Ég var 12-13 ára gamall þegar ég heyrði um fiðrildaáhrifin í fyrsta skipti. Það er svo merkilegt að ég man hvar ég var staddur þegar ég heyrði um þetta fyrst. Ég var staddur heima hjá Vigni vini mínum, uppi í risinu á Vatnsstíg 9a í Skuggahverfinu í Reykjavík. Þar vorum við félagarnir ásamt Unnari og Jóa. Við vorum æskufélagar og höfðum allir brennandi áhuga á fótbolta og skák. Allir harðir Valsarar og aðdáendur Bobby Fischers.
Viggi og Unnar eru nú báðir látnir. Viggi rétt rúmlega þrítugur vegna veikinda og Unnar tæplega þrítugur í bílslysi.
Skrítið hvernig móment sem ég hef í sjálfu sér ekkert hugsað um í áratugi, sprettur upp ljóslifandi vegna fréttar um andláts manns sem ég vissi í raun ekkert um, hvorki nafn hans né útlit. Ekki hef ég heldur lesið neitt um þessi fræði, en ég man að okkur félögunum fannst "fiðrildaáhrifin", meika bara ágætan sens.
![]() |
Höfundur fiðrildaáhrifanna látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 18.4.2008 (breytt kl. 03:33) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- "Kristur kemur", kristilegur hljómdiskur eftir mig frá 2000. Gefinn út 2010, með upptökum frá 2001.
- 30 ríki sem vilja eyða Ísraelsríki sameinast
- Vantreysta Viðreisn
- Mannleg grimmd á sér engin takmörk í stríðum
- Trump blammerar stuðningsfólk sitt vegna Epstein ...
- Tásumein og Parkinsons
- Milljörðum rænt af Íslendingum af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
- Í besta falli ósatt að þjóðin vilji nýjar aðildarviðræður !
- Ian er ekki vandamálið en frásögnin ruglar umræðuna
Athugasemdir
"fiðrildaáhrifin" virðast koma fram í ýmsum myndum ef þú lest bloggið mitt um sama málefni!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.4.2008 kl. 06:58
Ég held nú að þessar kenningar Árni, séu ekki að fullyrða beinlínis að t.d. vængjablak fiðrildisins, skapi fellibyl annarsstaðar á hnettinum, heldur einungis að örlítil breyting í atburðarrás í upphafi, geti haft ótrúlegar breytingar, þegar eitt hefur leitt af öðru. Eða þannig skil ég þessar pælingar a.m.k.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 12:06
Alveg sammál því Árni, en Edward Lorenz, höfundur óreiðukenningarinnar gerði fyrst uppgötvun sína í frumstæðu tölvuforriti árið 1961. Í framhaldi af því útfærði hann hugmyndina í "fiðrildaáhrifin" árið 1969 og kynnti hana loks 1972.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 16:39
Ég veit svosem ekkert um þessi fræði, eins og ég segi í pistlinum, en eitthvað hefur karlinn og kenningar hans þótt merkilegur, úr því andlátið kemur í heimsfréttirnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.