Í dag fór ég í fyrsta sinn inn í nývígða og endurbætta flugstöðina á Egilsstöðum. Ferðinni var heitið til höfuðborgarinnar, en á morgun fer ég í jarðarför og á þriðjudagsmorgun er stefnumót við Al Gore á morgunverðarfundi í Háskólabíói.
Viðbótin við gömlu flugstöðina er snoturt mannvirki og aðstaða öll stórbatnar, sérstaklega varðandi millilandaflug. Verktakafyrirtækið Smiðir ehf. sá um að byggja aðstöðuna, en fyrirtækið er rekið af tveimur kornungum athafnamönnum frá Reyðarfirði. Fyrirtæki þeirra hefur blómstrað á uppbyggingartímanum og njóta þeir góðs af því í dag, sem er mikilvægt í þeim samdrætti og lausafjárvanda sem hrjáir þjóðfélagið um þessar mundir. 15-20 manns hafa verið í fastri vinnu hjá Smiðum ehf.
Flugferðin var óvenju ánægjuleg. Heiðskýrt veður var á Héraðinu, þó skýjað væri niður á fjörðum og það hélst heiðskýrt alla leið að Laugarvatni. Fyrir vikið fékk ég frábært útsýnisflug en ég saknaði þess þó að hafa ekki fróðan leiðsögumann mér við hlið.
Kárahnjúkastífla skartaði sínu fegursta í sólskininu, en afar vetrarlegt er um að litast á landinu nema á Suðurlandsundirlendinu og e.t.v. í Borgarfirði. Hálslón var ísilagt og erfitt var að greina hjarnbreiður Fljótsdalsheiðar frá konungi jökla Evrópu, Vatnajökli. Það var ekki fyrr en komið var að skriðjöklunum norðanverðum, að jaðar jökulsins og brattleiki, sem er mjög lítill, varð skýr í þessu kalda og tæra lofti.
Og að sjálfsögðu bar drottning austfirskra fjalla, Snæfell, sig tignarlega þegar glitraði á kórónu hennar. Það er þó sérkennilegt til þess að hugsa, að fjallið skuli vera rúmlega 1800 m. hátt, en virka mun lægra. Ástæðan er sú að Snæfell rís upp af Fjótsdalsheiði sem er um 600 m há þar sem hún er hæst. Þess vegna virkar það ekki mikið hærri en Esjan, séð frá heiðinni. En í góðu skyggni frá Egilsstöðum, þá sést vel hæð og tignarleiki fjallsins.
Myndina af Kárahnjúkum tók ég af: http://www.pose.is/fullfrettir.php?id=136&page=9 Undir myndinni þar stendur; "Kárahnjúkar, fokking skandall". Ég er að sjálfsögðu ósammála því. Myndin verður stærri ef smellt er á hana. Falleg mynd og sýnir neðsta hluta lónsstæðisins..
Í dýpsta, hrikalegasta og fallegasta hluta Hafrahvammagljúfurs, er nú hægt að ganga þurrum fótum í um 10 mánuði á ári. Vonandi verður gert öryggismat á gljúfrinu og ráðstafanir gerðar til þess að hleypa almenningi þangað niður
Mér varð hugsað til Al Gore þegar ég sá Ísland fyrir neðan mig. Þessi vetur hefur verið óvenju harður eystra en þó ekki "harður" í skilningi eldri heimamanna. Þeir muna eftir mörgum hörðum og snjóþungum vetrum á árunum 1950-1970. En nú er þó 6. apríl og það sést ekki í dökkan díl á Reyðarfirði. Það er ákveðinn léttir að koma til Reykjavíkur í snjóleysið. Og talandi um harðan vetur, þá hefur hin hnatræna hlýnun stöðvast og í raun hefur engin hlýnun átt sér stað undanfarin 8-10 ár. En þá segja menn að það sé ekkert að marka því þetta er svo stutt tímabil. Hey! Aðal hlýnunartímabilið var svipað, 1985-1998 og það var að marka það!. Tímabilið 1930-1960, var hlýtt tímabil. 1960-1990 var kalt tímabil. Svona virðist þetta rokka og hugsanlega gerist það á mörgum ólíkum forsendum.
Jæja, þeir sem eitthvað hafa kíkt á bloggið hjá mér, vita hvað mér finnst um Al Gore og hans "fræði". Best að segja ekki of mikið, en ég hlakka mikið til fundarins á þriðjudagsmorgun, sem ég var svo stálheppinn að fá miða á og einnig er ég spenntur að sjá hvort Gore leyfi spurningar úr sal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 946109
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Heimilisköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu
- Stefnt að því að auka ekki útgjöld á árinu
- Lét soninn horfa á meðan hann braut gegn móður hans
- Breytt fyrirkomulag til Bretlands: Aukið öryggi
- Þyngra en tárum taki
- Bíðum eftir næsta atburði
- Ekki hægt að opna skíðasvæði Tindastóls
- Störf þingmanna ekki bundin við miðborgina
Athugasemdir
það var sko ekkert skýjað hér vinur....
Einar Bragi Bragason., 7.4.2008 kl. 09:15
ok...
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.