Grunnskóla Reyðarfjarðar barst nýlega sýniseintak af bók frá Námsgagnastofnun, "Geitungar á Íslandi". Fróðlegt 24 síðna hefti með mikið af myndum, m.a. um upphaf landnáms geitunga á Íslandi og greint frá þeim fjórum tegundum sem hér hafa numið land frá því skömmu eftir 1970.
Ég hafði það að atvinnu fyrir nokkrum árum síðan að eyða geitungabúum hér í Fjarðabyggð. Ég get ekki sagt að mér hafi þótt það skemmtilegt starf, eins skíthræddur og ég er við þessi kvikindi Á þessum tíma reyndi ég að kynna mér sem flest um geitunga, svo ég virkaði sem "fagmannlegastur" þegar mig, bjargvættina, bæri að garði. Á þeim tíma var einungis talað um 3 tegundir geitunga; holugeitungur, húsageitungur og trjágeitungur. Fjórða tegundin, roðageitungur er mjög sjaldgæf hér á landi og einungis hafa fundist 7 bú á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1997-2007.
Ég sé það nú þegar ég fletti þessu nýja hefti um geitungana, að ég hef haft rangt fyrir mér varðandi tegundagreiningu á þeim geitungabúum sem ég hef eytt. Ég hef nefnilega hingað til afgreitt greininguna út frá fundarstað búanna. Ef ég fann geitungabú niðurgrafið í moldarbarði, þá var það holugeitungur. Ef ég fann það hangandi í tré..... trjágeitungur og hangandi í þakskeggi eða jafnvel inni í bílskúr.... húsageitungur. Mjög vísindaleg greining
En miðað við útbreiðslukort geitunga á Íslandi, þá er engin holugeitungur í Fjarðabyggð. Enda þegar ég skoða myndir af bæði flugum og búum þá er niðurstaða mín sú nú að um trjágeitunga hafi sennilega alltaf verið að ræða. Geitungurinn hér hægra megin er holugeitungur en trjágeitungur á minni myndinni hér að neðan. Holugeitungar eru árásargjarnari en aðrar tegundir og því setti ég mig í alveg sérstakar varúðarstellingar þegar ég eyddi búum sem ég taldi vera þeirra. Það var greinilega algjör óþarfi.
Geitungur er líka kallaður vespa. Geitungar eru félagsskordýr eins og býflugur, maurar, termítar og fleiri tegundir. Ein drottning stjórnar búi og í því eru margir geitungar.
Geitungar byggja bú úr pappír. Þeir naga timbur og búa til pappírskvoðu sem þeir nota í búið. Í einu búi geta verið mörg hundruð vinnugeitungar sem annast lirfurnar og viðhalda búinu.
Ein drottning er í hverju geitungabúi og verpir hún eggjum í sérstök hólf. Úr eggjunum þroskast lirfur sem síðan verða að púpum. Úr púpunum skríða aðeins vinnugeitungar yfir sumartímann. Á haustin verða til nýjar drottningar sem lifa af veturinn. ( http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=1334 )
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 945748
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kosningasvikin 2020 í skjóli Covid ...
- Mannauður Miðflokksins í Múlaþingi
- Kraftaverk á Kleppsvegi en samt ...
- Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?
- Skilvirknisráðuneyti
- Frelisskerðingar og lokunaraðgerðir covid-þríeyksins
- Hvaðan kemur þessi kyn- kynlífs- og trans"fræðsla" barnanna okkar?
- Tvöfalt eftirlit EES
- Sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu?
- Pútin borðar okkur ekki, að sögn
Athugasemdir
Ég var tvisvar í fyrrasumar næstum búinn að stíga á búr sem geitungar höfðu gert inni í þúfu í lyngmóa. Suðið í hundrað geitungum sem sveimuðu fyrir utan búið bjargaði mér. Hvaða tegund gerir sér bú í þúfum?
Ágúst H Bjarnason, 14.4.2008 kl. 21:18
... ég lenti í því að verða fyrir árás þess sem ég kalla holugeitunga... var að velta við steini, það var orðið skuggsýnt... ég finn fyrir stungu, en átta mig ekki á hvað þetta var... held áfram að krafla með hendinni á bak við steininn og þá skyndilega er ég stunginn út um allt handarbak... kippti að mér hendinni og hún var löðrandi í geitungum... ég held ég hafi a.m.k. fengið i 8 stungur og svakalega voru kvikindin grimm... þetta var hálf ógeðfeld reynsla...
En geta Geitungar ekki líka þýtt Kiðlingar... nei... bara segi sonna...
Brattur, 14.4.2008 kl. 21:29
Holugeitungurinn gerir sér bú á jörðu niðri, í moldarbörðum og gjótum, en svo virðist sem trjá og húsageitungar geri það líka. Sennilega tækifærissinnar
Geitungar eru árásargjarnastir síðsumars þegar búin eru að ná fullum þroska. Svona svipað og með kríurnar, þær eru skæðastar þegar unginn er kominn úr egginu.
Hehe.. jú flott nafn á kiðlingum, Brattur!
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 21:44
Þetta er góð tillaga í nýyrðasafnið Brattur!
Haraldur Bjarnason, 14.4.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.