fríar ferðir í skarðið í dag og á morgun en síðasti opnunardagur í Oddsskarði í ár verður 27. apríl.   Alls hafa komið 10.500 gestir í Oddsskarð það sem af er  í vetur sem er 20% fjölgun frá því í fyrra".
be1f25ccd8d7cfc

Fríar ferðir á skíðasvæðið í Oddsskarð í dag og á morgun verða sem hér segir:

 

Stöðvarfjörður: Frá íþróttahúsinu............................ kl.15:15

Fáskrúðsfjörður: Frá íþróttahúsinu ........................ kl. 15:45

Reyðarfjörður: Söluskáli Shell og Hekla ............... kl. 16:15

Eskifjörður: Byggt og flutt og söluskáli Shell............ kl. 16:35

Norðfjörður: Nesbakki, Leikskóli og Urðarteigur ... kl. 16:15

 

Rútur fara svo til baka af svæðinu kl. 20:30.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði,  www.oddsskard.is

(Af vef Fjarðabyggðar )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Æðislegur staður

Sóley Valdimarsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband