Ég var á frystitogaranum Snæfugli frá Reyðarfirði 1989-1998. Á þeim tíma var mikil umræða í þjóðfélaginu um brottkast. Slíkt tíðkaðist ekki um borð hjá okkur, nema í nokkrum túrum í Smugunni.
Útgerðarfélagið sem rak togarann átti ekki alltof mikinn kvóta, enda varð það að lokum til þess að togarinn var seldur með manni og mús 1998. Samherji var kaupandinn og á fundi sem haldin var með áhöfn skipsins, lofuðu forsvarsmenn fyrirtækisins að yfirtaka þeirra myndi hvorki skaða áhöfnina né byggðarlagið. Áhöfnin hélt að vísu plássum sínum, en skipið sást aldrei meir. Svo fækkaði Reyðfirðingunum um borð smátt og smátt og einhverjir aðrir ráðnir í staðinn. Að lokum var Snæfuglinn seldur úr landi og kvótanum deilt niður á önnur skip Samherja.
Þrátt fyrir þessa sorgarsögu, þá er ég þeirrar skoðunnar að aflaheimildir eigi best heima hjá þeim sem kunna með þær að fara. Þannig skapast mestur arðurinn fyrir þjóðarbúið og þannig verður fiskurinn í sjónum að raunverulegri þjóðareign. Annmarkarnir á þessu kerfi eru auðvitað þeir, að illmögulegt er fyrir unga nýliða að hasla sér völl á þessu sviði, en það á einnig við um margar aðrar atvinnugreinar.
Fyrir daga kvótakefisisns, þegar öllum var frjálst að draga bein úr sjó, þá var nú ekki eins og sjómenn og útgerðarmenn lifðu í einhverri paradís. Fólksflótti var þá þegar byrjaður úr sjávarplássum á landsbyggðinni. Útgerðir voru víðast hvar á heljarþröm og alþekkt var "pennastrikið" hans Alberts Guðmundssonar. Þá var það nefnilega viðtekin venja að ríkissjóður kom útgerðum til bjargar, jafnvel bæjarútgerðum sem þó höfðu oft og tíðum sterka bakhjarla.
Arður þjóðarbúsins af fiskveiðum var á þessum árum mun minni en hann er í dag. Um leið og pólitíkusar fara að vasast með puttana í fjármagni og fyrirtækjarekstri, þá hættir fjármagnið að vinna fyrir okkur.
Ég er ekki að segja að ekki megi breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, en þær hugmyndir sem ég hef séð hingað til, ganga flestar út á eignaupptöku, fyrningu og einhverju þ.h., sem er fráleitt að mínu mati.
Kvótakerfið hefur í raun gefist mjög vel nema að einu leyti. Þorskstofninn hefur ekkert braggast. Stundum hvarflar að mér að rányrkja á loðnu, aðal fæðu þorsksins, gæti verið um að kenna. Kannski breytt skilyrði í sjónum. Kannski skemmdir á hafsbotninum eftir botntrollin. Kannski bara almenn ofveiði. Sumir segja vanveiði.
Maður spyr sig.
Ég var á frystitogaranum Snæfugli frá Reyðarfirði 1989-1998. Á þeim tíma var mikil umræða í þjóðfélaginu um brottkast. Slíkt tíðkaðist ekki um borð hjá okkur, nema í nokkrum túrum í Smugunni.
Útgerðarfélagið sem rak togarann átti ekki alltof mikinn kvóta, enda varð það að lokum til þess að togarinn var seldur með manni og mús 1998. Samherji var kaupandinn og á fundi sem haldin var með áhöfn skipsins, lofuðu forsvarsmenn fyrirtækisins að yfirtaka þeirra myndi hvorki skaða áhöfnina né byggðarlagið. Áhöfnin hélt að vísu plássum sínum, en skipið sást aldrei meir. Svo fækkaði Reyðfirðingunum um borð smátt og smátt og einhverjir aðrir ráðnir í staðinn. Að lokum var Snæfuglinn seldur úr landi og kvótanum deilt niður á önnur skip Samherja.
Þrátt fyrir þessa sorgarsögu, þá er ég þeirrar skoðunnar að aflaheimildir eigi best heima hjá þeim sem kunna með þær að fara. Þannig skapast mestur arðurinn fyrir þjóðarbúið og þannig verður fiskurinn í sjónum að raunverulegri þjóðareign. Annmarkarnir á þessu kerfi eru auðvitað þeir, að illmögulegt er fyrir unga nýliða að hasla sér völl á þessu sviði, en það á einnig við um margar aðrar atvinnugreinar.
Fyrir daga kvótakefisisns, þegar öllum var frjálst að draga bein úr sjó, þá var nú ekki eins og sjómenn og útgerðarmenn lifðu í einhverri paradís. Fólksflótti var þá þegar byrjaður úr sjávarplássum á landsbyggðinni. Útgerðir voru víðast hvar á heljarþröm og alþekkt var "pennastrikið" hans Alberts Guðmundssonar. Þá var það nefnilega viðtekin venja að ríkissjóður kom útgerðum til bjargar, jafnvel bæjarútgerðum sem þó höfðu oft og tíðum sterka bakhjarla.
Arður þjóðarbúsins af fiskveiðum var á þessum árum mun minni en hann er í dag. Um leið og pólitíkusar fara að vasast með puttana í fjármagni og fyrirtækjarekstri, þá hættir fjármagnið að vinna fyrir okkur.
Ég er ekki að segja að ekki megi breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, en þær hugmyndir sem ég hef séð hingað til, ganga flestar út á eignaupptöku, fyrningu og einhverju þ.h., sem er fráleitt að mínu mati.
Kvótakerfið hefur í raun gefist mjög vel nema að einu leyti. Þorskstofninn hefur ekkert braggast. Stundum hvarflar að mér að rányrkja á loðnu, aðal fæðu þorsksins, gæti verið um að kenna. Kannski breytt skilyrði í sjónum. Kannski skemmdir á hafsbotninum eftir botntrollin. Kannski bara almenn ofveiði. Sumir segja vanveiði.
Maður spyr sig.