Sammála B.B.

Björn Bjarnason, Dóms-og kirkjumálaráðherra ratar oft satt orð á munn. Um hræringarnar í Sýslumanns og lögreglustjóramálum á Suðurnesjum, segir Björn m.a.:

"Furðulegt er, að haldið sé áfram að ræða um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, eins og komið hafi þruma úr heiðskíru lofti og klofið embættið í þrjá hluta. Staðreynd er, að um árabil hefur embættið verið rekið með halla. Í ár keyrir um þverbak og embættinu er stefnt í þrot, ef marka má áætlun lögreglustjórans. Vilja málsvarar óbreytts ástands slíka stjórn á fjármálum opinbers embættis? Ég er ekki talsmaður þess og samþykkti ekki heldur tillögur lögreglustjórans um uppsagnir starfsmanna, þegar allt stefnir í óefni. Ég hef lagt til betri framtíðarleið út úr krónískum fjárhagsvanda embættisins".

Mér finnst nú töluverður skynsemisvottur í þessum orðum karls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Karlinn er kexruglaður..........þetta er stórt sýslumannembætti og fær og hefur alltaf fengið of lítið .......þetta er eins og þegar sýslumaðurinn á Seyðis bað um auka tollarastöðu.......þá fengu Eskfirðingar hann

Einar Bragi Bragason., 11.4.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þó að embættið þarna suðurfrá sé í fjársvelti, sem ég efast ekkert um, þá veitir það ekki þeim sem rekur embættið leyfi til að valsa fram úr fjárheimildum að eigin geðþótta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 09:08

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

En engu að síður ræðst Björn ekki á rót vandans sem er undirmönnun lögreglu og tollgæslu þarna. Það að skipta upp embættinu leysir ekkert þennan vanda. Það vantar klárlega meiri fjármuni í löggæslu þarna og það þýðir ekkert fyrir Björn að slá hausnum í steininn.

Pétur Kristinsson, 11.4.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Vilja málsvarar óbreytts ástands slíka stjórn á fjármálum opinbers embættis? Ég er ekki talsmaður þess og samþykkti ekki heldur tillögur lögreglustjórans um uppsagnir starfsmanna, þegar allt stefnir í óefni. Ég hef lagt til betri framtíðarleið út úr krónískum fjárhagsvanda embættisins".

Mér finnst þessi orð segja að á þessu verði tekið með skynsömum hætti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 11:31

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Í einni partýferðinni til Evróðu samþykktu ráðherrar sjálfstæðisflokksins og kratanna að Ísland myndi gerast aðili að Schengen.  Þetta kostar talsverðar upphæðir í uppbyggingu á ytri landamærum Evrópu og rekstur, svo nemur mörgum milljörðum.  Það sem Björn virðist ekki átta sig á:

A. Ríkistjórnin er ábyrg fyrir þessum gjörningi, ekki lögregluembættið.

B. Ríkistjórnin ber ábyrgð á að mannskapur sé tiltækur til að uppfylla samninga vegna Schengen.

C. Ríkistjórnin er ábyrg fyrir því að til staðar sé þjálfaður mannskapur, svo hægt sé að standa við samninga ríkisstjórnarinnar vegna Schengen.

D. Ríkistjórnin ber ábyrgð á að fjármagn renni með eðlilegum hætti til lögreglsustjóraembættisins, vegna samninga sem ríkistjórnin gerði.

Björn Bjarnason er á billegan hátt að reyna að fría sig ábyrgðinni, með því að segja "...ekki benda á mig!!".

Að fara að skipta embættinu upp, er bara örvænting ráðherrans að geta ekki leysa málið á eðlilegan og farsælan hátt.

Benedikt V. Warén, 11.4.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband